Eygló Harðardóttir: Ekki stórasta landið Eygló Harðardóttir skrifar 24. apríl 2010 10:29 Ísland er smáríki. Íbúar eru um 320 þúsund, við höfum engan her og takmarkaðar auðlindir. Mannfjöldi og landsframleiðsla eru á við starfsmannafjölda og veltu meðalstórs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir virðumst við eiga mjög erfitt með að horfast í augu við þær. Á undanförnum árum höfum við aldrei stoppað og spurt okkur sjálf hvað það er nákvæmlega sem smáríki getur gert. Getur smáríki leyft bönkum að opna útibú erlendis? Getur smáríki leyft sér að vera með kauphöll og hlutabréfamarkað? Getur smáríki sinnt þeim skuldbindingum sem aðild að ESB og jafnvel EES felur í sér? Þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum árið 1994 urðu miklar breytingar á lagaumhverfinu á Íslandi, ekki hvað síst á starfsháttum fjármálafyrirtækja. Með aðild að EES skuldbundum við okkur til að taka upp ýmsar tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins. Oft hefur verið fullyrt að okkur sé skylt að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins beint og engar undanþágur séu frá því. Það er ekki alls kostar rétt, því fjölmargar tilskipanir Evrópusambandsins fela aðeins í sér lágmarkssamræmingu á tilteknum reglum. Í samanburði rannsóknarnefndarinnar á innleiðingu löggjafar ESB hérlendis og í öðrum löndum segir að munurinn liggi helst í því að við virðumst hafa innleitt löggjöf ESB orðrétt og gagnrýnislaust. Engar strangari reglur voru settar hér og engar séraðlaganir voru að íslenskum aðstæðum. Í öllum hinum löndunum mátti finna einhvers konar séraðlaganir, strangari reglur sem endurspegluðu reynslu viðkomandi landa af fyrri efnahagsáföllum og þekkingu á eigin samfélagi. Af hverju var það svo? Almenna söguskýringin virðist vera að svona hafi menn bara viljað hafa þetta. Opna allar gáttir, sleppa öllu lausu og láta frjálshyggjuna ríða röftum. Myndin er að mínu mati aðeins flóknari. Flestir eru nú á einu máli að setja þurfi skýrari reglur og koma böndum á markaðsöflin. Samt erum við enn í dag að innleiða löggjöf ESB nánast beint inn í íslensk lög. Lítil vinna fer í að bera saman lagafrumvörp okkar við löggjöf nágrannalandanna og enginn virðist hafa tíma til að spyrja grundvallarspurninga um hvað smæð landsins leyfir okkur að gera og hvað ekki. Flækjustig í löggjöf og stjórnsýslu í nútímasamfélagi er mjög mikið og sem dæmi hafa ráðherrar á núverandi löggjafarþingi lagt fram tæplega 150 frumvörp. Á Alþingi starfa 12 fastanefndir og verkefnum nefndanna sinna 9 nefndarritarar og þar af sinna tveir þeirra aðeins fjárlaganefnd. Nefndarritarar sinna jafnframt þingmannamálum og eiga að vera þingmönnum til aðstoðar við að leggja fram frumvörp og þingsályktanir og öllum má ljóst vera að nefndarsviðið er verulega undirmannað. Staðan er ekki betri í ráðuneytunum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að stjórnkerfið, hvort heldur er ráðuneytin eða Alþingi, hefur ekki ráðið við þau gríðarlegu verkefni sem m.a. fylgdi aðildinni að EES. Við sáum ekki veikleika okkar og forgangsröðuðum því ekki. Við gerðum aldrei upp við okkur hvaða verkefni við töldum nauðsynlegt að leysa á eigin spýtur, sem sjálfstæð þjóð og hvaða verkefnum við gætum betur sinnt í samstarfi við nágrannaþjóðir okkar? Við þurfum að forgangsraða og horfast í augu við veikleika okkar. Aðeins þannig getur eitt litlasta land í heimi dafnað um ókomna framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland er smáríki. Íbúar eru um 320 þúsund, við höfum engan her og takmarkaðar auðlindir. Mannfjöldi og landsframleiðsla eru á við starfsmannafjölda og veltu meðalstórs fyrirtækis í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir virðumst við eiga mjög erfitt með að horfast í augu við þær. Á undanförnum árum höfum við aldrei stoppað og spurt okkur sjálf hvað það er nákvæmlega sem smáríki getur gert. Getur smáríki leyft bönkum að opna útibú erlendis? Getur smáríki leyft sér að vera með kauphöll og hlutabréfamarkað? Getur smáríki sinnt þeim skuldbindingum sem aðild að ESB og jafnvel EES felur í sér? Þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum árið 1994 urðu miklar breytingar á lagaumhverfinu á Íslandi, ekki hvað síst á starfsháttum fjármálafyrirtækja. Með aðild að EES skuldbundum við okkur til að taka upp ýmsar tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins. Oft hefur verið fullyrt að okkur sé skylt að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins beint og engar undanþágur séu frá því. Það er ekki alls kostar rétt, því fjölmargar tilskipanir Evrópusambandsins fela aðeins í sér lágmarkssamræmingu á tilteknum reglum. Í samanburði rannsóknarnefndarinnar á innleiðingu löggjafar ESB hérlendis og í öðrum löndum segir að munurinn liggi helst í því að við virðumst hafa innleitt löggjöf ESB orðrétt og gagnrýnislaust. Engar strangari reglur voru settar hér og engar séraðlaganir voru að íslenskum aðstæðum. Í öllum hinum löndunum mátti finna einhvers konar séraðlaganir, strangari reglur sem endurspegluðu reynslu viðkomandi landa af fyrri efnahagsáföllum og þekkingu á eigin samfélagi. Af hverju var það svo? Almenna söguskýringin virðist vera að svona hafi menn bara viljað hafa þetta. Opna allar gáttir, sleppa öllu lausu og láta frjálshyggjuna ríða röftum. Myndin er að mínu mati aðeins flóknari. Flestir eru nú á einu máli að setja þurfi skýrari reglur og koma böndum á markaðsöflin. Samt erum við enn í dag að innleiða löggjöf ESB nánast beint inn í íslensk lög. Lítil vinna fer í að bera saman lagafrumvörp okkar við löggjöf nágrannalandanna og enginn virðist hafa tíma til að spyrja grundvallarspurninga um hvað smæð landsins leyfir okkur að gera og hvað ekki. Flækjustig í löggjöf og stjórnsýslu í nútímasamfélagi er mjög mikið og sem dæmi hafa ráðherrar á núverandi löggjafarþingi lagt fram tæplega 150 frumvörp. Á Alþingi starfa 12 fastanefndir og verkefnum nefndanna sinna 9 nefndarritarar og þar af sinna tveir þeirra aðeins fjárlaganefnd. Nefndarritarar sinna jafnframt þingmannamálum og eiga að vera þingmönnum til aðstoðar við að leggja fram frumvörp og þingsályktanir og öllum má ljóst vera að nefndarsviðið er verulega undirmannað. Staðan er ekki betri í ráðuneytunum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að stjórnkerfið, hvort heldur er ráðuneytin eða Alþingi, hefur ekki ráðið við þau gríðarlegu verkefni sem m.a. fylgdi aðildinni að EES. Við sáum ekki veikleika okkar og forgangsröðuðum því ekki. Við gerðum aldrei upp við okkur hvaða verkefni við töldum nauðsynlegt að leysa á eigin spýtur, sem sjálfstæð þjóð og hvaða verkefnum við gætum betur sinnt í samstarfi við nágrannaþjóðir okkar? Við þurfum að forgangsraða og horfast í augu við veikleika okkar. Aðeins þannig getur eitt litlasta land í heimi dafnað um ókomna framtíð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun