Fjölbreytt atvinnulíf þarf evru Árni Páll Árnason skrifar 1. júlí 2010 07:30 Í umræðum um aðild að ESB tekst oftast að sleppa því að ræða það sem mestu skiptir. Af hverju eru vextir á Íslandi miklu hærri en í nágrannalöndunum, til mikils tjóns fyrir almenning og fyrirtæki? Af hverju þurfum við að búa við verðtryggingu? Af hverju leiðumst við út í ævintýri á borð við gengistryggð lán til að forðast hátt vaxtastig? Af hverju er erlend fjárfesting bundin við álver og aðra stóriðju? Svarið er íslenska krónan. Hún er orsök skuldavanda heimilanna. Sveiflur hennar valda háu vaxtastigi og gera það að verkum að enginn vill veita óverðtryggð krónulán. Það er krónan sem heldur frá landinu fjölbreyttri fjárfestingu og þvingar okkur til einhæfra kosta í atvinnuuppbyggingu. Það er krónan sem kallar á endalaus álver. Sumir nefna nú „sveigjanleika" krónunnar sem kost í efnahagsstjórninni. Sá „sveigjanleiki" er annað orð fyrir kjaraskerðingu. „Sveigjanleikinn" hefur valdið því að kaupmáttur hefur lækkað um 35% og gengistryggðar skuldir um meira en 100%. Lofgjörðin um sveigjanleikann er líkust því að menn lýsi ánægju með húsbruna, vegna þess að hann hækki nú hitastig í nágrenninu og hafi því jákvæð áhrif á loftslagið en horfi fram hjá eyðileggingunni og eignatjóninu sem bruninn veldur. Þegar horft er áratugi til baka dylst engum að tjónið af krónunni er margfalt á við ávinninginn. Krónan þvingar okkur til einhæfari lausna í atvinnumálum. Sveiflur hennar valda því að enginn erlendur fjárfestir treystir sér til að fjárfesta í almennum atvinnurekstri. Einu fjárfestingarkostirnir eru því fjárfesting erlendra auðhringa í stóriðju, því sá rekstur er svo umfangsmikill og stórkarlalegur að stóriðjufyrirtækin byggja í reynd sitt eigið hagkerfi, sem er óháð krónunni. Sveiflur krónunnar valda ómældu tjóni á minni atvinnurekstri. Samkeppnisgreinar kvöldust undan innistæðulausu hágengi krónunnar. Í fersku minni er hvernig vaxtarbroddar hugverkageirans þurftu að flýja land frá 2003-2008. Vöxtur Marels, Össurar og annarra slíkra fyrirtækja fór fram erlendis. Við misstum úr landi vel launuð, græn hátæknistörf vegna krónunnar. Nú þurfum við að byggja til framtíðar. Við viljum fjölbreytt og krefjandi störf í hátæknigreinum og smáiðnaði sem standa undir háum launagreiðslum til metnaðarfulls ungs fólks. Til þess þarf stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og lága verðbólgu. Krónan mun ekki skapa slíkar aðstæður. Hún er ávísun á fábreytta atvinnuhætti og hún veldur því að betur launuð störf flytjast úr landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um aðild að ESB tekst oftast að sleppa því að ræða það sem mestu skiptir. Af hverju eru vextir á Íslandi miklu hærri en í nágrannalöndunum, til mikils tjóns fyrir almenning og fyrirtæki? Af hverju þurfum við að búa við verðtryggingu? Af hverju leiðumst við út í ævintýri á borð við gengistryggð lán til að forðast hátt vaxtastig? Af hverju er erlend fjárfesting bundin við álver og aðra stóriðju? Svarið er íslenska krónan. Hún er orsök skuldavanda heimilanna. Sveiflur hennar valda háu vaxtastigi og gera það að verkum að enginn vill veita óverðtryggð krónulán. Það er krónan sem heldur frá landinu fjölbreyttri fjárfestingu og þvingar okkur til einhæfra kosta í atvinnuuppbyggingu. Það er krónan sem kallar á endalaus álver. Sumir nefna nú „sveigjanleika" krónunnar sem kost í efnahagsstjórninni. Sá „sveigjanleiki" er annað orð fyrir kjaraskerðingu. „Sveigjanleikinn" hefur valdið því að kaupmáttur hefur lækkað um 35% og gengistryggðar skuldir um meira en 100%. Lofgjörðin um sveigjanleikann er líkust því að menn lýsi ánægju með húsbruna, vegna þess að hann hækki nú hitastig í nágrenninu og hafi því jákvæð áhrif á loftslagið en horfi fram hjá eyðileggingunni og eignatjóninu sem bruninn veldur. Þegar horft er áratugi til baka dylst engum að tjónið af krónunni er margfalt á við ávinninginn. Krónan þvingar okkur til einhæfari lausna í atvinnumálum. Sveiflur hennar valda því að enginn erlendur fjárfestir treystir sér til að fjárfesta í almennum atvinnurekstri. Einu fjárfestingarkostirnir eru því fjárfesting erlendra auðhringa í stóriðju, því sá rekstur er svo umfangsmikill og stórkarlalegur að stóriðjufyrirtækin byggja í reynd sitt eigið hagkerfi, sem er óháð krónunni. Sveiflur krónunnar valda ómældu tjóni á minni atvinnurekstri. Samkeppnisgreinar kvöldust undan innistæðulausu hágengi krónunnar. Í fersku minni er hvernig vaxtarbroddar hugverkageirans þurftu að flýja land frá 2003-2008. Vöxtur Marels, Össurar og annarra slíkra fyrirtækja fór fram erlendis. Við misstum úr landi vel launuð, græn hátæknistörf vegna krónunnar. Nú þurfum við að byggja til framtíðar. Við viljum fjölbreytt og krefjandi störf í hátæknigreinum og smáiðnaði sem standa undir háum launagreiðslum til metnaðarfulls ungs fólks. Til þess þarf stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og lága verðbólgu. Krónan mun ekki skapa slíkar aðstæður. Hún er ávísun á fábreytta atvinnuhætti og hún veldur því að betur launuð störf flytjast úr landi.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun