Horft til Evrópu 23. apríl 2008 00:01 Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins Gaums, sagðist ekki telja að við Íslendingar ættum margar færar leiðir til að ná stöðugleika í atvinnulífinu til framtíðar. „Við getum auðveldlega eytt dýrmætum tíma í umræður um hvort hinir ýmsu gjaldmiðlar komi okkur á réttan kjöl. Ég tel hins vegar að við eigum að horfa til evrunnar og aðildar að Evrópusambandinu. Því hefur verið haldið fram að umræðan um Evrópusambandið og evru sé flótti frá því verkefni sem þjóðin standi nú frammi fyrir. Ég get ekki fallist á það. Nær væri að segja að við höfum sofið á verðinum og svikist um að marka okkur skýra stefnu í Evrópumálum meðan flest hefur gengið okkur í haginn. Við stöndum frammi fyrir brennandi spurningum, sem við höfum svikist um að leita svara við," sagði hún. Kristín benti á að þau skref sem Ísland hefði stigið í Evrópusamstarfi hefðu tvímælalaust orðið þjóðinni til framdráttar. „EFTA og svo samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafa gefist vel, um það er ekki deilt. En þróun undanfarinna vikna færir okkur heim sanninn um að aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu var bara biðleikur. Sá djarfi biðleikur galopnaði hagkerfið en við héldum áfram að notast við krónu sem er svo aum að spákaupmenn á mörkuðum geta spilað með efnahag heillar þjóðar, eins og fréttir undanfarinna daga og vikna sýna." Hún sagði að ekki væri unnt að halda úti galopnu hagkerfi með flöktandi örmynt. Stjórnendur fyrirtækja yrðu að geta gefið sig alla í reksturinn á hverjum tíma og duttlungar krónunnar gætu hvorki né mættu ráða för. „Ekki er víst að fyrirtækin geti starfað áfram við óbreyttar aðstæður. Þá gæti þeim orðið nauðugur sá kostur að færa sig úr landi."Óbreytt ástand ekki kosturÁhrifin af alþjóðlegu lausafjárkreppunni eru meiri á Íslandi en virðist við fyrstu sýn, sagði Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans, í erindi sínu og benti á að valmöguleikum okkar í efnahagsmálum hefði í raun fækkað. „Óbreytt ástand í peningamálum er til dæmis ekki kostur í stöðunni - nema fjármálakerfið dragist verulega saman," sagði hún.Edda Rós sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að ef fram kæmi yfirlýsing frá stjórnvöldum um áhuga á að taka upp evru kæmu strax fram jákvæð áhrif á vexti og gengi. „Slík yfirlýsing yrði hins vegar mjög ótrúverðug í kjölfar þess að horfið væri frá verðbólgumarkmiðinu. Alþjóðafjármálakerfið myndi ekki treysta stjórnvöldum til að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar væru til að evruaðild yrði bærileg fyrir Íslendinga. Hér yrði því áfram hátt áhættuálag á vexti og sveiflur í krónunni. Evruvalkostur stæði tæplega til boða í framhaldinu næstu fimm árin."Edda Rós sagðist telja tillögur um einhliða tengingu krónunnar við aðrar myntir til þess fallnar að grafa undan núverandi peningastjórn. „Þær eru heldur ekki til þess fallnar að auka trú alþjóðahagkerfisins á íslenska fjármálakerfið, nema síður sé, því að án aðildar að Seðlabönkum viðkomandi myntar vantar íslenska fjármálakerfið það bakland sem bankar þessara landa hafa. Við yrðum því að minnka bankakerfið með sölu eigna eða með því að færa höfuðstöðvar til útlanda. Það er auðvitað raunhæfur kostur, en við verðum þá að vera meðvituð um að það yrði niðurstaðan," sagði hún.ræða Verður stjórnskipun landsins fyrstÓlöf Nordal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, sagði óraunhæft að ræða aðild að Evrópusambandinu án þess að viðurkenna að grundvallarumræða um stjórnskipun landsins hefði ekki farið fram. „Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að við ættum að læra af reynslunni þegar EES-samningurinn var innleiddur hér og ég held því fram að þorri landsmanna hafi ekki gert sér grein fyrir því valdaframsali sem í honum fólst. Við verðum að koma okkur saman um stjórnarskrárbreytingar fyrst og við vitum að það tekur nokkur ár að koma slíkum breytingum fram," sagði hún.Ólöf sagði aðeins til bölvunar að blanda þessum málum inn í umræður um lausn þeirra aðkallandi vandamála sem nú væru komin upp í efnahagslífinu. „ESB-aðild tryggir ekki aðild að evrusvæðinu nema Ísland hafi þegar uppfyllt ströng skilyrði um lága verðbólgu, stöðugt gengi og sterk ríkisfjármál. Fjármálavandinn nú stafar fyrst og fremst af ytri vanda sem á okkur dynur. Við hann verðum við að berjast með öllum tiltækum vopnum. Að því loknu verður að draga af honum lærdóm og ákveða hvaða leiðir eru farsælastar til að styrkja kerfið til framtíðar. Það er því brýnasta verkefni dagsins að ná efnahagsjafnvægi, hvort sem við sjáum að því loknu þörf á að breyta stöðu okkar í efnahagskerfi heimsins eða ekki. Það verður ekki útkljáð fyrr en að þessu verki loknu. Við höfum ekki tíma til slíkra hluta nú," sagði Ólöf Nordal.- bih Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins Gaums, sagðist ekki telja að við Íslendingar ættum margar færar leiðir til að ná stöðugleika í atvinnulífinu til framtíðar. „Við getum auðveldlega eytt dýrmætum tíma í umræður um hvort hinir ýmsu gjaldmiðlar komi okkur á réttan kjöl. Ég tel hins vegar að við eigum að horfa til evrunnar og aðildar að Evrópusambandinu. Því hefur verið haldið fram að umræðan um Evrópusambandið og evru sé flótti frá því verkefni sem þjóðin standi nú frammi fyrir. Ég get ekki fallist á það. Nær væri að segja að við höfum sofið á verðinum og svikist um að marka okkur skýra stefnu í Evrópumálum meðan flest hefur gengið okkur í haginn. Við stöndum frammi fyrir brennandi spurningum, sem við höfum svikist um að leita svara við," sagði hún. Kristín benti á að þau skref sem Ísland hefði stigið í Evrópusamstarfi hefðu tvímælalaust orðið þjóðinni til framdráttar. „EFTA og svo samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafa gefist vel, um það er ekki deilt. En þróun undanfarinna vikna færir okkur heim sanninn um að aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu var bara biðleikur. Sá djarfi biðleikur galopnaði hagkerfið en við héldum áfram að notast við krónu sem er svo aum að spákaupmenn á mörkuðum geta spilað með efnahag heillar þjóðar, eins og fréttir undanfarinna daga og vikna sýna." Hún sagði að ekki væri unnt að halda úti galopnu hagkerfi með flöktandi örmynt. Stjórnendur fyrirtækja yrðu að geta gefið sig alla í reksturinn á hverjum tíma og duttlungar krónunnar gætu hvorki né mættu ráða för. „Ekki er víst að fyrirtækin geti starfað áfram við óbreyttar aðstæður. Þá gæti þeim orðið nauðugur sá kostur að færa sig úr landi."Óbreytt ástand ekki kosturÁhrifin af alþjóðlegu lausafjárkreppunni eru meiri á Íslandi en virðist við fyrstu sýn, sagði Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans, í erindi sínu og benti á að valmöguleikum okkar í efnahagsmálum hefði í raun fækkað. „Óbreytt ástand í peningamálum er til dæmis ekki kostur í stöðunni - nema fjármálakerfið dragist verulega saman," sagði hún.Edda Rós sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að ef fram kæmi yfirlýsing frá stjórnvöldum um áhuga á að taka upp evru kæmu strax fram jákvæð áhrif á vexti og gengi. „Slík yfirlýsing yrði hins vegar mjög ótrúverðug í kjölfar þess að horfið væri frá verðbólgumarkmiðinu. Alþjóðafjármálakerfið myndi ekki treysta stjórnvöldum til að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar væru til að evruaðild yrði bærileg fyrir Íslendinga. Hér yrði því áfram hátt áhættuálag á vexti og sveiflur í krónunni. Evruvalkostur stæði tæplega til boða í framhaldinu næstu fimm árin."Edda Rós sagðist telja tillögur um einhliða tengingu krónunnar við aðrar myntir til þess fallnar að grafa undan núverandi peningastjórn. „Þær eru heldur ekki til þess fallnar að auka trú alþjóðahagkerfisins á íslenska fjármálakerfið, nema síður sé, því að án aðildar að Seðlabönkum viðkomandi myntar vantar íslenska fjármálakerfið það bakland sem bankar þessara landa hafa. Við yrðum því að minnka bankakerfið með sölu eigna eða með því að færa höfuðstöðvar til útlanda. Það er auðvitað raunhæfur kostur, en við verðum þá að vera meðvituð um að það yrði niðurstaðan," sagði hún.ræða Verður stjórnskipun landsins fyrstÓlöf Nordal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, sagði óraunhæft að ræða aðild að Evrópusambandinu án þess að viðurkenna að grundvallarumræða um stjórnskipun landsins hefði ekki farið fram. „Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að við ættum að læra af reynslunni þegar EES-samningurinn var innleiddur hér og ég held því fram að þorri landsmanna hafi ekki gert sér grein fyrir því valdaframsali sem í honum fólst. Við verðum að koma okkur saman um stjórnarskrárbreytingar fyrst og við vitum að það tekur nokkur ár að koma slíkum breytingum fram," sagði hún.Ólöf sagði aðeins til bölvunar að blanda þessum málum inn í umræður um lausn þeirra aðkallandi vandamála sem nú væru komin upp í efnahagslífinu. „ESB-aðild tryggir ekki aðild að evrusvæðinu nema Ísland hafi þegar uppfyllt ströng skilyrði um lága verðbólgu, stöðugt gengi og sterk ríkisfjármál. Fjármálavandinn nú stafar fyrst og fremst af ytri vanda sem á okkur dynur. Við hann verðum við að berjast með öllum tiltækum vopnum. Að því loknu verður að draga af honum lærdóm og ákveða hvaða leiðir eru farsælastar til að styrkja kerfið til framtíðar. Það er því brýnasta verkefni dagsins að ná efnahagsjafnvægi, hvort sem við sjáum að því loknu þörf á að breyta stöðu okkar í efnahagskerfi heimsins eða ekki. Það verður ekki útkljáð fyrr en að þessu verki loknu. Við höfum ekki tíma til slíkra hluta nú," sagði Ólöf Nordal.- bih
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira