Íslenskir dómstólar skera úr um forgangsrétt á greiðslum Sigríður Mogensen skrifar 18. desember 2010 18:27 Tekist verður á um það fyrir dómstólum hvort Íslendingar njóti forgangsréttar á greiðslum úr þrotabúi Landsbankans. Bretar og Hollendingar eiga um helming af kröfum í þrotabúið á móti íslenska ríkinu. Bretar og Hollendingar gera kröfu í þrotabú Landsbankans. Það gera þeir vegna þess að stjórnvöld þessara landa bættu breskum og hollenskum sparifjáreigendum sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans tjón sitt að fullu. Ef Icesave samningarnir verða samþykktir á Alþingi ábyrgist íslenska ríkið tæpar 21 þúsund evrur á hvern reikning, lágmarkstryggingu samkvæmt EES samningnum. Þá eignast íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, og þar með íslenska ríkið, kröfu í þrotabúið. Miðað við að niðurstaðan verði þessi fá Bretar og Hollendingar tæpan helming af eignum bankans. Íslenska ríkið fær rúman helming. Stóra spurningin er hins vegar sú í hvaða röð kröfurnar eru greiddar út. Í Icesave samningunum sem undirritaður voru síðasta sumar var ákvæði sem fól það í sér að greitt yrði úr þrotabúi Landsbankans með þeim hætti að Bretar og Hollendingar fengju tæpan helming á móti Íslendingum á hverjum tímapunkti. Þetta þótti einn stærsti gallinn á samningunum, og var ákvæðið kennt við Ragnar Hall, hæstaréttarlögmann, sem taldi að íslenska ríkið ætti að njóta hærri forgangs en Bretar og Hollendingar samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Í nýju Icesave samkomulagi er hins vegar samið um að leysa skuli þennan ágreining fyrir dómstólum. Það verður því væntanlega Hæstiréttur sem sker úr um þetta mikla hagsmunamál Íslendinga, en gangist íslenska ríkið í skuldbindingar vegna Icesave varðar úrlausn þessa máls gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni. Þá hefur einnig verið ákveðið að leita álits EFTA dómstólsins. Ef niðurstaðan verður Íslendingum í hag, getur það sparað milljarða í vaxtakostnað. Icesave Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Tekist verður á um það fyrir dómstólum hvort Íslendingar njóti forgangsréttar á greiðslum úr þrotabúi Landsbankans. Bretar og Hollendingar eiga um helming af kröfum í þrotabúið á móti íslenska ríkinu. Bretar og Hollendingar gera kröfu í þrotabú Landsbankans. Það gera þeir vegna þess að stjórnvöld þessara landa bættu breskum og hollenskum sparifjáreigendum sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans tjón sitt að fullu. Ef Icesave samningarnir verða samþykktir á Alþingi ábyrgist íslenska ríkið tæpar 21 þúsund evrur á hvern reikning, lágmarkstryggingu samkvæmt EES samningnum. Þá eignast íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, og þar með íslenska ríkið, kröfu í þrotabúið. Miðað við að niðurstaðan verði þessi fá Bretar og Hollendingar tæpan helming af eignum bankans. Íslenska ríkið fær rúman helming. Stóra spurningin er hins vegar sú í hvaða röð kröfurnar eru greiddar út. Í Icesave samningunum sem undirritaður voru síðasta sumar var ákvæði sem fól það í sér að greitt yrði úr þrotabúi Landsbankans með þeim hætti að Bretar og Hollendingar fengju tæpan helming á móti Íslendingum á hverjum tímapunkti. Þetta þótti einn stærsti gallinn á samningunum, og var ákvæðið kennt við Ragnar Hall, hæstaréttarlögmann, sem taldi að íslenska ríkið ætti að njóta hærri forgangs en Bretar og Hollendingar samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Í nýju Icesave samkomulagi er hins vegar samið um að leysa skuli þennan ágreining fyrir dómstólum. Það verður því væntanlega Hæstiréttur sem sker úr um þetta mikla hagsmunamál Íslendinga, en gangist íslenska ríkið í skuldbindingar vegna Icesave varðar úrlausn þessa máls gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni. Þá hefur einnig verið ákveðið að leita álits EFTA dómstólsins. Ef niðurstaðan verður Íslendingum í hag, getur það sparað milljarða í vaxtakostnað.
Icesave Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira