Dylgjað um hið óséða 9. ágúst 2010 06:00 Nokkuð óvenjuleg grein birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Hún er eftir varaþingmann Samfylkingarinnar, Önnu Margréti Guðjónsdóttur, og fjallar um skrif mín í Morgunblaðinu sem ekki eru skýrð en harðlega fordæmd, sagt er að þau séu ekki málefnaleg og „kalli því ekki á málefnaleg viðbrögð"! Skrif mín lýsi „undarlegum" viðhorfum og veki „ónotatilfinningu" sem hafi „trúlega verið markmiðið". Anna Margrét er sjálfri sér samkvæm um að bregðast ekki við málefnalega og skilur hún lesendur, sem ekki þekkja skrif mín, eftir í lausu lofti en með þá tilfinningu að ég hafi sagt eitthvað sem ekki megi segja. Ég ætla í fullri hógværð að leyfa mér að halda því fram að skrif mín hafi verið málefnaleg og leyfi ég mér að óska eftir viðbrögðum á slíkum nótum. Málavextir eru í grófum dráttum þessir: Síðastliðinn fimmtudag birtist eftir mig grein í Morgunblaðinu þar sem ég fjallaði um Ísland og Evrópusambandið. Lagði ég út af grein eftir Herman Van Rompuy, forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem birst hafði í sama blaði. Þótti mér grein forsetans endurspegla framtíðarsýn sem minnti óþægilega á stórveldisóra nýlendutímans þegar Evrópuríki ráku harðsvíraða eiginhagsmunastefnu gagnvart öðrum heimshlutum, brutu heilar heimsálfur undir sig um leið og þeir dásömuðu eigið ágæti. Þessi saga er nú ekki alveg liðin tíð eins og ég kem að síðar. Áhrif í húfiVan Rompuy dró í grein sinni upp mynd af stórveldi með hálfan milljarð íbúa „sem deildu fortíð og framtíð" á svæði sem spannaði „frá Finnlandi til Portúgals og Írlandi til Rúmeníu". Í greininni var höfðað til sérstöðu Evrópumanna vegna velsældar þeirra. „Leyfið mér að minna ykkur á hvað við erum að verja. Evrópubúar njóta forréttinda í heiminum. Við erum mesta viðskiptaveldi heims. Þetta er árangur, sem vert er að vera stoltur af. Hann sýnir einstaka getu okkar til að þróast og tryggja um leið arfleifð okkar. Við höfum enn getuna til þess. Í breytilegum heimi eru hins vegar önnur svæði tilbúin til að gera betur en við efnahagslega. Störf okkar og áhrif eru í húfi." Hér er talað skýrt og tæpitungulaust. Það gerði ég líka í minni grein og sagði m.a. að menn gætu haft „hvaða skoðun sem þeir vilja á Evrópusambandinu og hvort við eigum heima þar innandyra eða utan. En ég frábið hins vegar framvegis að við sem leyfum okkur að vísa til sameiginlegra hagsmuna Íslendinga þegar auðlindir og nýting þeirra er annars vegar eða veltum því fyrir okkur hvaða fyrirkomulag sé líklegast til að tryggja bein lýðræðisleg áhrif þjóðarinnar, séum sökuð um að vera haldin einhverri annarlegri rembu á sama tíma og svona boðskapur er básúnaður. Kannski það fari að renna upp fyrir einhverjum að raunveruleg ástæða er til að íhuga í alvöru hvernig við best verjum auðlindir okkar og lýðræðið gegn ásælni miðstýrðra stórveldahagsmuna! Einhvers staðar sást í blaði nýlega að ráðamenn væru vongóðir um að verja mætti auðlindir Íslands í samningum við ESB. En hvers vegna skyldum við yfirleitt vilja fórna auðlindum okkar og forræði yfir samfélagi okkar ef ávinningur er enginn sýnilegur annar en að fá að vera þátttakandi í nýju stórríki? Gamalkunnugt ráð, vel þekkt úr nýlendusögunni, er að draga upp mynd af glæstu stórveldi þar sem „við sem erum saman" stöndum keik gegn „öllum hinum". Þetta er að mínu mati röng uppsetning. Spyrja þarf hvort sé vænlegra fyrir okkur - sem erum þrjú hundruð þúsund talsins - að taka þátt í alþjóðasamstarfi sem neytendur á evrópskum stórmarkaði með takmörkuð lýðræðisleg áhrif, eða efla okkur sem fullvalda ríki sem á í samskiptum við önnur ríki með beinni aðkomu að samningum um öll okkar mikilvægustu mál - þar á meðal ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, okkar dýrmætasta fjársjóðs? Hvers vegna ættum við að fórna þessari úrvalsstöðu? Ég hef skilning á því sjónarmiði að ósanngjarnt sé að eins lítið samfélag og okkar skuli njóta þeirra forréttinda sem við gerum. En mér er það hins vegar fullkomlega óskiljanlegt að það skulum vera við sjálf sem bjóðumst til að láta réttindin af hendi - ekki í anda réttlætis eða jafnaðarmennsku, heldur bara til að fá að vera með! Hverju barni er það nú augljóst að Evrópusambandið sækir það fast að fá okkur inn enda augljósir hagsmunir í breyttri heimsmynd. Þá breyttu heimsmynd sjá Kínverjar líka greinilega fyrir sér og er það engin tilviljun hve fyrirferðarmiklir þeir eru að verða hér á landi. Það sem við þurfum á að halda er að horfa ískalt á það hvernig hagsmunum okkar verður best borgið í gerbreyttum heimi. Ég er þeirrar skoðunar að það gerum við best með því að halda þétt utan um auðlindirnar og hafa síðan heiminn allan undir sem markað og samstarfsvettvang í stað þess að múra okkur inni í enn einum evrópskum stórveldisdraumnum." Það sem fór fyrir brjóstiðÞað sem fór mest fyrir brjóstið á þeim sem gagnrýnt hafa grein mína, því Anna Margét Guðjónsdóttir er ekki ein á báti, er einkum tvennt. Í fyrsta lagi að ég notaði hugtakið lífsrými, í því samhengi að Evrópusambandið sæktist eftir því að stækka áhrifasvæði sitt og síðan hitt að ég varaði við því að Íslendingar létu glepjast af fjárveitingum sem þegar hafa verið boðaðar til að liðka fyrir í „aðlögunarferlinu" sem nú á sér stað, áður en ákvörðun er tekin um aðild, nokkuð sem ég hef gagnrýnt og varað við áður, meðal annars á síðum þessa blaðs. Sagan kennir að frá örófi alda hafa staðið átök um auðlindir heimsins og er augljóst dæmi um slíkt ekki fjær okkur í tímanum en Íraksstríðið sem snýst um eignarhald og ráðstöfun á hinu svarta gulli Austurlanda, olíunni. Í þeim átökum komu við sögu á tíunda áratugnum og uppúr aldamótum, olíuhagsmunir, bandarískir, breskir, kínverskir, franskir, japanskir og rússneskir. Allir áttu það sammerkt að vilja láta hið pólitíska vald rýma til fyrir hagsmunum sínum sem síðan var gert með innrás í þágu bandarískra og breskra olíuhagsmuna. Þetta er veruleiki sem ég hef varið starfsævi minni í að grandskoða, sem sagnfræðingur, fréttamaður og stjórnmálamaður og er tilbúinn að ræða hvar og hvenær sem er á málefnalegum forsendum. Egill Helgason, fjölmiðlamaður, skrifar pistil á Eyjuna sem hann nefnir Reductio ad Hitlerum en þar sakar hann mig um að reyna að beina umræðunni inn í þann farveg að Evrópusambandið sé eins konar framhandleggur á nasismanum þar sem ég hafi notað hugtakið lífsrými sem nasistum hafi verið tamt að gera! Þetta er útí hött en Agli vil ég óska til hamingju með að ná nokkrum árangri við að gera einmitt það sem hann ranglega sakar mig um: Að beina umræðunni að Adólf Hitler og nasima. Umræðu um hagsmunayfirgang stórvelda og auðvalds er drepið á dreif en við látnir hanga í einni spyrðu, Adólf og undirritaður. Annars er það mín tilfinning að mest hafi farið fyrir brjóstið á áköfum fylgjendum ESB-aðildar að ég skuli í skrifum mínum hafa minnt á hlutskipti indíána Norður-Ameríku sem létu sumir hverjir glepjast af „góðum gjöfum" sem þegar upp var staðið reyndust gagnslausar eftir að þeir höfðu glatað forræði yfir samfélagi sínu og auðlindum. Að lokum þetta: Ræðum ESB-aðild, sem annað, tæpitungulaust en málefnalega. Þá verður líka að virða þá lágmarkskröfu að þegar fjallað er um þriðja aðila gengur ekki að lesandinn fái ekkert að vita um málsrök hans, aðeins sagt að þau hafi valdið „ónotatilfinningu"! Þetta gerði Anna Margrét Guðjónsdóttir hér í blaðinu sem fyrr segir. Hún dylgjaði um skrif sem margir lesendur Fréttablaðsins þekktu ekki af öðru en einkunnagjöf hennar. Svolítið ónotalegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð óvenjuleg grein birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Hún er eftir varaþingmann Samfylkingarinnar, Önnu Margréti Guðjónsdóttur, og fjallar um skrif mín í Morgunblaðinu sem ekki eru skýrð en harðlega fordæmd, sagt er að þau séu ekki málefnaleg og „kalli því ekki á málefnaleg viðbrögð"! Skrif mín lýsi „undarlegum" viðhorfum og veki „ónotatilfinningu" sem hafi „trúlega verið markmiðið". Anna Margrét er sjálfri sér samkvæm um að bregðast ekki við málefnalega og skilur hún lesendur, sem ekki þekkja skrif mín, eftir í lausu lofti en með þá tilfinningu að ég hafi sagt eitthvað sem ekki megi segja. Ég ætla í fullri hógværð að leyfa mér að halda því fram að skrif mín hafi verið málefnaleg og leyfi ég mér að óska eftir viðbrögðum á slíkum nótum. Málavextir eru í grófum dráttum þessir: Síðastliðinn fimmtudag birtist eftir mig grein í Morgunblaðinu þar sem ég fjallaði um Ísland og Evrópusambandið. Lagði ég út af grein eftir Herman Van Rompuy, forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem birst hafði í sama blaði. Þótti mér grein forsetans endurspegla framtíðarsýn sem minnti óþægilega á stórveldisóra nýlendutímans þegar Evrópuríki ráku harðsvíraða eiginhagsmunastefnu gagnvart öðrum heimshlutum, brutu heilar heimsálfur undir sig um leið og þeir dásömuðu eigið ágæti. Þessi saga er nú ekki alveg liðin tíð eins og ég kem að síðar. Áhrif í húfiVan Rompuy dró í grein sinni upp mynd af stórveldi með hálfan milljarð íbúa „sem deildu fortíð og framtíð" á svæði sem spannaði „frá Finnlandi til Portúgals og Írlandi til Rúmeníu". Í greininni var höfðað til sérstöðu Evrópumanna vegna velsældar þeirra. „Leyfið mér að minna ykkur á hvað við erum að verja. Evrópubúar njóta forréttinda í heiminum. Við erum mesta viðskiptaveldi heims. Þetta er árangur, sem vert er að vera stoltur af. Hann sýnir einstaka getu okkar til að þróast og tryggja um leið arfleifð okkar. Við höfum enn getuna til þess. Í breytilegum heimi eru hins vegar önnur svæði tilbúin til að gera betur en við efnahagslega. Störf okkar og áhrif eru í húfi." Hér er talað skýrt og tæpitungulaust. Það gerði ég líka í minni grein og sagði m.a. að menn gætu haft „hvaða skoðun sem þeir vilja á Evrópusambandinu og hvort við eigum heima þar innandyra eða utan. En ég frábið hins vegar framvegis að við sem leyfum okkur að vísa til sameiginlegra hagsmuna Íslendinga þegar auðlindir og nýting þeirra er annars vegar eða veltum því fyrir okkur hvaða fyrirkomulag sé líklegast til að tryggja bein lýðræðisleg áhrif þjóðarinnar, séum sökuð um að vera haldin einhverri annarlegri rembu á sama tíma og svona boðskapur er básúnaður. Kannski það fari að renna upp fyrir einhverjum að raunveruleg ástæða er til að íhuga í alvöru hvernig við best verjum auðlindir okkar og lýðræðið gegn ásælni miðstýrðra stórveldahagsmuna! Einhvers staðar sást í blaði nýlega að ráðamenn væru vongóðir um að verja mætti auðlindir Íslands í samningum við ESB. En hvers vegna skyldum við yfirleitt vilja fórna auðlindum okkar og forræði yfir samfélagi okkar ef ávinningur er enginn sýnilegur annar en að fá að vera þátttakandi í nýju stórríki? Gamalkunnugt ráð, vel þekkt úr nýlendusögunni, er að draga upp mynd af glæstu stórveldi þar sem „við sem erum saman" stöndum keik gegn „öllum hinum". Þetta er að mínu mati röng uppsetning. Spyrja þarf hvort sé vænlegra fyrir okkur - sem erum þrjú hundruð þúsund talsins - að taka þátt í alþjóðasamstarfi sem neytendur á evrópskum stórmarkaði með takmörkuð lýðræðisleg áhrif, eða efla okkur sem fullvalda ríki sem á í samskiptum við önnur ríki með beinni aðkomu að samningum um öll okkar mikilvægustu mál - þar á meðal ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, okkar dýrmætasta fjársjóðs? Hvers vegna ættum við að fórna þessari úrvalsstöðu? Ég hef skilning á því sjónarmiði að ósanngjarnt sé að eins lítið samfélag og okkar skuli njóta þeirra forréttinda sem við gerum. En mér er það hins vegar fullkomlega óskiljanlegt að það skulum vera við sjálf sem bjóðumst til að láta réttindin af hendi - ekki í anda réttlætis eða jafnaðarmennsku, heldur bara til að fá að vera með! Hverju barni er það nú augljóst að Evrópusambandið sækir það fast að fá okkur inn enda augljósir hagsmunir í breyttri heimsmynd. Þá breyttu heimsmynd sjá Kínverjar líka greinilega fyrir sér og er það engin tilviljun hve fyrirferðarmiklir þeir eru að verða hér á landi. Það sem við þurfum á að halda er að horfa ískalt á það hvernig hagsmunum okkar verður best borgið í gerbreyttum heimi. Ég er þeirrar skoðunar að það gerum við best með því að halda þétt utan um auðlindirnar og hafa síðan heiminn allan undir sem markað og samstarfsvettvang í stað þess að múra okkur inni í enn einum evrópskum stórveldisdraumnum." Það sem fór fyrir brjóstiðÞað sem fór mest fyrir brjóstið á þeim sem gagnrýnt hafa grein mína, því Anna Margét Guðjónsdóttir er ekki ein á báti, er einkum tvennt. Í fyrsta lagi að ég notaði hugtakið lífsrými, í því samhengi að Evrópusambandið sæktist eftir því að stækka áhrifasvæði sitt og síðan hitt að ég varaði við því að Íslendingar létu glepjast af fjárveitingum sem þegar hafa verið boðaðar til að liðka fyrir í „aðlögunarferlinu" sem nú á sér stað, áður en ákvörðun er tekin um aðild, nokkuð sem ég hef gagnrýnt og varað við áður, meðal annars á síðum þessa blaðs. Sagan kennir að frá örófi alda hafa staðið átök um auðlindir heimsins og er augljóst dæmi um slíkt ekki fjær okkur í tímanum en Íraksstríðið sem snýst um eignarhald og ráðstöfun á hinu svarta gulli Austurlanda, olíunni. Í þeim átökum komu við sögu á tíunda áratugnum og uppúr aldamótum, olíuhagsmunir, bandarískir, breskir, kínverskir, franskir, japanskir og rússneskir. Allir áttu það sammerkt að vilja láta hið pólitíska vald rýma til fyrir hagsmunum sínum sem síðan var gert með innrás í þágu bandarískra og breskra olíuhagsmuna. Þetta er veruleiki sem ég hef varið starfsævi minni í að grandskoða, sem sagnfræðingur, fréttamaður og stjórnmálamaður og er tilbúinn að ræða hvar og hvenær sem er á málefnalegum forsendum. Egill Helgason, fjölmiðlamaður, skrifar pistil á Eyjuna sem hann nefnir Reductio ad Hitlerum en þar sakar hann mig um að reyna að beina umræðunni inn í þann farveg að Evrópusambandið sé eins konar framhandleggur á nasismanum þar sem ég hafi notað hugtakið lífsrými sem nasistum hafi verið tamt að gera! Þetta er útí hött en Agli vil ég óska til hamingju með að ná nokkrum árangri við að gera einmitt það sem hann ranglega sakar mig um: Að beina umræðunni að Adólf Hitler og nasima. Umræðu um hagsmunayfirgang stórvelda og auðvalds er drepið á dreif en við látnir hanga í einni spyrðu, Adólf og undirritaður. Annars er það mín tilfinning að mest hafi farið fyrir brjóstið á áköfum fylgjendum ESB-aðildar að ég skuli í skrifum mínum hafa minnt á hlutskipti indíána Norður-Ameríku sem létu sumir hverjir glepjast af „góðum gjöfum" sem þegar upp var staðið reyndust gagnslausar eftir að þeir höfðu glatað forræði yfir samfélagi sínu og auðlindum. Að lokum þetta: Ræðum ESB-aðild, sem annað, tæpitungulaust en málefnalega. Þá verður líka að virða þá lágmarkskröfu að þegar fjallað er um þriðja aðila gengur ekki að lesandinn fái ekkert að vita um málsrök hans, aðeins sagt að þau hafi valdið „ónotatilfinningu"! Þetta gerði Anna Margrét Guðjónsdóttir hér í blaðinu sem fyrr segir. Hún dylgjaði um skrif sem margir lesendur Fréttablaðsins þekktu ekki af öðru en einkunnagjöf hennar. Svolítið ónotalegt.
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar