Vill skuldsett þjóð sökkva sér dýpra? Sighvatur Björgvinsson skrifar 14. ágúst 2008 00:01 Umræðan Fjármál. Næstliðin fjögur til fimm ár hafa verið einhver mesti uppgangstími í þjóðarsögunni. Atvinnuleysi var nánast ekkert heldur gátu landsmenn valið sér atvinnu við hæfi hvers og eins. Tekjur uxu hröðum skrefum. Verðmæti íbúðarhúsnæðis heimilanna fór ört hækkandi. Skattar voru lækkaðir a.m.k. á meðaltekjum og hærri. Næstum ótakmarkað framboð var á lánsfé. Lifað á sparnaði annarraHvernig notuðu landsmenn þessi gullnu tækifæri? Til þess að safna í sjóði og auka eignir sínar? Verða efnaðri þjóð? Nei. Hækkun á verðmati íbúðarhúsnæðis var notað sem andlag aukinnar lántöku heimila. Hækkandi tekjur voru nýttar til réttlætingar fyrir vaxandi greiðslubyrði heimila. Lækkun skatta sem ástæða aukinna neysluútgjalda heimila. Nærfellt ótakmarkað framboð á lánsfé til þess að geta „eignast" hluti, já heilu heimilin með öllu tilheyrandi og nýjum bíl í innkeyrslunni, en allt í skuld. Niðurstaðan eftir þessi uppgangsár: Íslensk heimili urðu á þessum blómatíma skuldsettustu heimili í víðri veröld. Athugið að sú skuldsetning er reiknað meðaltal skulda heimila. Mörg íslensk heimili hafa ekki tekið þátt í þessari háskaferð. Hvílíkan skuldabagga hafa þá ekki bundið sér þau heimili, sem hlut eiga að máli fyrst meðaltalið segir þessa sögu? Þau heimili, sem vildu eignast allt strax en eiga ekkert nema í skuld? Þau heimili, sem hafa fleytt sér áfram með því að taka ný lán til þess að greiða þau gömlu þegar að gjalddögum kemur og hafa þá gjarna haft nýju lánin eilítið hærri en þau gömlu til þess að geta keypt sér 42ja tommu flatskjá í stofuna? Þau heimili sem enn eru að kaupa sér nýja bíla hjá bílaumboðunum með 100% lánsfjármögnun þrátt fyrir allt krepputalið? Þau heimili, sem ekki aðeins eiga allt í skuld heldur skulda líka hæstu yfirdráttarlán í sögunni og visa-raðgreiðslulán í ofanálag? Þessi heimili hafa framfleytt sér árum saman á sparnaði annarra þjóða, sem þau hafa tekið að láni. Og þau virðast hafa hug á að halda því áfram. Hver er ábyrgur?Hvernig gat þetta gerst? Hvernig var þetta hægt? Jú með því, að lánveitendurnir - bankarnir - tóku skefjalaust erlend skammtímalán á lágum vöxtum og framlánuðu þau til íslenskra íbúðakaupenda og heimila á miklu hærri vöxtum og yfirleitt til mun lengri tíma. Sú er hins vegar ekki ástæðan fyrir hrikalegri skuldsetningu íslenskra heimila. Enginn banki neyðir neinn til lántöku. Þá ákvörðun taka menn sjálfir. Bankarnir gerðu mönnum einfaldlega mögulegt að lifa langt um efni fram. Ákvörðunin um að það skuli gert er hins vegar auðvitað fólksins sjálfs. Þeirra, sem völdu sér þann kost að eignast allt í skuld. Lán til að lána eigendum.En þessar lánveitingar til íslenskra íbúðakaupenda og neyslulán til íslenskra heimila eru samt aðeins lítill hluti af auknum umsvifum bankakerfisins. Mestöll erlendu skammtímalánin, sem íslensku bankarnir tóku, voru nýtt til annarra þarfa. Annars vegar til þess að kosta áhættufjárfestingar og eignakaup bankanna sjálfra, einkum í útlöndum, og hins vegar til þess að lána íslenskum útrásarfyrirtækjum til áhættufjárfestinga erlendis. Og svo vill til, að mjög margir þessir áhættufjárfestar eru jafnframt eigendur bankanna. Bankarnir voru sem sé að taka lán til þess að framlána eigendum sínum. Og a.m.k. sumar þessar áhættufjárfestingar hafa því miður ekki reynst vera áhættunnar virði. Allri þjóðinni sökkt í fenið?Hin alþjóðlega lánsfjárkreppa hefur stöðvað þennan hrunadans. Bankarnir fá ekki lengur lán í útlöndum til þess að geta haldið áfram að bjóða skuldsettum íslenskum heimilum að skuldbreyta neyslulánum sínum með nýjum og hærri lántökum. Nú er komið að því að skuldendurnir þurfa að fara að borga. Og bankarnir fá ekki heldur erlend lán til þess að geta sjálfir skuldbreytt erlendum skammtímalánum sínum með nýjum lántökum á meðan beðið er eftir því að lán bankanna til áhættufjárfestinga útrásarfyrirtækjanna fari að skila tilætluðum arði - ef það þá gerist. Og hvert á þá að vera svarið? Að Seðlabanki Íslands taki lán í erlendum gjaldeyri á ábyrgð þjóðarinnar að fjárhæð 500 milljarðar króna til þess að lána bönkunum svo þeir geti staðið í skilum og haldið áfram að lána skuldsettum íslenskum heimilum og útrásarfyrirtækjum, þ.á m. eigendum sínum!?! Þetta er sagt að sé krafa þjóðarinnar. M.ö.o. sú þjóð, sem fest hefur sig í forað skuldsetningar og erlendrar lántöku sjái enga aðra betri leið út en að taka nýtt risalán á ábyrgð sjálfrar sín til þess að fleyta sér áfram eftir sama farvegi? Ekki áhugasamur um uppáskriftMá ég, sem verandi einn einstaklingur meðal þessarar þjóðar, frábiðja mér að verið sé að tala um slíkt úrræði sem „lausn á efnahagsvandanum". Þetta er ekki lausn heldur algert neyðarúrræði reynist svo að hinir stóru íslensku bankar og hinir ríku eigendur þeirra, útrásaraðilarnir, ráði ekki við vanda, sem þeir hafa að verulegu leyti orsakað sjálfir. Ég vil fá að horfast í augu við að slíkt neyðarástand muni skapast áður en ég tek í mál að gerast meðábyrgur fyrir 500 milljarða króna lántöku þjóðarinnar til þess að „leysa" vanda ofurskuldsettra heimila og bankanna. Stutt er síðan bankarnir voru einkavæddir og nýir eigendur hófu hraða sókn til aukinna umsvifa. Er það ekki nokkur áfellisdómur um þá einkavæðingu þegar svo er komið að opinber sjóður, Íbúðalánasjóður, þarf að taka lán á ábyrgð íslenska ríkisins til þess að lána bönkunum svo þeir geti veitt íslenskum íbúðakaupendum lánsfjárfyrirgreiðslu? Væri það ekki að bíta höfuðið af skömminni ef þjóðin þarf nú að bakábyrgjast 500 þúsund milljóna króna erlenda lántöku Seðlabanka Íslands til þess að þessir sömu bankar geti staðið skil á skuldbindingum sínum erlendis? A.m.k. vil ég fá að horfast í augu við hvaða úrræði bankarnir sjálfir og eigendur þeirra kunna að eiga í fórum sínum áður en ég fellst á að styðja slíkt neyðarúrræði. Nei, þetta er ekki lausn á efnahagsvandanum. Kröfur eru gerðar á ríkisstjórnina. En hvað getur hún gert? Hennar úrræði við þessar aðstæður eru takmörkuð. Það verða menn að gera sér ljóst. Samtímaúrræði og framtíðarlausnirEngin töfralausn er til á þeim vanda, sem nú steðjar að þjóðinni; að sumu leyti fyrir hennar eigin tilverknað en að öðru leyti vegna þess að hún getur ekki lengur kostað neyslu sína með sparnaði annarra þjóða. A.m.k. ekki í náinni framtíð. Hættan er hins vegar fyrst og fremst sú eins og nú standa sakir að ofan á erfiðleikana bætist atvinnuleysi. Skuldsettir landsmenn geta ekki tekið á vandamálum sínum ef við bætist missir atvinnutekna. Meginviðfangsefni og raunar eina samtímaúrræðið, sem ríkisvaldið getur beitt við þessar aðstæður, er að berjast með öllum ráðum gegn umtalsverðri aukningu atvinnuleysis. Þar verður að nýta öll tækifæri til atvinnusköpunar sem bjóðast. Enginn atvinnuleysingi lifir á loftinu - ekki heldur þó það sé bæði tært og ómengað. Og hver hefur kjark til þess að segja við þá, sem nú eru að missa atvinnuna í fjöldauppsögnum, að þeir eigi að lifa á hugvitinu? Ísland er ekki slíkt draumaland að þannig lausnir dugi. Frambúðarlausn er svo vitaskuld fólgin í því að leita leiða til þess að búa íslenskum heimilum og atvinnulífi meira öryggi með traustari gjaldmiðli. Það er öllum í hag - en það er lausn sem tekur óhjákvæmilega nokkurn tíma þannig að því fyrr sem lagt er af stað í þá vegferð þeim mun betra. Allra þýðingarmest er þó að segja á þjóðinni sannleikann svo hún geti horfst í augu við veruleikann eins og hann er en ekki eins og menn vilja að hann sé. Þar hafa margir fjölmiðlar ekki rækt sína skyldu heldur hlaupið krókaleiðir á krókaleiðir ofan eftir villuljósum, heimskulegum hugdettum og innistæðulausum upphrópunum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Umræðan Fjármál. Næstliðin fjögur til fimm ár hafa verið einhver mesti uppgangstími í þjóðarsögunni. Atvinnuleysi var nánast ekkert heldur gátu landsmenn valið sér atvinnu við hæfi hvers og eins. Tekjur uxu hröðum skrefum. Verðmæti íbúðarhúsnæðis heimilanna fór ört hækkandi. Skattar voru lækkaðir a.m.k. á meðaltekjum og hærri. Næstum ótakmarkað framboð var á lánsfé. Lifað á sparnaði annarraHvernig notuðu landsmenn þessi gullnu tækifæri? Til þess að safna í sjóði og auka eignir sínar? Verða efnaðri þjóð? Nei. Hækkun á verðmati íbúðarhúsnæðis var notað sem andlag aukinnar lántöku heimila. Hækkandi tekjur voru nýttar til réttlætingar fyrir vaxandi greiðslubyrði heimila. Lækkun skatta sem ástæða aukinna neysluútgjalda heimila. Nærfellt ótakmarkað framboð á lánsfé til þess að geta „eignast" hluti, já heilu heimilin með öllu tilheyrandi og nýjum bíl í innkeyrslunni, en allt í skuld. Niðurstaðan eftir þessi uppgangsár: Íslensk heimili urðu á þessum blómatíma skuldsettustu heimili í víðri veröld. Athugið að sú skuldsetning er reiknað meðaltal skulda heimila. Mörg íslensk heimili hafa ekki tekið þátt í þessari háskaferð. Hvílíkan skuldabagga hafa þá ekki bundið sér þau heimili, sem hlut eiga að máli fyrst meðaltalið segir þessa sögu? Þau heimili, sem vildu eignast allt strax en eiga ekkert nema í skuld? Þau heimili, sem hafa fleytt sér áfram með því að taka ný lán til þess að greiða þau gömlu þegar að gjalddögum kemur og hafa þá gjarna haft nýju lánin eilítið hærri en þau gömlu til þess að geta keypt sér 42ja tommu flatskjá í stofuna? Þau heimili sem enn eru að kaupa sér nýja bíla hjá bílaumboðunum með 100% lánsfjármögnun þrátt fyrir allt krepputalið? Þau heimili, sem ekki aðeins eiga allt í skuld heldur skulda líka hæstu yfirdráttarlán í sögunni og visa-raðgreiðslulán í ofanálag? Þessi heimili hafa framfleytt sér árum saman á sparnaði annarra þjóða, sem þau hafa tekið að láni. Og þau virðast hafa hug á að halda því áfram. Hver er ábyrgur?Hvernig gat þetta gerst? Hvernig var þetta hægt? Jú með því, að lánveitendurnir - bankarnir - tóku skefjalaust erlend skammtímalán á lágum vöxtum og framlánuðu þau til íslenskra íbúðakaupenda og heimila á miklu hærri vöxtum og yfirleitt til mun lengri tíma. Sú er hins vegar ekki ástæðan fyrir hrikalegri skuldsetningu íslenskra heimila. Enginn banki neyðir neinn til lántöku. Þá ákvörðun taka menn sjálfir. Bankarnir gerðu mönnum einfaldlega mögulegt að lifa langt um efni fram. Ákvörðunin um að það skuli gert er hins vegar auðvitað fólksins sjálfs. Þeirra, sem völdu sér þann kost að eignast allt í skuld. Lán til að lána eigendum.En þessar lánveitingar til íslenskra íbúðakaupenda og neyslulán til íslenskra heimila eru samt aðeins lítill hluti af auknum umsvifum bankakerfisins. Mestöll erlendu skammtímalánin, sem íslensku bankarnir tóku, voru nýtt til annarra þarfa. Annars vegar til þess að kosta áhættufjárfestingar og eignakaup bankanna sjálfra, einkum í útlöndum, og hins vegar til þess að lána íslenskum útrásarfyrirtækjum til áhættufjárfestinga erlendis. Og svo vill til, að mjög margir þessir áhættufjárfestar eru jafnframt eigendur bankanna. Bankarnir voru sem sé að taka lán til þess að framlána eigendum sínum. Og a.m.k. sumar þessar áhættufjárfestingar hafa því miður ekki reynst vera áhættunnar virði. Allri þjóðinni sökkt í fenið?Hin alþjóðlega lánsfjárkreppa hefur stöðvað þennan hrunadans. Bankarnir fá ekki lengur lán í útlöndum til þess að geta haldið áfram að bjóða skuldsettum íslenskum heimilum að skuldbreyta neyslulánum sínum með nýjum og hærri lántökum. Nú er komið að því að skuldendurnir þurfa að fara að borga. Og bankarnir fá ekki heldur erlend lán til þess að geta sjálfir skuldbreytt erlendum skammtímalánum sínum með nýjum lántökum á meðan beðið er eftir því að lán bankanna til áhættufjárfestinga útrásarfyrirtækjanna fari að skila tilætluðum arði - ef það þá gerist. Og hvert á þá að vera svarið? Að Seðlabanki Íslands taki lán í erlendum gjaldeyri á ábyrgð þjóðarinnar að fjárhæð 500 milljarðar króna til þess að lána bönkunum svo þeir geti staðið í skilum og haldið áfram að lána skuldsettum íslenskum heimilum og útrásarfyrirtækjum, þ.á m. eigendum sínum!?! Þetta er sagt að sé krafa þjóðarinnar. M.ö.o. sú þjóð, sem fest hefur sig í forað skuldsetningar og erlendrar lántöku sjái enga aðra betri leið út en að taka nýtt risalán á ábyrgð sjálfrar sín til þess að fleyta sér áfram eftir sama farvegi? Ekki áhugasamur um uppáskriftMá ég, sem verandi einn einstaklingur meðal þessarar þjóðar, frábiðja mér að verið sé að tala um slíkt úrræði sem „lausn á efnahagsvandanum". Þetta er ekki lausn heldur algert neyðarúrræði reynist svo að hinir stóru íslensku bankar og hinir ríku eigendur þeirra, útrásaraðilarnir, ráði ekki við vanda, sem þeir hafa að verulegu leyti orsakað sjálfir. Ég vil fá að horfast í augu við að slíkt neyðarástand muni skapast áður en ég tek í mál að gerast meðábyrgur fyrir 500 milljarða króna lántöku þjóðarinnar til þess að „leysa" vanda ofurskuldsettra heimila og bankanna. Stutt er síðan bankarnir voru einkavæddir og nýir eigendur hófu hraða sókn til aukinna umsvifa. Er það ekki nokkur áfellisdómur um þá einkavæðingu þegar svo er komið að opinber sjóður, Íbúðalánasjóður, þarf að taka lán á ábyrgð íslenska ríkisins til þess að lána bönkunum svo þeir geti veitt íslenskum íbúðakaupendum lánsfjárfyrirgreiðslu? Væri það ekki að bíta höfuðið af skömminni ef þjóðin þarf nú að bakábyrgjast 500 þúsund milljóna króna erlenda lántöku Seðlabanka Íslands til þess að þessir sömu bankar geti staðið skil á skuldbindingum sínum erlendis? A.m.k. vil ég fá að horfast í augu við hvaða úrræði bankarnir sjálfir og eigendur þeirra kunna að eiga í fórum sínum áður en ég fellst á að styðja slíkt neyðarúrræði. Nei, þetta er ekki lausn á efnahagsvandanum. Kröfur eru gerðar á ríkisstjórnina. En hvað getur hún gert? Hennar úrræði við þessar aðstæður eru takmörkuð. Það verða menn að gera sér ljóst. Samtímaúrræði og framtíðarlausnirEngin töfralausn er til á þeim vanda, sem nú steðjar að þjóðinni; að sumu leyti fyrir hennar eigin tilverknað en að öðru leyti vegna þess að hún getur ekki lengur kostað neyslu sína með sparnaði annarra þjóða. A.m.k. ekki í náinni framtíð. Hættan er hins vegar fyrst og fremst sú eins og nú standa sakir að ofan á erfiðleikana bætist atvinnuleysi. Skuldsettir landsmenn geta ekki tekið á vandamálum sínum ef við bætist missir atvinnutekna. Meginviðfangsefni og raunar eina samtímaúrræðið, sem ríkisvaldið getur beitt við þessar aðstæður, er að berjast með öllum ráðum gegn umtalsverðri aukningu atvinnuleysis. Þar verður að nýta öll tækifæri til atvinnusköpunar sem bjóðast. Enginn atvinnuleysingi lifir á loftinu - ekki heldur þó það sé bæði tært og ómengað. Og hver hefur kjark til þess að segja við þá, sem nú eru að missa atvinnuna í fjöldauppsögnum, að þeir eigi að lifa á hugvitinu? Ísland er ekki slíkt draumaland að þannig lausnir dugi. Frambúðarlausn er svo vitaskuld fólgin í því að leita leiða til þess að búa íslenskum heimilum og atvinnulífi meira öryggi með traustari gjaldmiðli. Það er öllum í hag - en það er lausn sem tekur óhjákvæmilega nokkurn tíma þannig að því fyrr sem lagt er af stað í þá vegferð þeim mun betra. Allra þýðingarmest er þó að segja á þjóðinni sannleikann svo hún geti horfst í augu við veruleikann eins og hann er en ekki eins og menn vilja að hann sé. Þar hafa margir fjölmiðlar ekki rækt sína skyldu heldur hlaupið krókaleiðir á krókaleiðir ofan eftir villuljósum, heimskulegum hugdettum og innistæðulausum upphrópunum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar