Stærstu málin Jón Ormur Halldórsson skrifar 14. september 2009 06:00 Ég vorkenni fréttamönnum erlendra frétta þessa mánuðina. Þetta er svo sem ekki mikilsvirt stétt, einhvers staðar á milli lögmanna og fjármálaráðgjafa. Ekki svo að skilja að viðfangsefnin séu ekki til fyrir þessa stétt manna sem ásamt álitsgjöfum og fræðimönnum hafa tekjur sínar af hörmungum heimsins. Góðar erlendar fréttir eru fágætar þótt þeim sé fagnað jafn mikið af þeim sem skrifa þær og okkur hinum sem lesa þær. Það er hins vegar ekki æsandi að bíða eftir stefnu Obama í bankamálum, né húsnæðisstefnu Suður-Afríku. Stóru málin eru stóru málin og þola illa smæð. Það er eins og þau verði kúnstugri um leið og þau eru minnkuð. Svona einhvers konar Heljarslóðarorrusta. Stærri og minni vandamálÞað er líklega stærsti árangur Baracks Obama í embætti að sópa stórmálunum undir teppið og beina sjónum manna að þeim minni. Það merkilegasta við þetta er að ekkert stóru málanna er leyst eða jafnvel nálægt því að vera leyst. Sambandið við Rússland virðist þægilegra, en um leið dragast Bandaríkin sífellt meira inn í innanlandspólitík í Rússlandi og enn frekar gegn vilja sínum inn í stjórnmál landanna í kring. Risaveldi á sér ekki landamæri og fyrir því finna Bandaríkin nú. Sambandið við Kínverja virðist traustara en áður, en um leið er Bandaríkjaforseti með óleysanleg viðfangsefni sem snúa að Kína. Sambandið við Suður-Ameríku virðist betra en áður, en samt er það fjarlægara en nokkru sinni fyrr, og þörf er á algjöru endurmati af hálfu Bandríkjanna. Bandaríkin hafa eignast harðan keppinaut í Afríku þar sem kínversk fyrirtæki fjárfesta óðum. Sambandið við Íran virðist vera að gróa en kosningasvindl og ný kynslóð ungs fólks er með kröfur á hendur stjórnvöldum sem Bandaríkin geta hvorki staðið með eða á móti, það fylkir sér um andstöðuna sem Bandaríkin eru tengd sögulegum sem nýlegum böndum. Flóknari valdabaráttaKína er nú þegar stærsti viðskiptaaðili Bandaríkjanna og stærsti lánveitandi þeirra. Ef Bandaríkjamenn geta litið framhjá einhverju ríki þá er það ekki Kína. Um leið dregst Kína inn í æ flóknari valdabaráttu og vígbúnaðarkapphlaup sem nær allt frá Ísrael til Kína. Bandaríkin eru að sogast inn í síflóknari valdabaráttu innan Rússlands og milli Rússlands og nágranna þess. Það sama á við um valdabaráttuna milli Pakistan og Indlands, bæði Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa dregist inn í hana. Engu að síður lifum við í heimi sem sýnist friðsælli en nokkru sinni á síðari árum. Breytingar virðast til batnaðar. Annað mesta efnahagsveldi heimsins hefur kosið sér nýja stefnu sem mun færa það nær vestrænum viðskiptaháttum. Hagvöxtur er meiri í Afríku en í áratugi. Efnahagslíf í Suður-Ameríku er um margt blómlegra. Heimskreppan virðist ætla að fara mildum höndum um flesta. En lítum bakvið tjöldin. Í uppsiglingu er vígbúnaðarkapphlaup í stórum hluta Asíu. Bandaríkin hafa með svo flóknum hætti blandast í deilur íslamskra ríkja að þau koma sér ekki út úr þeim hvort sem þau vilja eða ekki. Og Rússland er herveldi á brauðfótum. Þrjú ríki vilja aðskilnað frá Kína. Stór hluti íbúa Afríku má búa við að nauðganir og morð séu daglegt brauð. Þrátt fyrir Obama heldur bilið milli heimsálfa áfram að breikka. Hver sá sem heimsækir Suður-Ameríku finnur sig á annarri plánetu en Norður-Ameríku. Erfitt er að sjá fyrir sér mikilvæg milliríkjamál í framtíðinni án þess að eyðilegging umhverfisins komi þar við sögu. Sífellt aukin samskipti þjóða á milli eiga ekki stofnanakerfi til þess að rísa undir hlutverki sínu. Afrek Obama til þessa hefur verið að koma stórum málum undir mottuna. Þar verða þau ekki lengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun
Ég vorkenni fréttamönnum erlendra frétta þessa mánuðina. Þetta er svo sem ekki mikilsvirt stétt, einhvers staðar á milli lögmanna og fjármálaráðgjafa. Ekki svo að skilja að viðfangsefnin séu ekki til fyrir þessa stétt manna sem ásamt álitsgjöfum og fræðimönnum hafa tekjur sínar af hörmungum heimsins. Góðar erlendar fréttir eru fágætar þótt þeim sé fagnað jafn mikið af þeim sem skrifa þær og okkur hinum sem lesa þær. Það er hins vegar ekki æsandi að bíða eftir stefnu Obama í bankamálum, né húsnæðisstefnu Suður-Afríku. Stóru málin eru stóru málin og þola illa smæð. Það er eins og þau verði kúnstugri um leið og þau eru minnkuð. Svona einhvers konar Heljarslóðarorrusta. Stærri og minni vandamálÞað er líklega stærsti árangur Baracks Obama í embætti að sópa stórmálunum undir teppið og beina sjónum manna að þeim minni. Það merkilegasta við þetta er að ekkert stóru málanna er leyst eða jafnvel nálægt því að vera leyst. Sambandið við Rússland virðist þægilegra, en um leið dragast Bandaríkin sífellt meira inn í innanlandspólitík í Rússlandi og enn frekar gegn vilja sínum inn í stjórnmál landanna í kring. Risaveldi á sér ekki landamæri og fyrir því finna Bandaríkin nú. Sambandið við Kínverja virðist traustara en áður, en um leið er Bandaríkjaforseti með óleysanleg viðfangsefni sem snúa að Kína. Sambandið við Suður-Ameríku virðist betra en áður, en samt er það fjarlægara en nokkru sinni fyrr, og þörf er á algjöru endurmati af hálfu Bandríkjanna. Bandaríkin hafa eignast harðan keppinaut í Afríku þar sem kínversk fyrirtæki fjárfesta óðum. Sambandið við Íran virðist vera að gróa en kosningasvindl og ný kynslóð ungs fólks er með kröfur á hendur stjórnvöldum sem Bandaríkin geta hvorki staðið með eða á móti, það fylkir sér um andstöðuna sem Bandaríkin eru tengd sögulegum sem nýlegum böndum. Flóknari valdabaráttaKína er nú þegar stærsti viðskiptaaðili Bandaríkjanna og stærsti lánveitandi þeirra. Ef Bandaríkjamenn geta litið framhjá einhverju ríki þá er það ekki Kína. Um leið dregst Kína inn í æ flóknari valdabaráttu og vígbúnaðarkapphlaup sem nær allt frá Ísrael til Kína. Bandaríkin eru að sogast inn í síflóknari valdabaráttu innan Rússlands og milli Rússlands og nágranna þess. Það sama á við um valdabaráttuna milli Pakistan og Indlands, bæði Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa dregist inn í hana. Engu að síður lifum við í heimi sem sýnist friðsælli en nokkru sinni á síðari árum. Breytingar virðast til batnaðar. Annað mesta efnahagsveldi heimsins hefur kosið sér nýja stefnu sem mun færa það nær vestrænum viðskiptaháttum. Hagvöxtur er meiri í Afríku en í áratugi. Efnahagslíf í Suður-Ameríku er um margt blómlegra. Heimskreppan virðist ætla að fara mildum höndum um flesta. En lítum bakvið tjöldin. Í uppsiglingu er vígbúnaðarkapphlaup í stórum hluta Asíu. Bandaríkin hafa með svo flóknum hætti blandast í deilur íslamskra ríkja að þau koma sér ekki út úr þeim hvort sem þau vilja eða ekki. Og Rússland er herveldi á brauðfótum. Þrjú ríki vilja aðskilnað frá Kína. Stór hluti íbúa Afríku má búa við að nauðganir og morð séu daglegt brauð. Þrátt fyrir Obama heldur bilið milli heimsálfa áfram að breikka. Hver sá sem heimsækir Suður-Ameríku finnur sig á annarri plánetu en Norður-Ameríku. Erfitt er að sjá fyrir sér mikilvæg milliríkjamál í framtíðinni án þess að eyðilegging umhverfisins komi þar við sögu. Sífellt aukin samskipti þjóða á milli eiga ekki stofnanakerfi til þess að rísa undir hlutverki sínu. Afrek Obama til þessa hefur verið að koma stórum málum undir mottuna. Þar verða þau ekki lengi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun