Krafa um ábyrg kosningaloforð Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 2. mars 2009 06:00 Skoðanakannanir þær sem birtust fyrir helgi um stöðu flokkanna segja meira til um það hversu ánægt fólk er með stjórnmálaflokkana í stjórn eða stjórnarandstöðu nú en hvað skuli kjósa eftir tæpa tvo mánuði. Kjósendur hafa enn sem komið er fáar forsendur til að meta hvaða stjórnmálaafl verður best að kjósa, því stefnur eða kosningaloforð eru ekki komin fram. Eftir velmegunarskeið þarf kosningabaráttan nú að taka allt aðra stefnu en áður. Áherslan getur ekki verið á í hvað skuli eyða, heldur verður hún að vera á hvar skuli spara. Loforðaflaumur um að gera allt rímar ekki við veruleikann og sem aldrei fyrr þurfa fjölmiðlar að vera á tánum og spyrja: Hvað kostar það og hvar skal skera niður til að mæta þeim kostnaði? Það er vitað, að samkvæmt samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þarf að leggja fram áætlun um rammafjárlög til næstu ára. Einnig þarf þessi ríkisstjórn sem nú situr að leggja fyrir sendinefnd sjóðsins áætlun um hvernig skuli ná stöðugleika í ríkis-fjármálum á næstu árum. Fjárlög næsta árs verða mun minni í sniðum en gildandi fjárlög. Til að „loka gatinu" þarf væntanlega bæði að skera niður í útgjöldunum sem og hækka skatta. Áður en kjósendur geta, með upplýstum hætti, valið milli stjórnmálaflokkanna verður að vera komin fram stefna þeirra varðandi næstu fjárlög. Þessi kosningabarátta mun því ekki snúast um ný verkefni, heldur áherslur í niðurskurði. Það verður ekki nóg að lofa niðurskurði í utanríkisráðuneytinu, sem er það ráðuneyti sem óvinsælast virðist að eyða fjármunum í. Þeir flokkar sem tala bara um slíkan niðurskurð en ekkert um hvernig skuli bregðast við í heilbrigðismálum eða velferðarmálum geta ekki talist ábyrgir í ríkisfjármálum. Í niðurskurðinum þarf að líta í öll horn og ekkert ráðuneyti verður þar undanskilið. Önnur spurning sem flokkarnir verða að geta svarað mjög fljótlega er varla hvort, heldur hversu mikið þeir telja að skattar eigi að hækka og þá hvaða skattar. Ef stefnan verður að taka upp hátekjuskatta, hvaða tekjur munu teljast til hátekna? Einnig verður spurt hvað tekjur ríkisins munu aukast mikið með skattahækkuninni. Hvernig stjórnmálaflokkarnir svara þessum spurningum verður lýsandi fyrir framtíðarsýn þeirra á íslenskt samfélag. Enn sem komið er vitum við meira um hvernig þeir sáu fyrir sér þróun „gamla Íslands". En hvernig á þjóðin að ná sér upp úr kreppunni og hvernig á hún að stefna aftur að opnu hagkerfi og aukinni velmegun? Þessu hafa flokkarnir í raun ekki svarað. Framtíðarsýnin er ekki komin. Þegar kosið er til fjögurra ára þurfa lausnirnar að ná lengra fram í tímann en þegar rætt er um bráðavanda dagsins í dag. Þegar svör við þessu eru komin, er loks hægt að taka upplýsta afstöðu til stjórnmálaflokkanna og velja þá framtíðarstefnu sem hverjum og einum hugnast best. Þegar þau svör eru komin er hægt að líta svo á að niðurstöður skoðanakannana hafi eitthvert forspárgildi fyrir komandi kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson Skoðun
Skoðanakannanir þær sem birtust fyrir helgi um stöðu flokkanna segja meira til um það hversu ánægt fólk er með stjórnmálaflokkana í stjórn eða stjórnarandstöðu nú en hvað skuli kjósa eftir tæpa tvo mánuði. Kjósendur hafa enn sem komið er fáar forsendur til að meta hvaða stjórnmálaafl verður best að kjósa, því stefnur eða kosningaloforð eru ekki komin fram. Eftir velmegunarskeið þarf kosningabaráttan nú að taka allt aðra stefnu en áður. Áherslan getur ekki verið á í hvað skuli eyða, heldur verður hún að vera á hvar skuli spara. Loforðaflaumur um að gera allt rímar ekki við veruleikann og sem aldrei fyrr þurfa fjölmiðlar að vera á tánum og spyrja: Hvað kostar það og hvar skal skera niður til að mæta þeim kostnaði? Það er vitað, að samkvæmt samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þarf að leggja fram áætlun um rammafjárlög til næstu ára. Einnig þarf þessi ríkisstjórn sem nú situr að leggja fyrir sendinefnd sjóðsins áætlun um hvernig skuli ná stöðugleika í ríkis-fjármálum á næstu árum. Fjárlög næsta árs verða mun minni í sniðum en gildandi fjárlög. Til að „loka gatinu" þarf væntanlega bæði að skera niður í útgjöldunum sem og hækka skatta. Áður en kjósendur geta, með upplýstum hætti, valið milli stjórnmálaflokkanna verður að vera komin fram stefna þeirra varðandi næstu fjárlög. Þessi kosningabarátta mun því ekki snúast um ný verkefni, heldur áherslur í niðurskurði. Það verður ekki nóg að lofa niðurskurði í utanríkisráðuneytinu, sem er það ráðuneyti sem óvinsælast virðist að eyða fjármunum í. Þeir flokkar sem tala bara um slíkan niðurskurð en ekkert um hvernig skuli bregðast við í heilbrigðismálum eða velferðarmálum geta ekki talist ábyrgir í ríkisfjármálum. Í niðurskurðinum þarf að líta í öll horn og ekkert ráðuneyti verður þar undanskilið. Önnur spurning sem flokkarnir verða að geta svarað mjög fljótlega er varla hvort, heldur hversu mikið þeir telja að skattar eigi að hækka og þá hvaða skattar. Ef stefnan verður að taka upp hátekjuskatta, hvaða tekjur munu teljast til hátekna? Einnig verður spurt hvað tekjur ríkisins munu aukast mikið með skattahækkuninni. Hvernig stjórnmálaflokkarnir svara þessum spurningum verður lýsandi fyrir framtíðarsýn þeirra á íslenskt samfélag. Enn sem komið er vitum við meira um hvernig þeir sáu fyrir sér þróun „gamla Íslands". En hvernig á þjóðin að ná sér upp úr kreppunni og hvernig á hún að stefna aftur að opnu hagkerfi og aukinni velmegun? Þessu hafa flokkarnir í raun ekki svarað. Framtíðarsýnin er ekki komin. Þegar kosið er til fjögurra ára þurfa lausnirnar að ná lengra fram í tímann en þegar rætt er um bráðavanda dagsins í dag. Þegar svör við þessu eru komin, er loks hægt að taka upplýsta afstöðu til stjórnmálaflokkanna og velja þá framtíðarstefnu sem hverjum og einum hugnast best. Þegar þau svör eru komin er hægt að líta svo á að niðurstöður skoðanakannana hafi eitthvert forspárgildi fyrir komandi kosningar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun