Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2008 14:31 Hlynur Bæringsson með viðurkenningu sína í dag. Mynd/E. Stefán „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga," sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. „Þetta er svo sem ekkert sem maður stefnir að sérsatklega en það er þægileg tilfinning að vita að maður sé að gera eitthvað rétt." Kjör á besta leikmanninum og liði umferðanna var kynnt í dag. Hlynur leikur með Snæfelli sem vann fjóra af þeim sjö leikjum í áðurnefndum umferðum. Liðið situr í sjötta sæti deildarinnar sem stendur en er komið í úrslit bikarkeppninnar. „Ég hef verið mjög ánægður með gengi liðsins undanfarnar vikur. Við höfum fengið tvo sterka leikmenn aftur á fullu í liðið, þá Magna og Jón Ólaf og unnið sterk lið. Við unnum til að mynda Keflavík og Njarðvík tvisvar en töpuðum að vísu fyrir KR." Magni Hafsteinsson var lítið með Snæfelli fyrir áramót og þá var Jón Ólafur Jónsson frá í rúma tvo mánuði vegna meiðsla. En Hlyni líst vel á framhaldið. „Mér líst mjög vel á deildina og ég tel það gott að öll lið geti tapað alls staðar. Það er spilaður góður körfubolti og finnst mér deildin yfirhöfuð vera svolítið vanmetin." „Okkar gengi hefur ekki verið neitt sérstakt og erum við í sjötta sæti sem stendur. Við stefnum á efstu fjögur sætin til að koma okkur í heimavallarrétt í úrslitakeppninni." „Heimavallarrétturinn getur skipt miklu máli. Það er erfitt að lenda í fimmta sæti og fá þá sterkt lið í fyrstu umferð og eiga ekki heimavöllinn inni fyrir oddaleikinn." „Svo í næstu umferð er spilað upp á þrjá sigurleiki og þá skiptir heimavöllurinn ekki jafn miklu máli. Það er alltaf hægt að stela einum leik á útivelli í svo löngum seríum ef liðið er á annað borð nógu gott til að komast áfram." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sjá meira
„Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga," sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. „Þetta er svo sem ekkert sem maður stefnir að sérsatklega en það er þægileg tilfinning að vita að maður sé að gera eitthvað rétt." Kjör á besta leikmanninum og liði umferðanna var kynnt í dag. Hlynur leikur með Snæfelli sem vann fjóra af þeim sjö leikjum í áðurnefndum umferðum. Liðið situr í sjötta sæti deildarinnar sem stendur en er komið í úrslit bikarkeppninnar. „Ég hef verið mjög ánægður með gengi liðsins undanfarnar vikur. Við höfum fengið tvo sterka leikmenn aftur á fullu í liðið, þá Magna og Jón Ólaf og unnið sterk lið. Við unnum til að mynda Keflavík og Njarðvík tvisvar en töpuðum að vísu fyrir KR." Magni Hafsteinsson var lítið með Snæfelli fyrir áramót og þá var Jón Ólafur Jónsson frá í rúma tvo mánuði vegna meiðsla. En Hlyni líst vel á framhaldið. „Mér líst mjög vel á deildina og ég tel það gott að öll lið geti tapað alls staðar. Það er spilaður góður körfubolti og finnst mér deildin yfirhöfuð vera svolítið vanmetin." „Okkar gengi hefur ekki verið neitt sérstakt og erum við í sjötta sæti sem stendur. Við stefnum á efstu fjögur sætin til að koma okkur í heimavallarrétt í úrslitakeppninni." „Heimavallarrétturinn getur skipt miklu máli. Það er erfitt að lenda í fimmta sæti og fá þá sterkt lið í fyrstu umferð og eiga ekki heimavöllinn inni fyrir oddaleikinn." „Svo í næstu umferð er spilað upp á þrjá sigurleiki og þá skiptir heimavöllurinn ekki jafn miklu máli. Það er alltaf hægt að stela einum leik á útivelli í svo löngum seríum ef liðið er á annað borð nógu gott til að komast áfram." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sjá meira