Morðrannsókn í Hafnarfirði: Fréttaskýring 22. ágúst 2010 18:50 Hannes Þór Helgason keyrði einn heim til sín eftir að hafa skutlað kærustu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem hann var myrtur á heimili sínu. Það var í hádeginu á sunnudag sem kærasta Hannesar Þórs Helgasonar kom að honum látnum á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði. Skömmu síðar kom yngsta systir hans og unnustu á vettvang, en þau höfðu búið þar tímabundið. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að þau voru ekki í húsinu nóttina sem ódæðið var framið, en þau gistu á heimili elstu systurinnar og gættu barns hennar. Áverkar á líki Hannesar fengu lögreglu til þess að álykta strax, að um morð væri að ræða. Fjölmörg stungusár voru á líkama en hann var einnig með áverka á höndum, sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árásarmanninum. Morðvopnið fannst ekki á staðnum, en lögregla telur að um eggvopn sé að ræða, líklega hníf með blaðlengd upp á 15-20 cm. Ljóst er að Hannes kom með flugi úr viðskiptaferð frá Litháen á föstudag, en fyrirtæki í eigu fjölskyldu hans rekur meðal annars þrjá Kentucky kjúklingastaði í Vilníus. Kvöldið eftir komuna til landsins sótti hann kærustu sína sem var í gleðskap á suðurnesjum og keyrði hana í miðbæ Reykjavíkur. Hannes fór því næst heim til sín í Háabergið og gisti einn í húsinu um nóttina. Árásarmaðurinn er talinn hafa farið inn um dyr sem allra jafna eru ólæstar og er atlagan talin hafa átt sér stað þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Gríðarlega umfangsmikil rannsókn fór strax í gang og fjöldi manna var yfirheyrður. Nokkrir voru handteknir og fengu þá réttarstöðu grunaðs manns. Tveir af þeim, karlmenn á þrítugsaldri, voru í haldi lögreglu í tæpan sólarhring, áður en þeim var sleppt. Annar mannanna var nafngreindur í fjölmiðlum, og var verjandi hans ósáttur með þá ákvörðun Lögregla veitti litlar upplýsingar um rannsókn málsins en í kvöldfréttum okkar á fimmtudag stigu systur Hannesar fram og báðu um aðstoð. Í kjölfarið tjáði sóknarpresturinn í Hafnarfirði sig um málið, og sagði bæjarfélagið skiljanlega slegið. Á blaðamannafundi með lögreglunni sagði yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson að ekki væri talið að morðið á Hannesi hafa verið tilviljun. Lögregla bíður nú eftir niðurstöðum úr sýnatöku af vettvangi, en fjölmörg sýni hafa verið send til Svíþjóðar. Niðurstöðu er að vænta á næstu þremur til fjórum vikum. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins, en hátt í 40 manns vinna enn að rannsókninni. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt sem varpað geta ljósi á málið, eru hvattir til þess að hafa samband við lögreglu í síma 444-1104. Hafnarfjörður Lögreglumál Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Hannes Þór Helgason keyrði einn heim til sín eftir að hafa skutlað kærustu sinni niður í miðbæ Reykjavíkur nóttina sem hann var myrtur á heimili sínu. Það var í hádeginu á sunnudag sem kærasta Hannesar Þórs Helgasonar kom að honum látnum á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði. Skömmu síðar kom yngsta systir hans og unnustu á vettvang, en þau höfðu búið þar tímabundið. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að þau voru ekki í húsinu nóttina sem ódæðið var framið, en þau gistu á heimili elstu systurinnar og gættu barns hennar. Áverkar á líki Hannesar fengu lögreglu til þess að álykta strax, að um morð væri að ræða. Fjölmörg stungusár voru á líkama en hann var einnig með áverka á höndum, sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árásarmanninum. Morðvopnið fannst ekki á staðnum, en lögregla telur að um eggvopn sé að ræða, líklega hníf með blaðlengd upp á 15-20 cm. Ljóst er að Hannes kom með flugi úr viðskiptaferð frá Litháen á föstudag, en fyrirtæki í eigu fjölskyldu hans rekur meðal annars þrjá Kentucky kjúklingastaði í Vilníus. Kvöldið eftir komuna til landsins sótti hann kærustu sína sem var í gleðskap á suðurnesjum og keyrði hana í miðbæ Reykjavíkur. Hannes fór því næst heim til sín í Háabergið og gisti einn í húsinu um nóttina. Árásarmaðurinn er talinn hafa farið inn um dyr sem allra jafna eru ólæstar og er atlagan talin hafa átt sér stað þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Gríðarlega umfangsmikil rannsókn fór strax í gang og fjöldi manna var yfirheyrður. Nokkrir voru handteknir og fengu þá réttarstöðu grunaðs manns. Tveir af þeim, karlmenn á þrítugsaldri, voru í haldi lögreglu í tæpan sólarhring, áður en þeim var sleppt. Annar mannanna var nafngreindur í fjölmiðlum, og var verjandi hans ósáttur með þá ákvörðun Lögregla veitti litlar upplýsingar um rannsókn málsins en í kvöldfréttum okkar á fimmtudag stigu systur Hannesar fram og báðu um aðstoð. Í kjölfarið tjáði sóknarpresturinn í Hafnarfirði sig um málið, og sagði bæjarfélagið skiljanlega slegið. Á blaðamannafundi með lögreglunni sagði yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson að ekki væri talið að morðið á Hannesi hafa verið tilviljun. Lögregla bíður nú eftir niðurstöðum úr sýnatöku af vettvangi, en fjölmörg sýni hafa verið send til Svíþjóðar. Niðurstöðu er að vænta á næstu þremur til fjórum vikum. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins, en hátt í 40 manns vinna enn að rannsókninni. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt sem varpað geta ljósi á málið, eru hvattir til þess að hafa samband við lögreglu í síma 444-1104.
Hafnarfjörður Lögreglumál Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira