Persónukjör til efri deildar Alþingis 1. október 2010 06:00 Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp um breytingar á lögum um alþingiskosningar sem gerir ráð fyrir svonefndu persónukjöri. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu fyrir tæpu ári og hefur síðan verið til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Óvíst er um örlög frumvarpsins á Alþingi en það hefur sætt talsverðri gagnrýni. Bent hefur verið á að það geti reynst stjórnmálaflokkum erfitt að móta áherslur fyrir kosningar ef forystusveit þeirra er ekki valin fyrr en á kjördag. Eins gæti reynst flokkunum erfitt að tilnefna málsvara í fjölmiðlum þegar leiðtogar veljast ekki fyrr en á sjálfan kjördag. Kosningakerfi sem þetta kann því að skapa óreiðu sem þjóðin þarf síst á að halda um þessar mundir. Hugmyndin um persónukjör er góðra gjalda verð, enda mikil þörf á að auka áhrif kjósenda. Stjórnlagaþing mun fjalla um slíkar hugmyndir og útfæra þær. Ein leið sem stjórnlagaþing gæti tekið til athugunar er að skipta Alþingi aftur upp í tvær deildir, efri og neðri, og efna til óflokksbundins persónukjörs í aðra þeirra. Þannig gætu stjórnmálaflokkar áfram boðið fram í landshlutaskiptum kjördæmum til neðri deildar þingsins en til efri deildar yrði kosið einstaklingskosningu þar sem landið yrði eitt kjördæmi. Þannig yrðu tvö framfaraskref tekin í einu vettfangi án þess að afnema hið rótgróna kerfi sem við búum við í dag. Þessi leið ætti því að falla flestum í geð. Kerfið gæti virkað þannig að þjóðin kysi t.d. þrettán þingmenn til efri deildar Alþingis en 51 til neðri deildar. Þannig yrði þingmönnum einungis fjölgað um einn þó að deildunum yrði fjölgað. Handhafar framkvæmdarvalds kæmu úr röðum neðri deildar og hún skipaði málefnanefndir þingsins. Meginhlutverk efri deildar þingsins væri að staðfesta eða synja ákvörðunum neðri deildarinnar og hún hefði einnig vald til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega myndi slíkt fyrirkomulag hvetja til vandaðri vinnubragða á Alþingi og gera þau lýðræðislegri. Einnig mætti hugsa sér að leggja niður embætti forseta Íslands og fela forseta efri deildar Alþingis að gegna skyldum þjóðhöfðingja. Þannig yrði þjóðhöfðinginn áfram þjóðkjörinn, t.d. sá sem fengi flest atkvæði í kjöri til efri deilarinnar. Slík breyting myndi færa þjóðhöfðingjanum raunverulegt hlutverk í stjórnskipan ríkisins og mögulega spara þjóðinni eitthvert fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp um breytingar á lögum um alþingiskosningar sem gerir ráð fyrir svonefndu persónukjöri. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu fyrir tæpu ári og hefur síðan verið til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Óvíst er um örlög frumvarpsins á Alþingi en það hefur sætt talsverðri gagnrýni. Bent hefur verið á að það geti reynst stjórnmálaflokkum erfitt að móta áherslur fyrir kosningar ef forystusveit þeirra er ekki valin fyrr en á kjördag. Eins gæti reynst flokkunum erfitt að tilnefna málsvara í fjölmiðlum þegar leiðtogar veljast ekki fyrr en á sjálfan kjördag. Kosningakerfi sem þetta kann því að skapa óreiðu sem þjóðin þarf síst á að halda um þessar mundir. Hugmyndin um persónukjör er góðra gjalda verð, enda mikil þörf á að auka áhrif kjósenda. Stjórnlagaþing mun fjalla um slíkar hugmyndir og útfæra þær. Ein leið sem stjórnlagaþing gæti tekið til athugunar er að skipta Alþingi aftur upp í tvær deildir, efri og neðri, og efna til óflokksbundins persónukjörs í aðra þeirra. Þannig gætu stjórnmálaflokkar áfram boðið fram í landshlutaskiptum kjördæmum til neðri deildar þingsins en til efri deildar yrði kosið einstaklingskosningu þar sem landið yrði eitt kjördæmi. Þannig yrðu tvö framfaraskref tekin í einu vettfangi án þess að afnema hið rótgróna kerfi sem við búum við í dag. Þessi leið ætti því að falla flestum í geð. Kerfið gæti virkað þannig að þjóðin kysi t.d. þrettán þingmenn til efri deildar Alþingis en 51 til neðri deildar. Þannig yrði þingmönnum einungis fjölgað um einn þó að deildunum yrði fjölgað. Handhafar framkvæmdarvalds kæmu úr röðum neðri deildar og hún skipaði málefnanefndir þingsins. Meginhlutverk efri deildar þingsins væri að staðfesta eða synja ákvörðunum neðri deildarinnar og hún hefði einnig vald til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega myndi slíkt fyrirkomulag hvetja til vandaðri vinnubragða á Alþingi og gera þau lýðræðislegri. Einnig mætti hugsa sér að leggja niður embætti forseta Íslands og fela forseta efri deildar Alþingis að gegna skyldum þjóðhöfðingja. Þannig yrði þjóðhöfðinginn áfram þjóðkjörinn, t.d. sá sem fengi flest atkvæði í kjöri til efri deilarinnar. Slík breyting myndi færa þjóðhöfðingjanum raunverulegt hlutverk í stjórnskipan ríkisins og mögulega spara þjóðinni eitthvert fé.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar