Gjöf sem líður Brynhildur Björnsdóttir skrifar 31. desember 2010 03:00 Dagar, nætur, vikur mánuðir, ár … tíminn látlaust áfram líður og ég vildi að alla daga væru jól. Hver einasta sekúnda í lífinu er einstök, eitt augnablik sem aldrei kemur til baka og þó við lifum lífinu mörg hver í föstum skorðum og gerum sömu hluti á sama hátt viku eftir viku og jafnvel ár eftir ár eru stundirnar þó aldrei nákvæmlega eins. Veðrið er síbreytilegt, fuglar syngja, umferðin gengur misjafnlega, einhver kemur of seint, annar mætir of snemma, tími allra og alls rennur saman og breytist í takt, skemmtilegar stundir líða allt of hratt meðan biðin eftir strætó og jólunum getur tekið heila eilífð. Þrátt fyrir margra ára reynslu tekst mér alltaf að klikka á því hvað jólin eru stutt. Það er eins og ég haldi að jólin séu svarthol þar sem endalausum tíma er úr að moða, það á að fara í jólaboð til ættingja, gæta þess sérstaklega vel að hitta alla sem koma frá útlöndum, lesa fyrir börnin og leika við þau, lesa fyrir sig svo maður sé viðræðuhæfur í félagsskap, vera í slopp og sparifötum, vera heima og í jólaboði og hitta helst þrjá mismunandi hópa fólks, í einu. Og spila! Hvað tekur ein umferð af Trivial Pursuit eiginlega langan tíma? Og jólin eru þrátt fyrir allt ekki nema tveir og hálfur dagur, sérstaklega núna þegar þau eru svo ósvífin að leggjast á helgi. Þá er nú eins gott að áramótin koma þarna strax á eftir. Eða hvað? Eiga þessar tvær hátíðir eitthvað sameiginlegt? Rólegheit, fjölskylda og náttföt á móti flugeldum, vinum og pípuhöttum? Væri kannski ráð að taka upp rómverska siði og halda áramótin í lok febrúar en leyfa jólunum að líða í friði sínum og spekt alla þrettán dagana? Að fagna tímamótum er góð skemmtun. Margir líta milli jóla til að mæla stærð barna eða tíma sorgar. Og áramótasprengingarnar eru fyrir sumum kveðja til árs sem varð þeim ekki að óskum en öðrum blíðar kveðjur til nýja ársins og alls sem það hefur að geyma. Munum bara að stundin sem líður er það eina sem við raunverulega eigum, og besta gjöf sem við fáum. Þess vegna heitir hún „the present" á ensku. Og þess vegna væri hægt að halda upp á þær allar. Í kvöld kveðjum við margar stundir í einu og fögnum enn fleirum. Gleðileg og slysalaus áramót og góðar stundir á ári komanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Dagar, nætur, vikur mánuðir, ár … tíminn látlaust áfram líður og ég vildi að alla daga væru jól. Hver einasta sekúnda í lífinu er einstök, eitt augnablik sem aldrei kemur til baka og þó við lifum lífinu mörg hver í föstum skorðum og gerum sömu hluti á sama hátt viku eftir viku og jafnvel ár eftir ár eru stundirnar þó aldrei nákvæmlega eins. Veðrið er síbreytilegt, fuglar syngja, umferðin gengur misjafnlega, einhver kemur of seint, annar mætir of snemma, tími allra og alls rennur saman og breytist í takt, skemmtilegar stundir líða allt of hratt meðan biðin eftir strætó og jólunum getur tekið heila eilífð. Þrátt fyrir margra ára reynslu tekst mér alltaf að klikka á því hvað jólin eru stutt. Það er eins og ég haldi að jólin séu svarthol þar sem endalausum tíma er úr að moða, það á að fara í jólaboð til ættingja, gæta þess sérstaklega vel að hitta alla sem koma frá útlöndum, lesa fyrir börnin og leika við þau, lesa fyrir sig svo maður sé viðræðuhæfur í félagsskap, vera í slopp og sparifötum, vera heima og í jólaboði og hitta helst þrjá mismunandi hópa fólks, í einu. Og spila! Hvað tekur ein umferð af Trivial Pursuit eiginlega langan tíma? Og jólin eru þrátt fyrir allt ekki nema tveir og hálfur dagur, sérstaklega núna þegar þau eru svo ósvífin að leggjast á helgi. Þá er nú eins gott að áramótin koma þarna strax á eftir. Eða hvað? Eiga þessar tvær hátíðir eitthvað sameiginlegt? Rólegheit, fjölskylda og náttföt á móti flugeldum, vinum og pípuhöttum? Væri kannski ráð að taka upp rómverska siði og halda áramótin í lok febrúar en leyfa jólunum að líða í friði sínum og spekt alla þrettán dagana? Að fagna tímamótum er góð skemmtun. Margir líta milli jóla til að mæla stærð barna eða tíma sorgar. Og áramótasprengingarnar eru fyrir sumum kveðja til árs sem varð þeim ekki að óskum en öðrum blíðar kveðjur til nýja ársins og alls sem það hefur að geyma. Munum bara að stundin sem líður er það eina sem við raunverulega eigum, og besta gjöf sem við fáum. Þess vegna heitir hún „the present" á ensku. Og þess vegna væri hægt að halda upp á þær allar. Í kvöld kveðjum við margar stundir í einu og fögnum enn fleirum. Gleðileg og slysalaus áramót og góðar stundir á ári komanda.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun