Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar 13. september 2010 19:13 Jón Hilmar Hallgrímsson. MYND/Fréttablaðið/Valli Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. Jón komst síðast í fréttirnar þegar víkingasveitin var kölluð að heimili hans í desember á síðasta ári. Sérsveit lögreglunnar handtók þá Jón og vinkonu hans vegna gruns um að hann væri vopnaður. Það reyndist þó ekki á rökum reist. Í fréttum RÚV í dag kom fram að Jón væri þekktur handrukkari og hefði áður komið við sögu lögreglu. Fram hefur komið í fréttum að ástæðan fyrir því að Jón á að hafa ráðist að heimili kúbversku feðganna er sú að sonurinn hefur átt vingott við íslenska stúlku sem er nemi í Menntaskólanum í Kópavogi. Samband þeirra féll í grýttan jarðveg hjá nokkrum skólafélögum stúlkunnar sem voru andsnúnir drengnum vegna litarháttar hans að því er fram kemur í fréttum RÚV. Vísir greindi frá því fyrr í dag að nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefði sagt að það væri ekkert hæft í því að kynþáttafordómar væru orsök deilna á milli nemenda við skólann og kúbverska piltsins. Nemandinn, sem ekki vill koma fram undir nafni og segist ekki hafa átt beinan þátt í deilunni, segir að erjurnar hafi byrjað eftir að strákur við skólann móðgaði kærustu drengsins. Kærastinn er sagður hafa tekið móðgunina óstinnt upp, safnað liði og mætt ásamt nokkrum vinum sínum í menntaskólann til þess að jafna um þann sem móðgaði kærustuna. Að hans sögn voru drengirnar vopnaðir hnífum og hnúajárnum. Síðan hafi erjurnar undið upp á sig en í gær voru tveir handteknir vegna málsins. Faðir piltsins, sem átti upphaflega í deilum við kúbverska piltinn, sagði í samtali við Vísi að sonur hans og sá kúbverski hefðu náð sáttum í málinu. Hinsvegar hafi vinur sonar hans blandast inn í deiluna en Jón mun vera frændi hans. Málið náði svo hámarki um helgina þegar Jón og frændi hans eiga að hafa farið að heimili feðganna. Þar eiga þeir að hafa brotið rúðu á heimilinu auk þess sem Jón er sakaður um að hafa hótað þeim lífláti. Báðir voru þeir handteknir en yngri piltinum, sem er sextán ára gamall, var sleppt. Jón var hinsvegar hnepptur í gæsluvarðhald. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni sem telur málið tengt kynþáttafordómum. Feðgarnir hafa flúið land vegna málsins. Í viðtali sem Vísir tók við Jón í desember á síðasta ári kom fram að hann hefði ekki gerst brotlegur við lög í tíu ár. Þá kom fram að Jón átti áður sólbaðstofu. Hann er búinn að selja hana. Hann sagðist vera athafnamaður og stefndi á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Fréttir ársins 2010 Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. Jón komst síðast í fréttirnar þegar víkingasveitin var kölluð að heimili hans í desember á síðasta ári. Sérsveit lögreglunnar handtók þá Jón og vinkonu hans vegna gruns um að hann væri vopnaður. Það reyndist þó ekki á rökum reist. Í fréttum RÚV í dag kom fram að Jón væri þekktur handrukkari og hefði áður komið við sögu lögreglu. Fram hefur komið í fréttum að ástæðan fyrir því að Jón á að hafa ráðist að heimili kúbversku feðganna er sú að sonurinn hefur átt vingott við íslenska stúlku sem er nemi í Menntaskólanum í Kópavogi. Samband þeirra féll í grýttan jarðveg hjá nokkrum skólafélögum stúlkunnar sem voru andsnúnir drengnum vegna litarháttar hans að því er fram kemur í fréttum RÚV. Vísir greindi frá því fyrr í dag að nemandi við Menntaskólann í Kópavogi hefði sagt að það væri ekkert hæft í því að kynþáttafordómar væru orsök deilna á milli nemenda við skólann og kúbverska piltsins. Nemandinn, sem ekki vill koma fram undir nafni og segist ekki hafa átt beinan þátt í deilunni, segir að erjurnar hafi byrjað eftir að strákur við skólann móðgaði kærustu drengsins. Kærastinn er sagður hafa tekið móðgunina óstinnt upp, safnað liði og mætt ásamt nokkrum vinum sínum í menntaskólann til þess að jafna um þann sem móðgaði kærustuna. Að hans sögn voru drengirnar vopnaðir hnífum og hnúajárnum. Síðan hafi erjurnar undið upp á sig en í gær voru tveir handteknir vegna málsins. Faðir piltsins, sem átti upphaflega í deilum við kúbverska piltinn, sagði í samtali við Vísi að sonur hans og sá kúbverski hefðu náð sáttum í málinu. Hinsvegar hafi vinur sonar hans blandast inn í deiluna en Jón mun vera frændi hans. Málið náði svo hámarki um helgina þegar Jón og frændi hans eiga að hafa farið að heimili feðganna. Þar eiga þeir að hafa brotið rúðu á heimilinu auk þess sem Jón er sakaður um að hafa hótað þeim lífláti. Báðir voru þeir handteknir en yngri piltinum, sem er sextán ára gamall, var sleppt. Jón var hinsvegar hnepptur í gæsluvarðhald. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni sem telur málið tengt kynþáttafordómum. Feðgarnir hafa flúið land vegna málsins. Í viðtali sem Vísir tók við Jón í desember á síðasta ári kom fram að hann hefði ekki gerst brotlegur við lög í tíu ár. Þá kom fram að Jón átti áður sólbaðstofu. Hann er búinn að selja hana. Hann sagðist vera athafnamaður og stefndi á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf.
Fréttir ársins 2010 Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17