Benedikt: Pressan er á Grindavík núna 6. apríl 2009 15:12 "Tíminn líður voðalega hægt núna og maður er bara að byrja eftir að þetta fari að byrja," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, þegar Vísir spurði hann út í leik kvöldsins. KR sækir þá Grindavík heim í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 19:15, en vesturbæingar höfðu nauman 88-84 sigur í fyrsta leiknum í DHL höllinni. KR var þar með örugga forystu nær allan leikinn en Grindvíkingar náðu að gera leikinn áhugaverðan í lokin með góðri rispu. Við spurðum Benedikt hvort lokamínúturnar sætu í hans mönnum. "Það situr alveg eftir hjá okkur. Grindvíkingarnir geta skorað grimmt á skömmum tíma ef menn gefa þeim færi á því, þannig að þeir minntu okkur vel á sig eftir að við höfðum stjórnað þessu lengst af. Þeir sýndu það líka á móti Snæfelli. Grindvíkingarnir hitta líka vel á heimavelli og geta skotið þar eftir minni, svo þetta verður erfitt í kvöld," sagði Benedikt. Óbreyttur leikstíll Benedikt segist ekki ætla að breyta neinu í leikstíl sinna manna í kvöld þó liðið sé að fara á erfiðan útivöll. "Við gerum bara það sama og síðast, nema hvað við verðum að halda því aðeins lengur. Við vorum að spila góða vörn og nýta okkur auðveld færi upp úr því. Þetta var okkar leikur þangað til um sjö mínútur voru eftir," sagði Benedikt. "Við ætluðum að ráðast vel á Pál og þeir sem fóru á hann gerðu það vel og náðu að skora oft á hann. Við vitum að hann getur skotið vel áfram þó honum sé illt í löppunum, en ef menn eru slæmir í hnjánum, bitnar það oft fyrst á þeim varnarlega. Það er því eitthvað sem við komum til með að halda áfram að mjólka," sagði Benedikt. Pressan á Grindavík KR náði að verja heimavöll sinn áfram með sigri í fyrsta leiknum, en þar hefur liðið ekki tapað í allan vetur. Við spurðum Benedikt út í spennustigið. "Pressan er kannski komin yfir til þeirra í bili eftir að hafa verið á okkur í fyrsta leik. Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, sérstaklega þá, þannig að þeir mæta væntanlega dýrvitlausir til leiks í kvöld. Þeir vilja ekki lenda undir 2-0 og gáfu það auðvitað út fyrir tímabilið að það yrðu vonbrigði ef þeir næðu ekki í titla. Það er samt ljóst að það er hellingur eftir af þessari séríu. Þetta er bara rétt að byrja og úrslitin ráðast ekki í fyrsta leik," sagði Benedikt. Dominos-deild karla Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira
"Tíminn líður voðalega hægt núna og maður er bara að byrja eftir að þetta fari að byrja," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, þegar Vísir spurði hann út í leik kvöldsins. KR sækir þá Grindavík heim í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 19:15, en vesturbæingar höfðu nauman 88-84 sigur í fyrsta leiknum í DHL höllinni. KR var þar með örugga forystu nær allan leikinn en Grindvíkingar náðu að gera leikinn áhugaverðan í lokin með góðri rispu. Við spurðum Benedikt hvort lokamínúturnar sætu í hans mönnum. "Það situr alveg eftir hjá okkur. Grindvíkingarnir geta skorað grimmt á skömmum tíma ef menn gefa þeim færi á því, þannig að þeir minntu okkur vel á sig eftir að við höfðum stjórnað þessu lengst af. Þeir sýndu það líka á móti Snæfelli. Grindvíkingarnir hitta líka vel á heimavelli og geta skotið þar eftir minni, svo þetta verður erfitt í kvöld," sagði Benedikt. Óbreyttur leikstíll Benedikt segist ekki ætla að breyta neinu í leikstíl sinna manna í kvöld þó liðið sé að fara á erfiðan útivöll. "Við gerum bara það sama og síðast, nema hvað við verðum að halda því aðeins lengur. Við vorum að spila góða vörn og nýta okkur auðveld færi upp úr því. Þetta var okkar leikur þangað til um sjö mínútur voru eftir," sagði Benedikt. "Við ætluðum að ráðast vel á Pál og þeir sem fóru á hann gerðu það vel og náðu að skora oft á hann. Við vitum að hann getur skotið vel áfram þó honum sé illt í löppunum, en ef menn eru slæmir í hnjánum, bitnar það oft fyrst á þeim varnarlega. Það er því eitthvað sem við komum til með að halda áfram að mjólka," sagði Benedikt. Pressan á Grindavík KR náði að verja heimavöll sinn áfram með sigri í fyrsta leiknum, en þar hefur liðið ekki tapað í allan vetur. Við spurðum Benedikt út í spennustigið. "Pressan er kannski komin yfir til þeirra í bili eftir að hafa verið á okkur í fyrsta leik. Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, sérstaklega þá, þannig að þeir mæta væntanlega dýrvitlausir til leiks í kvöld. Þeir vilja ekki lenda undir 2-0 og gáfu það auðvitað út fyrir tímabilið að það yrðu vonbrigði ef þeir næðu ekki í titla. Það er samt ljóst að það er hellingur eftir af þessari séríu. Þetta er bara rétt að byrja og úrslitin ráðast ekki í fyrsta leik," sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar Sjá meira