Enn er beðið eftir Sundabraut Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 7. janúar 2008 08:00 Þrátt fyrir að allir virðist sammála um að Sundabraut sé ein mikilvægasta samgöngubót landsmanna allra er enn beðið. Ekkert virðist bóla á framkvæmdum og satt best að segja ekki ljóst hvernig þær verða, eða hver muni annast framkvæmdina. Í apríl 2006 samþykkti samráðsnefnd borgarstjórnar, Vegagerðarinnar, Faxaflóahafna og íbúasamtaka í Laugardal ogGrafarvogi, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, einróma að mæla með að Sundabraut yrði lögð frá Laugarnesi í jarðgöngum yfir í Gufunes, undir Kleppsvík. Þá vildi Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, meina að Sundabraut strandaði á ákvarðanafælni borgaryfirvalda, ekki væri ljóst hvar Sundabrautin ætti að liggja yfir Kleppsvík. Á sama tíma sagði Dagur að Sundabraut strandaði á peningum, þeir fengjust ekki frá ríkinu. Fyrsti möguleikinn til að höggva á þennan hnút var þegar sjálfstæðismenn stjórnuðu bæði borg og samgönguráðuneyti. Gísli Marteinn Baldursson var samstiga ákvörðun fyrri samráðsnefndarinnar fyrir hönd nýs meirihluta, því í nýrri samráðsnefnd var í desember 2006 lögð fram skýrsla um þessi göng, sem var „miklu jákvæðari í garð Sundaganga en menn hafi gert ráð fyrir", að sögn Gísla Marteins. Þá áttu göngin aðfara í umhverfismat. Annar möguleikinn til að höggva á hnútinn var þegar Samfylkingarfólk var orðið borgarstjóri, formaður samgöngunefndar og samgönguráðherra. Ef rétt var, eins og fullyrt var fyrrihluta árs, að Sundabraut kæmist ekki í framkvæmd vegna pólitískra deilna ríkis og borgar, það er Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, ætti sú ástæða ekki lengur að vera fyrir hendi. Þrátt fyrir að ákvarðanataka um Sundabraut sé nánast í höndum eins flokks er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður samgöngunefndar, í Fréttablaðinu í gær, að brýna fyrir Kristjáni Möller samgönguráðherra að taka ákvörðun um legu Sundabrautar sem fyrst. Hann geti ekki skýlt sér á bak við tæknilegar útfærslur til að forðast ákvarðanatöku, það hafi dregist allt of lengi að taka ákvörðun. Í júlí á síðasta ári var ljóst að hluta af því fé sem átti að fara til Sundabrautar yrði ráðstafað til annarra vegaframkvæmda, þar sem undirbúningur Sundabrautar væri tiltölulega skammt á veg kominn. Á einhverju í undirbúningsferlinu strandar því málið. Auðvitað tekur það tíma að undirbúa jarðgöng, ef enn stendur til að Sundabraut liggi í göngum frá Laugarnesi yfir í Gufunes. En það virðist bara alls ekki ljóst hvort eigi að fara þá leið. Hún er sannarlega dýrari en svokölluð innri leið, jafnvel allt að tíu milljörðum dýrari. Jafnframt yrði meiri sátt um ytri leiðina, sem til dæmis íbúasamtök í Grafarvogi og í Laugardal hafa samþykkt. Öllu máli skiptir að staða málsins skýrist, hvar Sundabraut stendur og af hverju ekki er hægt að taka ákvörðun um hvar hún á að liggja. Eins og Steinunn Valdís sagði í gær: „Það gengur ekki að málið sé þannig statt að enginn viti í hvaða farvegi það er." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Þrátt fyrir að allir virðist sammála um að Sundabraut sé ein mikilvægasta samgöngubót landsmanna allra er enn beðið. Ekkert virðist bóla á framkvæmdum og satt best að segja ekki ljóst hvernig þær verða, eða hver muni annast framkvæmdina. Í apríl 2006 samþykkti samráðsnefnd borgarstjórnar, Vegagerðarinnar, Faxaflóahafna og íbúasamtaka í Laugardal ogGrafarvogi, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, einróma að mæla með að Sundabraut yrði lögð frá Laugarnesi í jarðgöngum yfir í Gufunes, undir Kleppsvík. Þá vildi Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, meina að Sundabraut strandaði á ákvarðanafælni borgaryfirvalda, ekki væri ljóst hvar Sundabrautin ætti að liggja yfir Kleppsvík. Á sama tíma sagði Dagur að Sundabraut strandaði á peningum, þeir fengjust ekki frá ríkinu. Fyrsti möguleikinn til að höggva á þennan hnút var þegar sjálfstæðismenn stjórnuðu bæði borg og samgönguráðuneyti. Gísli Marteinn Baldursson var samstiga ákvörðun fyrri samráðsnefndarinnar fyrir hönd nýs meirihluta, því í nýrri samráðsnefnd var í desember 2006 lögð fram skýrsla um þessi göng, sem var „miklu jákvæðari í garð Sundaganga en menn hafi gert ráð fyrir", að sögn Gísla Marteins. Þá áttu göngin aðfara í umhverfismat. Annar möguleikinn til að höggva á hnútinn var þegar Samfylkingarfólk var orðið borgarstjóri, formaður samgöngunefndar og samgönguráðherra. Ef rétt var, eins og fullyrt var fyrrihluta árs, að Sundabraut kæmist ekki í framkvæmd vegna pólitískra deilna ríkis og borgar, það er Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, ætti sú ástæða ekki lengur að vera fyrir hendi. Þrátt fyrir að ákvarðanataka um Sundabraut sé nánast í höndum eins flokks er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður samgöngunefndar, í Fréttablaðinu í gær, að brýna fyrir Kristjáni Möller samgönguráðherra að taka ákvörðun um legu Sundabrautar sem fyrst. Hann geti ekki skýlt sér á bak við tæknilegar útfærslur til að forðast ákvarðanatöku, það hafi dregist allt of lengi að taka ákvörðun. Í júlí á síðasta ári var ljóst að hluta af því fé sem átti að fara til Sundabrautar yrði ráðstafað til annarra vegaframkvæmda, þar sem undirbúningur Sundabrautar væri tiltölulega skammt á veg kominn. Á einhverju í undirbúningsferlinu strandar því málið. Auðvitað tekur það tíma að undirbúa jarðgöng, ef enn stendur til að Sundabraut liggi í göngum frá Laugarnesi yfir í Gufunes. En það virðist bara alls ekki ljóst hvort eigi að fara þá leið. Hún er sannarlega dýrari en svokölluð innri leið, jafnvel allt að tíu milljörðum dýrari. Jafnframt yrði meiri sátt um ytri leiðina, sem til dæmis íbúasamtök í Grafarvogi og í Laugardal hafa samþykkt. Öllu máli skiptir að staða málsins skýrist, hvar Sundabraut stendur og af hverju ekki er hægt að taka ákvörðun um hvar hún á að liggja. Eins og Steinunn Valdís sagði í gær: „Það gengur ekki að málið sé þannig statt að enginn viti í hvaða farvegi það er."
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun