Margir mánuðir í að Illugi snúi aftur á þing Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2010 18:48 Illugi Gunnarsson alþingismaður segist ekki vilja hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en það leiki ekki neinn vafi á hans störfum í þágu almennings. Margir mánuðir gætu verið í það því rannsókn sérstaks saksóknara á sjóðum Glitnis er á algjöru frumstigi. Hinn 20. febrúar 2007 var Illugi skipaður í stjórn Glitnis sjóða og var stjórnarmaður í Sjóði 9 hjá Glitni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram gagnrýni á fjárfestingar sjóðsins og þar segir að raunverulegar fjárfestingar hafi ekki verið í nokkru samræmi við auglýsta fjárfestingarstefnu. Í kjölfar þess að rannsóknarnefnd Alþingis ákvað að vísa málum tengdum peningamarkaðssjóðunum til ríkissaksóknara sem vísaði málinu áfram til sérstaks saksóknara ákvað Illugi hinn 16. apríl síðastliðinn að taka sér leyfi frá þingstörfum á meðan rannsókn á málefnum sjóða Glitnis stæði yfir. Illugi var framsögumaður á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í morgun. Hann segir óvíst hvenær hann taki sæti á þingi og segist ekki hafa reynt að ýta á að rannsókn á sjóði 9 verði flýtt. Illugi, þú tókst þér leyfi frá þingstörfum, hver er staðan á þessari rannsókn? „Nú veit ég það ekki. Þetta var prinsipp ákvörðun hjá mér að þegar það var tekin ákvörðun að senda mál peningamarkaðssjóðanna allra, samkvæmt tillögu rannsóknarnefndar Alþingis, til sérstaks saksóknara til skoðunar þá taldi ég að það væri rétt að ég myndi víkja frá á meðan. Ég bíð eftir því og vona að það gangi sem hraðast. Ég vil auðvitað, og vænti þess, að það verði farið vel yfir þessi mál þannig að þetta liggi allt skýrt fyrir því ég vil ekki hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en þessi mál eru öll frágengin þannig að það leiki enginn vafi á mínum störfum í þágu almennings," segir Illugi Gunnarsson. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara er rannsókn á málefnum peningamarkaðssjóðanna á frumstigi. Það gætu því verið margir mánuðir í að rannsókninni ljúki. Þá fengust þær upplýsingar að Illugi hefði ekki með neinum hætti reynt að hafa áhrif á hraða eða framvindu rannsóknarinnar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Illugi Gunnarsson alþingismaður segist ekki vilja hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en það leiki ekki neinn vafi á hans störfum í þágu almennings. Margir mánuðir gætu verið í það því rannsókn sérstaks saksóknara á sjóðum Glitnis er á algjöru frumstigi. Hinn 20. febrúar 2007 var Illugi skipaður í stjórn Glitnis sjóða og var stjórnarmaður í Sjóði 9 hjá Glitni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram gagnrýni á fjárfestingar sjóðsins og þar segir að raunverulegar fjárfestingar hafi ekki verið í nokkru samræmi við auglýsta fjárfestingarstefnu. Í kjölfar þess að rannsóknarnefnd Alþingis ákvað að vísa málum tengdum peningamarkaðssjóðunum til ríkissaksóknara sem vísaði málinu áfram til sérstaks saksóknara ákvað Illugi hinn 16. apríl síðastliðinn að taka sér leyfi frá þingstörfum á meðan rannsókn á málefnum sjóða Glitnis stæði yfir. Illugi var framsögumaður á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í morgun. Hann segir óvíst hvenær hann taki sæti á þingi og segist ekki hafa reynt að ýta á að rannsókn á sjóði 9 verði flýtt. Illugi, þú tókst þér leyfi frá þingstörfum, hver er staðan á þessari rannsókn? „Nú veit ég það ekki. Þetta var prinsipp ákvörðun hjá mér að þegar það var tekin ákvörðun að senda mál peningamarkaðssjóðanna allra, samkvæmt tillögu rannsóknarnefndar Alþingis, til sérstaks saksóknara til skoðunar þá taldi ég að það væri rétt að ég myndi víkja frá á meðan. Ég bíð eftir því og vona að það gangi sem hraðast. Ég vil auðvitað, og vænti þess, að það verði farið vel yfir þessi mál þannig að þetta liggi allt skýrt fyrir því ég vil ekki hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en þessi mál eru öll frágengin þannig að það leiki enginn vafi á mínum störfum í þágu almennings," segir Illugi Gunnarsson. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara er rannsókn á málefnum peningamarkaðssjóðanna á frumstigi. Það gætu því verið margir mánuðir í að rannsókninni ljúki. Þá fengust þær upplýsingar að Illugi hefði ekki með neinum hætti reynt að hafa áhrif á hraða eða framvindu rannsóknarinnar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira