Slóvakar taka upp evru 1. janúar 2009 14:26 Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sýnir stoltur evruseðlana í þinghúsinu. Mynd/AFP Slóvakar tóku upp evru í dag og varð landið þar með sextánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Allt að hundrað þúsund manns komu saman á aðaltorginu í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu í gærkvöldi í tilefni bæði áramótanna og myntbreytingarinnar. Þá var Robert Fico, forsætisráðherra landsins, einn fyrstur landsmanna til að taka sér seðlinn í hendur þegar hann tók út hundrað evrur úr hraðbanka þinghússins. Kórúnan, gjaldmiðill Slóvaka fram til þessa, verður í umferð til 16. þessa mánaðar, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Ríkisútvarpið segir Slóvaka telja evruupptökuna af hinu góða og hafa varið landið frá þeim óstöðugleika í gengismálum sem hrjáð hafi nágrannaríkin. Kórúnan var fasttengd evru í júlí á síðasta ári. Á sama tíma hefur gjaldmiðill Pólverja fallið um 24 prósent gagnvart evru en tékkneska kórúnan um ellefu prósent. Gjaldmiðlar annarra nágrannaríkja hafa fallið í kringum tíu prósent á sama tíma, samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Slóvakar tóku upp evru í dag og varð landið þar með sextánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Allt að hundrað þúsund manns komu saman á aðaltorginu í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu í gærkvöldi í tilefni bæði áramótanna og myntbreytingarinnar. Þá var Robert Fico, forsætisráðherra landsins, einn fyrstur landsmanna til að taka sér seðlinn í hendur þegar hann tók út hundrað evrur úr hraðbanka þinghússins. Kórúnan, gjaldmiðill Slóvaka fram til þessa, verður í umferð til 16. þessa mánaðar, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Ríkisútvarpið segir Slóvaka telja evruupptökuna af hinu góða og hafa varið landið frá þeim óstöðugleika í gengismálum sem hrjáð hafi nágrannaríkin. Kórúnan var fasttengd evru í júlí á síðasta ári. Á sama tíma hefur gjaldmiðill Pólverja fallið um 24 prósent gagnvart evru en tékkneska kórúnan um ellefu prósent. Gjaldmiðlar annarra nágrannaríkja hafa fallið í kringum tíu prósent á sama tíma, samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira