Benedikt, þjálfari KR: Leið betur með hverri framlengingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 22:57 Benedikt var kátur eftir leik í kvöld. Mynd/Vilhelm „Ég er eiginlega hálforðlaus eftir þennan leik. Þessi leikur reyndi á hjartað, þolrifin og allan pakkann. Sem betur fer höfðum við úthaldið til þess að klára þetta," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sigurreifur eftir sigurinn ótrúlega gegn Keflavík í kvöld. „Ég hef oft verið rólegri en í þessum leik. Ég lifði mig algjörlega inn í leikinn eins og allir í húsinu. Það var hrikalega ljúft að vinna svona leik en örugglega skelfilegt að tapa honum að sama skapi. Það voru ótrúleg tilþrif á báða bóga og jöfnunarkörfur sem hafa varla sést áður," sagði Benedikt sem óttaðist ekkert eftir því sem framlengingarnar urðu fleiri. „Mér leið betur með hverri framlengingu sem við fórum í. Þá trúði ég því að við myndum klára þetta. Ég tók strákana nefnilega í gott þolpróf fyrir úrslitakeppnina og allir í toppstandi," sagði Benedikt og sló svo á létta stengi. „Þolprófið gengur út á að hlaupa fimm hringi í kringum Inga aðstoðarþjálfara. Það náðu því allir á undir hálftíma þannig að ég vissi að við værum í toppmálum." Benedikt hefur marga fjöruna sopið í bransanum en hann man vart eftir öðru eins og þessum leik í kvöld. „Þetta er líklega svakalegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Það er líka ekki fjarri lagi að þetta sé rosalegasti leikur sem hefur verið spilaður á Íslandi," sagði Benedikt og bætti við að þessi leikur hefði haft allt. „Þetta var bara veisla. Keflavík með mann yfir 50 stig og leikmenn sýndu listir sínar hér í kvöld sem og dansarar í hléum. Þetta var bara einn með öllu og það í þrjá klukkutíma. Þetta kvöld var bland af íþróttum, list og skemmtun. Þarna var þessu þrennu slegið í einn pakka," sagði Benedikt sem ætlar sér alla leið með strákana í ár. Hann segir þá ekki hætta. „Menn eru gríðarlega hungraðir og fókusinn í liðinu er mikill. Við eigum samt eftir að fara í gegnum eitt lið í viðbót og það lið verður ekkert slor." Dominos-deild karla Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira
„Ég er eiginlega hálforðlaus eftir þennan leik. Þessi leikur reyndi á hjartað, þolrifin og allan pakkann. Sem betur fer höfðum við úthaldið til þess að klára þetta," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, sigurreifur eftir sigurinn ótrúlega gegn Keflavík í kvöld. „Ég hef oft verið rólegri en í þessum leik. Ég lifði mig algjörlega inn í leikinn eins og allir í húsinu. Það var hrikalega ljúft að vinna svona leik en örugglega skelfilegt að tapa honum að sama skapi. Það voru ótrúleg tilþrif á báða bóga og jöfnunarkörfur sem hafa varla sést áður," sagði Benedikt sem óttaðist ekkert eftir því sem framlengingarnar urðu fleiri. „Mér leið betur með hverri framlengingu sem við fórum í. Þá trúði ég því að við myndum klára þetta. Ég tók strákana nefnilega í gott þolpróf fyrir úrslitakeppnina og allir í toppstandi," sagði Benedikt og sló svo á létta stengi. „Þolprófið gengur út á að hlaupa fimm hringi í kringum Inga aðstoðarþjálfara. Það náðu því allir á undir hálftíma þannig að ég vissi að við værum í toppmálum." Benedikt hefur marga fjöruna sopið í bransanum en hann man vart eftir öðru eins og þessum leik í kvöld. „Þetta er líklega svakalegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Það er líka ekki fjarri lagi að þetta sé rosalegasti leikur sem hefur verið spilaður á Íslandi," sagði Benedikt og bætti við að þessi leikur hefði haft allt. „Þetta var bara veisla. Keflavík með mann yfir 50 stig og leikmenn sýndu listir sínar hér í kvöld sem og dansarar í hléum. Þetta var bara einn með öllu og það í þrjá klukkutíma. Þetta kvöld var bland af íþróttum, list og skemmtun. Þarna var þessu þrennu slegið í einn pakka," sagði Benedikt sem ætlar sér alla leið með strákana í ár. Hann segir þá ekki hætta. „Menn eru gríðarlega hungraðir og fókusinn í liðinu er mikill. Við eigum samt eftir að fara í gegnum eitt lið í viðbót og það lið verður ekkert slor."
Dominos-deild karla Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira