Þrumuguð kemst til manns Arndís Þórarinsdóttir skrifar 29. desember 2010 06:00 Þór - Leyndarmál guðanna Bækur Þór - leyndarmál guðanna Friðrik Erlingsson Friðrik Erlingsson sendi fyrir tveimur árum frá sér bókina Þór í heljargreipum, sem fjallaði um þrumuguðinn ungan. Samhliða bókinni var unnið kvikmyndahandrit og tölvuleikur sem munu eiga að líta dagsins ljós á nýju ári. Nú er komin út önnur bók um Þór, Þór - leyndarmál guðanna, og þótt sagan sé framhald fyrri bókarinnar geldur lesandinn þess í engu að vera ókunnugur eldra verkinu. Í þessari sögu reynir hinn ungi hálfguð að reyna að finna sér sess meðal annarra guða í Ásgarði, en hann er ekki í guðatölu ennþá sökum æsku og vanþroska. Þór þarf að fara nokkrar krókaleiðir að því að verða maður með mönnum og má segja að sagan sé þroskasaga, í besta skilningi þess orðs - bæði Þór og lesandinn hafa breyst í bókarlok. Sögurnar af Þór eru ekki endursögn á norrænu goðafræðinni heldur nýjar sögur af guðunum sagðar með aðstoð þekktra minna úr goðsögunum. Þetta er bráðsnjöll leið til að vinna með menningararfinn á hátt sem tryggir ferska og nútímalega sögu sem samt vísar stöðugt í fortíðina, kunnugum jafnt sem ókunnugum til gleði. Refsing Loka er skemmtilegt dæmi um það hvernig gömul saga er poppuð upp. Eiturnaðran sem hringar sig yfir honum lætur ekki eitur dynja á andliti hans, heldur er snákurinn smámæltur mathákur að nafni Smjatti, sem hefur dálæti á úldnum og illa þefjandi mat. Hann slefar síðan linnulítið yfir bandingjann. Munnvatn þess sem hefur nýlega kjamsað á fúleggi er ógeðslegt á miklu skiljanlegri hátt en svolítið eitur, ekki satt? Við upphaf hvers kafla er svart-hvít smámynd eftir Gunnar Karlsson. Myndirnar eru skemmtilega teiknimyndalegar og galgopalegar, eins og sagan sjálf, og eru vel þess virði að rýna í. Sagan er löng - einar 380 síður - og kannski svolítið hæg í gang, en þegar Loki hefur hrint í framkvæmd voðalegri ráðagerð sinni hrífst lesandinn með. Fléttan er viðamikil en þó ekki svo flókin að lesandinn missi nokkurs staðar tökin á henni. Sögumaður hefur nokkra íróníska fjarlægð á allar persónur, sem er hluti skýringarinnar á því af hverju sagan er sein í gang: Það er erfitt að samsvara sig persónu sem horft er á með þeim augum. En eftir æsilegt ferðalag í för með þrumuguðinum hefur lesandinn kannski öðlast svolitla íróníska fjarlægð á sjálfan sig, sem hlýtur að vera hverjum manni hollt. Niðurstaða: Allt góða efnið úr goðafræðinni í nútímalegri sögu. Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Þór - leyndarmál guðanna Friðrik Erlingsson Friðrik Erlingsson sendi fyrir tveimur árum frá sér bókina Þór í heljargreipum, sem fjallaði um þrumuguðinn ungan. Samhliða bókinni var unnið kvikmyndahandrit og tölvuleikur sem munu eiga að líta dagsins ljós á nýju ári. Nú er komin út önnur bók um Þór, Þór - leyndarmál guðanna, og þótt sagan sé framhald fyrri bókarinnar geldur lesandinn þess í engu að vera ókunnugur eldra verkinu. Í þessari sögu reynir hinn ungi hálfguð að reyna að finna sér sess meðal annarra guða í Ásgarði, en hann er ekki í guðatölu ennþá sökum æsku og vanþroska. Þór þarf að fara nokkrar krókaleiðir að því að verða maður með mönnum og má segja að sagan sé þroskasaga, í besta skilningi þess orðs - bæði Þór og lesandinn hafa breyst í bókarlok. Sögurnar af Þór eru ekki endursögn á norrænu goðafræðinni heldur nýjar sögur af guðunum sagðar með aðstoð þekktra minna úr goðsögunum. Þetta er bráðsnjöll leið til að vinna með menningararfinn á hátt sem tryggir ferska og nútímalega sögu sem samt vísar stöðugt í fortíðina, kunnugum jafnt sem ókunnugum til gleði. Refsing Loka er skemmtilegt dæmi um það hvernig gömul saga er poppuð upp. Eiturnaðran sem hringar sig yfir honum lætur ekki eitur dynja á andliti hans, heldur er snákurinn smámæltur mathákur að nafni Smjatti, sem hefur dálæti á úldnum og illa þefjandi mat. Hann slefar síðan linnulítið yfir bandingjann. Munnvatn þess sem hefur nýlega kjamsað á fúleggi er ógeðslegt á miklu skiljanlegri hátt en svolítið eitur, ekki satt? Við upphaf hvers kafla er svart-hvít smámynd eftir Gunnar Karlsson. Myndirnar eru skemmtilega teiknimyndalegar og galgopalegar, eins og sagan sjálf, og eru vel þess virði að rýna í. Sagan er löng - einar 380 síður - og kannski svolítið hæg í gang, en þegar Loki hefur hrint í framkvæmd voðalegri ráðagerð sinni hrífst lesandinn með. Fléttan er viðamikil en þó ekki svo flókin að lesandinn missi nokkurs staðar tökin á henni. Sögumaður hefur nokkra íróníska fjarlægð á allar persónur, sem er hluti skýringarinnar á því af hverju sagan er sein í gang: Það er erfitt að samsvara sig persónu sem horft er á með þeim augum. En eftir æsilegt ferðalag í för með þrumuguðinum hefur lesandinn kannski öðlast svolitla íróníska fjarlægð á sjálfan sig, sem hlýtur að vera hverjum manni hollt. Niðurstaða: Allt góða efnið úr goðafræðinni í nútímalegri sögu.
Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira