Fiskisúpa Bergþórs 20. júní 2008 15:27 SoðiðBouillabesse (bújabess) er ættuð frá Marseille í Suður-Frakklandi. Ekki er vitað af hverju súpan heitir þetta, en hugsanlegt er að orðið standi fyrir soð abbadísarinnar (bouille-abbesse) eða niðursoðið soð (bouillon abbaissé)? Einkennisbragð súpunnar er blanda af saffrani, fenniku og appelsínu (berkinum), en mikilvægt er að fiskurinn sé ferskur, eins og alltaf. Fyrst er soðið búið til. Soðið er hægt að útbúa í miklu magni og frysta í hæfilegum skömmtum, henda síðan út í það ferskum fiski og grænmeti og þá er hún alltaf eins og ný. Hlutföllin eru ekki mikilvæg, t.d. geta þeir sem fylgja „dönsku" vigtarráðgjöfinni mælt rétt hlutföll af fiski, grænmeti og brauði. Sjóðið allt saman í 1-2 lítrum af vatni í 20 mínútur. Gott er að setja skvettu af hvítvíni eða mysu út í. Sigtið (velkomið að borða föstu fæðuna, ef þið eruð orðin mjög svöng).2 kartöflur1 gulrót1 sellerístöng1 fennikurótfiskteningurfiskafgangar, t.d. hausar og beinSúpanSteikið lauk, hvítlauk og blaðlauk (hvíta hlutann) í góðri jómfrúarólívuolíu. Soði bætt í svo það fljóti yfir, ásamt kartöflu- og tómatbitum og kryddpokanum. Látið sjóða, saltað með Maldon salti. Fiskbitarnir settir út í, þéttari fiskur fyrst, t.d. skötuselur og lausari síðar, t.d. þorskur. Suðan látin koma upp. Tilbúið. Klippið steinselju yfir.4 laukar4 hvítlauksrif1 blaðlaukur (hvíti hlutinn)2 msk ólífuolía2 kartöflur2 tómatar (brugðið í sjóðandi vatn og afhýddir)bundinn taupoki með lárviðarlaufum, saffrani, appelsínuberki, timiangreinum, piparkornum og e.t.v. anískornum1 kg fiskur í hæfilegum bitum af ýmsu tagi, t.d. þorskur, karfi, áll, lýsa, lúða, skötuselur, hörpudiskur, stórrækja, humar, kræklingur...Svo er hægt að kaupa poka með frystu efni í fiskisúpu- Maldon salt, piparkorn, steinseljaCroutons (e.k. ristað brauð)Hitið ofn í 150°C. Merjið hvítlaukinn út í olíuna og penslið brauðsneiðarnar með henni. Setjið þær í einu lagi í eldfast fat. Bakið þar til þær eru ristaðar, um 30 mín. La rouille („ryð"): Blandið 3 eggjarauðum og Dijon sinnepi í skál. Hellið ólífuolíu smám saman út í meðan þið þeytið með gaffli. Bætið við krömdum hvítlauk, pipar og saffrani. Hellið súpunni í skálar, dýfið brauðinu í „la rouille" og borðið með.þunnar baguette sneiðar jómfrúarolía nokkur hvítlauksrifRabarberbakaRabarbarinn er skorinn niður þannig að hann fylli rúmlega botninn á eldföstu móti. Smjörið er brætt og öllum þurrefnum bætt út í það. Hrært saman. Potturinn er svo tekinn af eldavélarplötunni og eggjunum blandað út í. Þegar búið er að hræra þessu öllu saman er það sett yfir rabarbarann í mótinu og bakað við 180gráður í 20 til 30 mínútur. Borið fram með þeyttum rjóma eða bara því sem fólki dettur í hug.Vín rabarbari eða grænn(magn fer eftir formi)200gr.smjör1bolli hveiti1bolli sykur2egg1msk.kókosmjöl1tsk.lyftiduft1tsk.vanillusykursvo má setja örlítið af engiferi ef vill Kökur og tertur Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Vala Matt Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið
SoðiðBouillabesse (bújabess) er ættuð frá Marseille í Suður-Frakklandi. Ekki er vitað af hverju súpan heitir þetta, en hugsanlegt er að orðið standi fyrir soð abbadísarinnar (bouille-abbesse) eða niðursoðið soð (bouillon abbaissé)? Einkennisbragð súpunnar er blanda af saffrani, fenniku og appelsínu (berkinum), en mikilvægt er að fiskurinn sé ferskur, eins og alltaf. Fyrst er soðið búið til. Soðið er hægt að útbúa í miklu magni og frysta í hæfilegum skömmtum, henda síðan út í það ferskum fiski og grænmeti og þá er hún alltaf eins og ný. Hlutföllin eru ekki mikilvæg, t.d. geta þeir sem fylgja „dönsku" vigtarráðgjöfinni mælt rétt hlutföll af fiski, grænmeti og brauði. Sjóðið allt saman í 1-2 lítrum af vatni í 20 mínútur. Gott er að setja skvettu af hvítvíni eða mysu út í. Sigtið (velkomið að borða föstu fæðuna, ef þið eruð orðin mjög svöng).2 kartöflur1 gulrót1 sellerístöng1 fennikurótfiskteningurfiskafgangar, t.d. hausar og beinSúpanSteikið lauk, hvítlauk og blaðlauk (hvíta hlutann) í góðri jómfrúarólívuolíu. Soði bætt í svo það fljóti yfir, ásamt kartöflu- og tómatbitum og kryddpokanum. Látið sjóða, saltað með Maldon salti. Fiskbitarnir settir út í, þéttari fiskur fyrst, t.d. skötuselur og lausari síðar, t.d. þorskur. Suðan látin koma upp. Tilbúið. Klippið steinselju yfir.4 laukar4 hvítlauksrif1 blaðlaukur (hvíti hlutinn)2 msk ólífuolía2 kartöflur2 tómatar (brugðið í sjóðandi vatn og afhýddir)bundinn taupoki með lárviðarlaufum, saffrani, appelsínuberki, timiangreinum, piparkornum og e.t.v. anískornum1 kg fiskur í hæfilegum bitum af ýmsu tagi, t.d. þorskur, karfi, áll, lýsa, lúða, skötuselur, hörpudiskur, stórrækja, humar, kræklingur...Svo er hægt að kaupa poka með frystu efni í fiskisúpu- Maldon salt, piparkorn, steinseljaCroutons (e.k. ristað brauð)Hitið ofn í 150°C. Merjið hvítlaukinn út í olíuna og penslið brauðsneiðarnar með henni. Setjið þær í einu lagi í eldfast fat. Bakið þar til þær eru ristaðar, um 30 mín. La rouille („ryð"): Blandið 3 eggjarauðum og Dijon sinnepi í skál. Hellið ólífuolíu smám saman út í meðan þið þeytið með gaffli. Bætið við krömdum hvítlauk, pipar og saffrani. Hellið súpunni í skálar, dýfið brauðinu í „la rouille" og borðið með.þunnar baguette sneiðar jómfrúarolía nokkur hvítlauksrifRabarberbakaRabarbarinn er skorinn niður þannig að hann fylli rúmlega botninn á eldföstu móti. Smjörið er brætt og öllum þurrefnum bætt út í það. Hrært saman. Potturinn er svo tekinn af eldavélarplötunni og eggjunum blandað út í. Þegar búið er að hræra þessu öllu saman er það sett yfir rabarbarann í mótinu og bakað við 180gráður í 20 til 30 mínútur. Borið fram með þeyttum rjóma eða bara því sem fólki dettur í hug.Vín rabarbari eða grænn(magn fer eftir formi)200gr.smjör1bolli hveiti1bolli sykur2egg1msk.kókosmjöl1tsk.lyftiduft1tsk.vanillusykursvo má setja örlítið af engiferi ef vill
Kökur og tertur Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Vala Matt Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið