Friðrik: Ég var mjög smeykur 19. mars 2009 17:35 Nick Bradford er á batavegi eftir slæma byltu Óvíst er hvort framherjinn Nick Bradford geti leikið með Grindvíkingum í undanúrslitunum í Iceland Express deildinni. Bradford datt illa og rotaðist þegar hann var að koma frá lækni. Bradford var hjá lækni þar sem hann fékk sprautu í hnéð en þegar hann var á leið út frá lækninum, er talið að blóðþrýstingur hans hafi hríðfallið með þeim afleiðingum að hann féll í yfirlið og skall í gólfið. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur var með Bradford þegar atvikið átti sér stað og segir að sér hafi brugðið mikið. "Hann bara small á andlitinu steinrotaður. Það virðist hafa snarliðið yfir hann og hann skall bara með andlitið á undan sér á flísarnar. Ég var með hann í fanginu með opin augun og hann fékk krampakast í kjölfarið. Ég vissi ekki hvort maðurinn væri að fá hjartaáfall eða hvað. Hann fékk stóran skurð á hökuna og það blæddi úr eyrunum á honum, svo ég var mjög smeykur," sagði Friðrik. Hann segir að líðan Bradford sé góð eftir atvikum, en hann fór í sneiðmyndatöku eftir fallið. "Hann var á spítalanum yfir nótt en hann er merkilega brattur þrátt fyrir þetta. Við vitum ekki meira fyrrr en á morgun en ég er að gera mér vonir um að hann spili með okkur á mánudaginn," sagði Friðrik. Ekki er komið í ljós hvort Bradford er kjálkabrotinn, en hann braut nokkrar tennur í fallinu. "Maður þakkar bara fyrir að þetta gerðist inni en ekki úti á gangstétt eða eitthvað þannig. Það má eiginlega segja að þetta hafi farið betur en á horfðist," sagði Friðrik. Bradford er algjör lykilmaður í liði Grindavíkur og það yrði því væntanlega mikil blóðtaka fyrir liðið ef hann myndi missa af undanúrslitaeinvíginu, þar sem Grindavík mætir annað hvort Keflavík eða Snæfelli. Dominos-deild karla Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira
Óvíst er hvort framherjinn Nick Bradford geti leikið með Grindvíkingum í undanúrslitunum í Iceland Express deildinni. Bradford datt illa og rotaðist þegar hann var að koma frá lækni. Bradford var hjá lækni þar sem hann fékk sprautu í hnéð en þegar hann var á leið út frá lækninum, er talið að blóðþrýstingur hans hafi hríðfallið með þeim afleiðingum að hann féll í yfirlið og skall í gólfið. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur var með Bradford þegar atvikið átti sér stað og segir að sér hafi brugðið mikið. "Hann bara small á andlitinu steinrotaður. Það virðist hafa snarliðið yfir hann og hann skall bara með andlitið á undan sér á flísarnar. Ég var með hann í fanginu með opin augun og hann fékk krampakast í kjölfarið. Ég vissi ekki hvort maðurinn væri að fá hjartaáfall eða hvað. Hann fékk stóran skurð á hökuna og það blæddi úr eyrunum á honum, svo ég var mjög smeykur," sagði Friðrik. Hann segir að líðan Bradford sé góð eftir atvikum, en hann fór í sneiðmyndatöku eftir fallið. "Hann var á spítalanum yfir nótt en hann er merkilega brattur þrátt fyrir þetta. Við vitum ekki meira fyrrr en á morgun en ég er að gera mér vonir um að hann spili með okkur á mánudaginn," sagði Friðrik. Ekki er komið í ljós hvort Bradford er kjálkabrotinn, en hann braut nokkrar tennur í fallinu. "Maður þakkar bara fyrir að þetta gerðist inni en ekki úti á gangstétt eða eitthvað þannig. Það má eiginlega segja að þetta hafi farið betur en á horfðist," sagði Friðrik. Bradford er algjör lykilmaður í liði Grindavíkur og það yrði því væntanlega mikil blóðtaka fyrir liðið ef hann myndi missa af undanúrslitaeinvíginu, þar sem Grindavík mætir annað hvort Keflavík eða Snæfelli.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira