Að vera stjórnandi á heimili og í leikskóla Nichole Leigh Mosty skrifar 29. desember 2010 05:30 Nýtt ár er handan við hornið, og ég sem stjórnandi í leikskóla í Reykjavíkurborg bíð eftir uppsagnarbréfi. Ég er einnig tveggja barna móðir með eitt barn sem nú þegar er í leikskóla og annað sem enn er á biðlista. Ég bíð og hugsa um framtíðina bæði fyrir mig sem fagmenntaðan, metnaðarfullan og reyndan leikskólakennara og um leið einnig um börnin mín sem eru háð því umhverfi sem borgarráð ætlar að búa þeim í skólanum. Eins og er vitað hefur borgarráð sett af stað „starfshóp um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila". Tilgangurinn er að kanna möguleika á samrekstri stofnana sem hafa með uppeldi og menntun ungra barna að gera. Þegar Jón Gnarr kynnti fjárhagsáætlunina sagði hann að enginn mundi „missa vinnu" í skólakerfinu. Hann sagði heldur ekki hvað borgin ætlaði að gera við okkur stjórnendur sem yrði sagt upp. Er hugsunin sú að stjórnendur í leikskólunum, sem eru sérhæfðir í að vinna að málum barna á aldursbilinu 0-6 ára, að foreldrasamstarfi, með máltöku yngstu barnanna, við áætlanagerð, námskrárgerð og framkvæmd hennar, við flókið starfsmannahald, ásamt fleiri verkefnum, fari til dæmis að vinna á frístundaheimili eftir að hafa verið sagt upp starfinu í leikskólanum? Ég spyr bæði sem foreldri og stjórnandi í leikskóla Er líklegt að það sé góður kostur að yngstu börn borgarinnar fari inn í stærri kerfi? Er það vænlegt svar við fjárhagsvanda borgarinnar að fækka fagfólki sem vinnur með börnunum mínum? Fagfólki sem hefur ákveðið að vinna með leikskólabörnum og menntað sig til þess? Ég veit sem foreldri að á hverjum degi þegar ég skil strákinn minn eftir í leikskólanum líður honum vel. Leikskólakennarinn sem tekur á móti honum er eins og ég, einnig aðstoðarleikskólastjóri. Hún sér vel til þess að hann og öll börnin á hennar deild njóti faglegra vinnubragða sem örva margvíslegan þroska þeirra: Málþroska, hreyfiþroska, félagslegan þroska, sköpunarhæfni og sjálfræði er sinnt markvisst á hverjum degi. Ég verð mjög ósátt sem foreldri ef þessum stjórnanda verður sagt upp því það er alls óvíst að nokkur með sömu menntun, metnað og hæfni komi í stað hennar. Sem stjórnandi í leikskóla spyr ég borgaryfirvöld hvers vegna þau telja að vert sé að spara enn í leikskólarekstri? Leikskólar eru ekki reknir án skynsemi. Leikskólastarfsfólk nýtur ekki mikilla fríðinda, leikskólastjórum er ekki borguð yfirvinna og yfirvinna alls starfsfólks leikskóla hefur verið skorin niður. Við bjóðum ekki upp á áfengi þegar starfsfólk hittist t.d. á jólagleði, við gefum ekki starfsfólki jólagjafir sem greiddar eru af borginni og svona má áfram telja. Mestur kostnaður í rekstri leikskóla liggur í launum starfsfólks. Flest störfin í leikskólum eru þó illa launuð og þau eru unnin af konum. Hvert leikskólasamfélag er einstakt. Ég vil að skoðað verði hvernig hver leikskóli er sérstakur hvað varðar starf og menningu. Stjórnendum sem hefur tekist að halda utan um og leiða faglegt starf í leikskólunum ætti ekki að segja upp. Með því tel ég að hætta sé á tapi en ekki ávinningi á nokkurn hátt. Af hverju er ekki leitað til okkar um hvað við viljum og þolum? Af hverju er ekki komið fram við okkur eins og við séum neytendur leikskólaþjónustunnar sem varðar það dýrmætasta sem við eigum? Er það kannski hluti af breytingaferlinu, að segja ekki of mikið fyrr en það er of seint fyrir fólk að segja „nei, við viljum þetta ekki"? Það er mikilvægt að hugsa vel um framtíð barnanna í borginni, um framtíð leikskólanna og einnig framtíð fagfólksins sem vinnur á leikskólunum. Það er mikilvægt að krefjast upplýsinga og umræðna því við þurfum að fá tækifæri til að búa svörin til saman. Borgarráð á ekki að svara en hlusta. Pólitískar forsendur breytast en börn, foreldrar og starfsfólk þurfa nú sem áður leikskóla með sterkum stjórnendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Nýtt ár er handan við hornið, og ég sem stjórnandi í leikskóla í Reykjavíkurborg bíð eftir uppsagnarbréfi. Ég er einnig tveggja barna móðir með eitt barn sem nú þegar er í leikskóla og annað sem enn er á biðlista. Ég bíð og hugsa um framtíðina bæði fyrir mig sem fagmenntaðan, metnaðarfullan og reyndan leikskólakennara og um leið einnig um börnin mín sem eru háð því umhverfi sem borgarráð ætlar að búa þeim í skólanum. Eins og er vitað hefur borgarráð sett af stað „starfshóp um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila". Tilgangurinn er að kanna möguleika á samrekstri stofnana sem hafa með uppeldi og menntun ungra barna að gera. Þegar Jón Gnarr kynnti fjárhagsáætlunina sagði hann að enginn mundi „missa vinnu" í skólakerfinu. Hann sagði heldur ekki hvað borgin ætlaði að gera við okkur stjórnendur sem yrði sagt upp. Er hugsunin sú að stjórnendur í leikskólunum, sem eru sérhæfðir í að vinna að málum barna á aldursbilinu 0-6 ára, að foreldrasamstarfi, með máltöku yngstu barnanna, við áætlanagerð, námskrárgerð og framkvæmd hennar, við flókið starfsmannahald, ásamt fleiri verkefnum, fari til dæmis að vinna á frístundaheimili eftir að hafa verið sagt upp starfinu í leikskólanum? Ég spyr bæði sem foreldri og stjórnandi í leikskóla Er líklegt að það sé góður kostur að yngstu börn borgarinnar fari inn í stærri kerfi? Er það vænlegt svar við fjárhagsvanda borgarinnar að fækka fagfólki sem vinnur með börnunum mínum? Fagfólki sem hefur ákveðið að vinna með leikskólabörnum og menntað sig til þess? Ég veit sem foreldri að á hverjum degi þegar ég skil strákinn minn eftir í leikskólanum líður honum vel. Leikskólakennarinn sem tekur á móti honum er eins og ég, einnig aðstoðarleikskólastjóri. Hún sér vel til þess að hann og öll börnin á hennar deild njóti faglegra vinnubragða sem örva margvíslegan þroska þeirra: Málþroska, hreyfiþroska, félagslegan þroska, sköpunarhæfni og sjálfræði er sinnt markvisst á hverjum degi. Ég verð mjög ósátt sem foreldri ef þessum stjórnanda verður sagt upp því það er alls óvíst að nokkur með sömu menntun, metnað og hæfni komi í stað hennar. Sem stjórnandi í leikskóla spyr ég borgaryfirvöld hvers vegna þau telja að vert sé að spara enn í leikskólarekstri? Leikskólar eru ekki reknir án skynsemi. Leikskólastarfsfólk nýtur ekki mikilla fríðinda, leikskólastjórum er ekki borguð yfirvinna og yfirvinna alls starfsfólks leikskóla hefur verið skorin niður. Við bjóðum ekki upp á áfengi þegar starfsfólk hittist t.d. á jólagleði, við gefum ekki starfsfólki jólagjafir sem greiddar eru af borginni og svona má áfram telja. Mestur kostnaður í rekstri leikskóla liggur í launum starfsfólks. Flest störfin í leikskólum eru þó illa launuð og þau eru unnin af konum. Hvert leikskólasamfélag er einstakt. Ég vil að skoðað verði hvernig hver leikskóli er sérstakur hvað varðar starf og menningu. Stjórnendum sem hefur tekist að halda utan um og leiða faglegt starf í leikskólunum ætti ekki að segja upp. Með því tel ég að hætta sé á tapi en ekki ávinningi á nokkurn hátt. Af hverju er ekki leitað til okkar um hvað við viljum og þolum? Af hverju er ekki komið fram við okkur eins og við séum neytendur leikskólaþjónustunnar sem varðar það dýrmætasta sem við eigum? Er það kannski hluti af breytingaferlinu, að segja ekki of mikið fyrr en það er of seint fyrir fólk að segja „nei, við viljum þetta ekki"? Það er mikilvægt að hugsa vel um framtíð barnanna í borginni, um framtíð leikskólanna og einnig framtíð fagfólksins sem vinnur á leikskólunum. Það er mikilvægt að krefjast upplýsinga og umræðna því við þurfum að fá tækifæri til að búa svörin til saman. Borgarráð á ekki að svara en hlusta. Pólitískar forsendur breytast en börn, foreldrar og starfsfólk þurfa nú sem áður leikskóla með sterkum stjórnendum.
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar