Skoðun

Naflastrengurinn á Gylfa

Í hinu pólitíska umhverfi Bandaríkjanna er vanalegt að fyrrum varðhundar auðugra sérhagsmunaaðila á borð við banka og fjárfesta verði ráðherrar. Tveir síðustu fjármálaráðherrar Bandaríkjanna komu báðir úr risa bönkum og samanlagt hafa þeir styrkt risa bankana um yfir billjón dollara („trillion dollars" á ensku).

Í fyrra varð fyrrum varðhundur auðugra sérhagsmunaaðila að viðskiptaráðherra. Gylfi Magnússon var í stjórn Samtaka Fjárfesta á árunum 2001-2007, rétt áður en hann settist í stól viðskiptaráðherra. Ætli að hann hafi klippt á naflastrenginn við sérhagsmuni fjárfesta þegar hann tók að sér að verja hagsmuni almennings?

Á heimasíðu Samtaka Fjárfesta segir: „[...] hefur félagið þann tilgang að gæta hagsmuna fjárfesta gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, útgefendum hlutabréfa og annarra verðbréfa og fjölmiðlum og öðrum þeim sem áhrif geta haft á hag fjárfesta." Gylfi var í stjórn þessa félags á sama tíma og hann átti að gæta hagsmuna almennings sem formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins 2005-2009. Hagsmunir fjárfesta og markmið Samkeppniseftirlitsins við að verja almannahag fara ekki alltaf saman.

Nú í dag þegar Gylfi á að vera að gæta hagsmuna almennings er manni spurn hvað Gylfi gerir þegar hagsmunir almennings og hagsmunir fjárfesta fara ekki saman?

 








Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×