Áhrifameiri kjósendur Hjörtur Hjartarson skrifar 24. nóvember 2010 16:30 Sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eitt þeirra er persónukjör. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com. Persónukjör Endurskoða þarf tilhögun alþingiskosninga og auka áhrif kjósenda. Eftir Hrunið kom fram skýr krafa í samfélaginu um persónukjör. Í slíku kjöri felst að almennir kjósendur geti haft meiri eða minni áhrif á það í kosningum hvaða frambjóðendur veljast sem fulltrúar þeirra á Alþingi. Við núverandi skipan eru stjórnmálaflokkarnir nær einráðir um það. Útséð er með að hin gamalgrónu stjórnmálaöfl muni verða við kröfunni um persónukjör. Stjórnlagaþingið verður því að tryggja almennum kjósendum sanngjörn og heillavænleg áhrif í kosningum, að þessu leyti. Fjölmargar aðferðir tíðkast við persónukjör. Í frumvarpi um persónukjör sem síðast sofnaði í þinginu, var gert ráð fyrir að stigið yrði eitt varfærnislegt skref í þá átt að auka áhrif almennra kjósenda á kostnað flokkanna. Í stuttu máli var hugmyndin sú að stjórnmálaflokkar veldu frambjóðendur á lista, eins og venjulega, en að þeir kjósendur sem kysu listann fengju að raða efstu frambjóðendunum í sæti. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að teljast algjört lágmark. - Taka þarf mið af reynslu annarra þjóða af persónukjöri, nýta kostina en varast hætturnar. Stjórnlagþing þarf einnig að taka fyrir almennar leikreglur í kosningabaráttu. Tryggja þarf að peningar og valdaaðstaða ráði ekki úrslitum um hvaða sjónarmið heyrast og verða ofaná í pólitískri umræðu. Huga þarf að lengd kjörtímabils og takmörkun á setu þingmanna á Alþingi og eins sveitarstjórnarmanna í sveitarstjórnum. Tvö fjögurra ára kjörtímabil á Alþingi er hæfilegur tími. Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eitt þeirra er persónukjör. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com. Persónukjör Endurskoða þarf tilhögun alþingiskosninga og auka áhrif kjósenda. Eftir Hrunið kom fram skýr krafa í samfélaginu um persónukjör. Í slíku kjöri felst að almennir kjósendur geti haft meiri eða minni áhrif á það í kosningum hvaða frambjóðendur veljast sem fulltrúar þeirra á Alþingi. Við núverandi skipan eru stjórnmálaflokkarnir nær einráðir um það. Útséð er með að hin gamalgrónu stjórnmálaöfl muni verða við kröfunni um persónukjör. Stjórnlagaþingið verður því að tryggja almennum kjósendum sanngjörn og heillavænleg áhrif í kosningum, að þessu leyti. Fjölmargar aðferðir tíðkast við persónukjör. Í frumvarpi um persónukjör sem síðast sofnaði í þinginu, var gert ráð fyrir að stigið yrði eitt varfærnislegt skref í þá átt að auka áhrif almennra kjósenda á kostnað flokkanna. Í stuttu máli var hugmyndin sú að stjórnmálaflokkar veldu frambjóðendur á lista, eins og venjulega, en að þeir kjósendur sem kysu listann fengju að raða efstu frambjóðendunum í sæti. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að teljast algjört lágmark. - Taka þarf mið af reynslu annarra þjóða af persónukjöri, nýta kostina en varast hætturnar. Stjórnlagþing þarf einnig að taka fyrir almennar leikreglur í kosningabaráttu. Tryggja þarf að peningar og valdaaðstaða ráði ekki úrslitum um hvaða sjónarmið heyrast og verða ofaná í pólitískri umræðu. Huga þarf að lengd kjörtímabils og takmörkun á setu þingmanna á Alþingi og eins sveitarstjórnarmanna í sveitarstjórnum. Tvö fjögurra ára kjörtímabil á Alþingi er hæfilegur tími. Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar