Matur

Heitir kossar: Bragðgóðar nautalundir

Olían er hituð á pönnu, nautalundir brúnað vel á báðum hliðum og kryddað með salti og pipar.

Því næst er sveppum, skinku og beikoni bætt út á og blandað saman á pönnunni. Að lokum fer chilisósan og rjóminn útí og allt látið malla saman í nokkrar mínútur.

Ef rétturinn á að vera sterkur er hann svo bragðbættur með tabasco.

1 kg. Nautalund (skorinn í 70-80 g steikur)
1 box sveppir, skornir í sneiðar
1 bréf skinka, skorin í bita
1 bréf beikon, saxað
Heinz chilisósa
rjómi
Tabasco
Salt og pipar
Olía til steikingar

Uppskrift af Nóatún.is








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.