Tveggja kosta völ Þorvaldur Gylfason skrifar 8. nóvember 2010 13:30 Stjórnlagaþingið á tveggja kosta völ, þegar það kemur saman. Annar kosturinn er að leggja tillögur um breytingar á stjórnarskránni fyrir Alþingi og láta þinginu eftir að leggja fram ný drög að stjórnarskrá. Þessi kostur kemur ekki til álita, þar eð Alþingi hefur áratugum saman vanrækt endurskoðun stjórnarskrárinnar og sýnir engin merki þess, að það sé nú í stakk búið til að koma sér saman um nýja stjórnarskrá. Hinn kostur stjórnlagaþingsins er að semja fullbúna stjórnarskrá og biðja Alþingi að bera hana óbreytta undir þjóðaratkvæði. Alþingi verður vanhæft til að fjalla efnislega um tillögu stjórnlagaþingsins, þar eð nýja stjórnarskráin mun fjalla um Alþingi, meðal annars um hámarksfjölda þingmanna, sem þurfa að minni hyggju ekki að vera fleiri en 37. Alþingi á ekki að dæma um eigin sök. Síðari kostinn er hægt að útfæra með tvennum hætti. Hægt væri að byrja með autt blað og semja nýja stjórnarskrá frá rótum líkt og Þjóðverjar gerðu 1949 og Suður-Afríkumenn 1994 með erlendri hjálp. Gallinn við þessa aðferð er, að umræðan á stjórnlagaþinginu gæti þá farið út um víðan völl og misst sjónar á tilefni þess, að stjórnlagaþingið var kvatt saman. Tilefnið er hrunið og tengdir veikleikar í stjórnskipuninni. Þess vegna sýnist mér hyggilegra að leggja upp með stjórnarskrána frá 1944 og gera á henni nauðsynlegar breytingar, sem tengjast tilefninu, en láta aðrar breytingar eiga sig að sinni. Samband ríkis og kirkju kemur hruninu til dæmis ekki við. Þess vegna mun það flýta fyrir vinnu stjórnlagaþingsins, ef það eyðir ekki kröftum sínum í umræður um stöðu kirkjunnar. Þá getur stjórnlagaþingið einbeitt sér að því, sem mestu skiptir, og það er að skerpa á þrískiptingu valdsins, endurskoða valdmörk forseta Íslands, uppfæra kaflann um dómskerfið, setja inn ákvæði um stjórnlagadómstól, færa mannréttindaákvæðin fremst í stað þess að hafa þau aftast eins og nú er og kveða skýrt á um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum. Þótt ótrúlegt megi virðast er ekkert ákvæði í stjórnarskránni um Hæstarétt. Alþingi gæti því upp á sitt einsdæmi lagt Hæstarétt niður eins og það fór með Þjóðhagsstofnun. Dómstólarnir þurfa að njóta verndar í stjórnarskránni, og það á einnig við um nokkrar aðrar einstakar stofnanir svo sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið. Stjórnsýslan þarf einnig á sérstökum ákvæðum að halda til að vinda ofan af nápotinu og stjórnmálaspillingunni, sem hefur gegnsýrt embættiskerfið um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingið á tveggja kosta völ, þegar það kemur saman. Annar kosturinn er að leggja tillögur um breytingar á stjórnarskránni fyrir Alþingi og láta þinginu eftir að leggja fram ný drög að stjórnarskrá. Þessi kostur kemur ekki til álita, þar eð Alþingi hefur áratugum saman vanrækt endurskoðun stjórnarskrárinnar og sýnir engin merki þess, að það sé nú í stakk búið til að koma sér saman um nýja stjórnarskrá. Hinn kostur stjórnlagaþingsins er að semja fullbúna stjórnarskrá og biðja Alþingi að bera hana óbreytta undir þjóðaratkvæði. Alþingi verður vanhæft til að fjalla efnislega um tillögu stjórnlagaþingsins, þar eð nýja stjórnarskráin mun fjalla um Alþingi, meðal annars um hámarksfjölda þingmanna, sem þurfa að minni hyggju ekki að vera fleiri en 37. Alþingi á ekki að dæma um eigin sök. Síðari kostinn er hægt að útfæra með tvennum hætti. Hægt væri að byrja með autt blað og semja nýja stjórnarskrá frá rótum líkt og Þjóðverjar gerðu 1949 og Suður-Afríkumenn 1994 með erlendri hjálp. Gallinn við þessa aðferð er, að umræðan á stjórnlagaþinginu gæti þá farið út um víðan völl og misst sjónar á tilefni þess, að stjórnlagaþingið var kvatt saman. Tilefnið er hrunið og tengdir veikleikar í stjórnskipuninni. Þess vegna sýnist mér hyggilegra að leggja upp með stjórnarskrána frá 1944 og gera á henni nauðsynlegar breytingar, sem tengjast tilefninu, en láta aðrar breytingar eiga sig að sinni. Samband ríkis og kirkju kemur hruninu til dæmis ekki við. Þess vegna mun það flýta fyrir vinnu stjórnlagaþingsins, ef það eyðir ekki kröftum sínum í umræður um stöðu kirkjunnar. Þá getur stjórnlagaþingið einbeitt sér að því, sem mestu skiptir, og það er að skerpa á þrískiptingu valdsins, endurskoða valdmörk forseta Íslands, uppfæra kaflann um dómskerfið, setja inn ákvæði um stjórnlagadómstól, færa mannréttindaákvæðin fremst í stað þess að hafa þau aftast eins og nú er og kveða skýrt á um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum. Þótt ótrúlegt megi virðast er ekkert ákvæði í stjórnarskránni um Hæstarétt. Alþingi gæti því upp á sitt einsdæmi lagt Hæstarétt niður eins og það fór með Þjóðhagsstofnun. Dómstólarnir þurfa að njóta verndar í stjórnarskránni, og það á einnig við um nokkrar aðrar einstakar stofnanir svo sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið. Stjórnsýslan þarf einnig á sérstökum ákvæðum að halda til að vinda ofan af nápotinu og stjórnmálaspillingunni, sem hefur gegnsýrt embættiskerfið um árabil.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun