Óvissuferð Jónína Michaelsdóttir skrifar 15. nóvember 2008 06:00 Á síðustu árum hefur berlega komið í ljós að leikjagleði eldist ekki af fólki. Óvissuferðir hafa til dæmis færst í vöxt og eru með ýmsu móti. Þær geta endað í berjamó, leikhúsi í Lundúnum, sundlaug í nágrannabæ, hestaferð, eða á sólarströnd. Slíkar ferðir eru skemmtilegt fyrirbæri, sérstaklega fyrir þá sem njóta þess að láta koma sér á óvart. En til eru þeir, sem jafnvel við slíkar aðstæður vilja vita hvert þeir eru að fara og hvers vegna. Við Íslendingar höfum nú verið drifnir í óvissuferð sem enginn var búinn undir. Ferðin er allt annað en þægileg og fagurgræn tún hvergi í augsýn, en það er óvissan um áfangastað sem bítur. Nýr akurÍ umróti dagsins er áhugavert að sjá almenning vakna af værum blundi og sérstaklega gaman hvað listamenn þjóðarinnar eru vakandi og virkir. Það þýðir ekki endilega að maður sé sammála öllu sem rætt er og ritað, en framlag þeirra gerir umræðuna beittari og litríkari. Listamenn stíga gjarnan fram á sviðið þegar þjóð þeirra lendir í þrengingum og við ber að það hafi í för með sér beina þátttöku í stjórnmálum. Kannski leynist íslenskur Havel í skáldahópnum, hver veit.Þau hamskipti hafa orðið á Íslendingnum að nú horfir hann með stakri velþóknun á litla og sparneytna bíla og reiðhjól. Lúxusjeppar eru ekki lengur stöðutákn. Efnahagsmál eru mál málanna og menn sitja límdir yfir viðtalsþáttum og fréttum þar sem hver sérfræðingurinn eftir annan tjáir sig um leiðir og lausnir. Ekki ber öllum saman og það ruglar þá sem ekki eru sterkir á efnahagssviðinu, en þyrstir í að fá botn í stöðuna og heyra um úrræði sem duga.Þrátt fyrir allt þetta er mörgum hálfpartinn létt við að sjá aftur fram á þjóðfélag sem það skilur, þar sem stærðir og leikreglur eru innan ramma venjulegs lífs. Þegar umgjörð samfélagsins rofnar eins og nú hefur gerst, opnast ný tækifæri. Nýr akur fyrir skapandi hugsun og sterkan vilja verður til. Sé tómarúm við slíkar aðstæður getur allt gerst. Áskrift að stjórnmálaflokkum er liðin tíð. Öflugt samskiptakerfiFélagskerfi nútímans er afar áhugavert. Á árum áður þegar karlar voru á vinnumarkaðnum en konur framkvæmdastjórar heimilisins litu vinir og nágrannar inn í tíma og ótíma til að ræða málin en krakkarnir léku sér saman á götum og í görðum. Eftir að konur urðu virkir þátttakendur á vinnumarkaðnum og börnin fóru á dagheimili og í leikskóla sjást krakkar ekki í útileikjum í íbúðarhverfum og óvæntar heimsóknir vina hafa nánast lagst af. Konur og karlar eiga sín samskipti á vinnustöðum, golfvöllum, í ræktinni og víðar. Alls kyns kvennahópar hafa sameinað kraftana og standa vörð um hagsmuni sína og sjónarmið. Óneitanlega meira spennandi félagskerfi en hversdagsspjall við konurnar í næstu görðum meðan verið er að hengja út þvottinn. Þó veit ég um konur sem tækju snúruspjallið fram yfir fundi og frama ættu þær þess kost.Þegar bloggið og fésbókin koma til sögunnar verður til annars konar samskiptakerfi. Samræða hefst milli fólks á öllum aldri og af báðum kynjum. Milli almennings og forystumanna. Fólk tjáir sig um hvaðeina sem því kemur í hug á Netinu, ókunnugt fólk tekur undir eða andmælir og kunningsskapur verður til. Sjálfstraust vex og aðrir miðlar vekja athygli á því sem er áhugavert. Þó að slúður og óhróður finnist á þessu samskiptaneti býður það upp á mikla hvatningu og uppörvun og er mun áhrifameira í umræðunni en fólk áttar sig á.Opinber mótmæli eru eðlileg viðbrögð við óbærilegu ástandi sem enginn skilur og mun heilbrigðari en að leggjast í doða og aðgerðaleysi. En þegar þess er krafist að skipt sé um áhöfn í miðjum brimgarðinum, án þess að vera með sambærilegan mannskap til að taka við, kemur mér í hug maður sem var borgarstjóri í Reykjavík á ofanverðri síðustu öld. Þegar einn borgarfulltrúinn gerði honum lífið leitt með sífelldum árásum í ræðu og riti vegna málaflokks sem hann fullyrti að væri forkastanlega illa sinnt, leysti hann málið með því að setja manninn yfir viðkomandi nefnd. Eftir það heyrðist hvorki hósti né stuna um þetta málefni, en ekkert var heldur gert í nefndinni það sem eftir lifði kjörtímabilsins.Sem stendur erum við öll á sama báti. Áttavitinn er týndur og veðurspáin lofar ekki góðu. Margt bendir til þess að við verðum öðruvísi á leiðarenda en í upphafi ferðar. En núna ríkir óvissan ein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Á síðustu árum hefur berlega komið í ljós að leikjagleði eldist ekki af fólki. Óvissuferðir hafa til dæmis færst í vöxt og eru með ýmsu móti. Þær geta endað í berjamó, leikhúsi í Lundúnum, sundlaug í nágrannabæ, hestaferð, eða á sólarströnd. Slíkar ferðir eru skemmtilegt fyrirbæri, sérstaklega fyrir þá sem njóta þess að láta koma sér á óvart. En til eru þeir, sem jafnvel við slíkar aðstæður vilja vita hvert þeir eru að fara og hvers vegna. Við Íslendingar höfum nú verið drifnir í óvissuferð sem enginn var búinn undir. Ferðin er allt annað en þægileg og fagurgræn tún hvergi í augsýn, en það er óvissan um áfangastað sem bítur. Nýr akurÍ umróti dagsins er áhugavert að sjá almenning vakna af værum blundi og sérstaklega gaman hvað listamenn þjóðarinnar eru vakandi og virkir. Það þýðir ekki endilega að maður sé sammála öllu sem rætt er og ritað, en framlag þeirra gerir umræðuna beittari og litríkari. Listamenn stíga gjarnan fram á sviðið þegar þjóð þeirra lendir í þrengingum og við ber að það hafi í för með sér beina þátttöku í stjórnmálum. Kannski leynist íslenskur Havel í skáldahópnum, hver veit.Þau hamskipti hafa orðið á Íslendingnum að nú horfir hann með stakri velþóknun á litla og sparneytna bíla og reiðhjól. Lúxusjeppar eru ekki lengur stöðutákn. Efnahagsmál eru mál málanna og menn sitja límdir yfir viðtalsþáttum og fréttum þar sem hver sérfræðingurinn eftir annan tjáir sig um leiðir og lausnir. Ekki ber öllum saman og það ruglar þá sem ekki eru sterkir á efnahagssviðinu, en þyrstir í að fá botn í stöðuna og heyra um úrræði sem duga.Þrátt fyrir allt þetta er mörgum hálfpartinn létt við að sjá aftur fram á þjóðfélag sem það skilur, þar sem stærðir og leikreglur eru innan ramma venjulegs lífs. Þegar umgjörð samfélagsins rofnar eins og nú hefur gerst, opnast ný tækifæri. Nýr akur fyrir skapandi hugsun og sterkan vilja verður til. Sé tómarúm við slíkar aðstæður getur allt gerst. Áskrift að stjórnmálaflokkum er liðin tíð. Öflugt samskiptakerfiFélagskerfi nútímans er afar áhugavert. Á árum áður þegar karlar voru á vinnumarkaðnum en konur framkvæmdastjórar heimilisins litu vinir og nágrannar inn í tíma og ótíma til að ræða málin en krakkarnir léku sér saman á götum og í görðum. Eftir að konur urðu virkir þátttakendur á vinnumarkaðnum og börnin fóru á dagheimili og í leikskóla sjást krakkar ekki í útileikjum í íbúðarhverfum og óvæntar heimsóknir vina hafa nánast lagst af. Konur og karlar eiga sín samskipti á vinnustöðum, golfvöllum, í ræktinni og víðar. Alls kyns kvennahópar hafa sameinað kraftana og standa vörð um hagsmuni sína og sjónarmið. Óneitanlega meira spennandi félagskerfi en hversdagsspjall við konurnar í næstu görðum meðan verið er að hengja út þvottinn. Þó veit ég um konur sem tækju snúruspjallið fram yfir fundi og frama ættu þær þess kost.Þegar bloggið og fésbókin koma til sögunnar verður til annars konar samskiptakerfi. Samræða hefst milli fólks á öllum aldri og af báðum kynjum. Milli almennings og forystumanna. Fólk tjáir sig um hvaðeina sem því kemur í hug á Netinu, ókunnugt fólk tekur undir eða andmælir og kunningsskapur verður til. Sjálfstraust vex og aðrir miðlar vekja athygli á því sem er áhugavert. Þó að slúður og óhróður finnist á þessu samskiptaneti býður það upp á mikla hvatningu og uppörvun og er mun áhrifameira í umræðunni en fólk áttar sig á.Opinber mótmæli eru eðlileg viðbrögð við óbærilegu ástandi sem enginn skilur og mun heilbrigðari en að leggjast í doða og aðgerðaleysi. En þegar þess er krafist að skipt sé um áhöfn í miðjum brimgarðinum, án þess að vera með sambærilegan mannskap til að taka við, kemur mér í hug maður sem var borgarstjóri í Reykjavík á ofanverðri síðustu öld. Þegar einn borgarfulltrúinn gerði honum lífið leitt með sífelldum árásum í ræðu og riti vegna málaflokks sem hann fullyrti að væri forkastanlega illa sinnt, leysti hann málið með því að setja manninn yfir viðkomandi nefnd. Eftir það heyrðist hvorki hósti né stuna um þetta málefni, en ekkert var heldur gert í nefndinni það sem eftir lifði kjörtímabilsins.Sem stendur erum við öll á sama báti. Áttavitinn er týndur og veðurspáin lofar ekki góðu. Margt bendir til þess að við verðum öðruvísi á leiðarenda en í upphafi ferðar. En núna ríkir óvissan ein.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun