Hafskip var ævintýri Jónína Michelsdóttir skrifar 22. júlí 2008 06:00 Þegar farsælt hjónaband missir flugið og hjónin skilja er oft eins og allar minningar um samvistir þeirra byrji og endi í síðasta kaflanum. Eins og ekkert hafi gerst árin á undan. Þetta á ekki bara við um hjónabönd. Í síðustu viku fór fram útför Ragnars Kjartanssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra og síðar stjórnarformanns Hafskipa. Ragnar naut virðingar sem snjall og mikilhæfur stjórnandi. Hann var heilsteyptur maður, framsýnn og næmur á umhverfi sitt og strauma samfélagsins. Nafn hans er í vitund almennings tengt fyrirtækinu Hafskipum hf. sem var stofnað árið 1958 og lagt niður árið 1985. Þegar Ragnar og Björgólfur Guðmundsson tóku við framkvæmdastjórn Hafskipa í upphafi árs 1978 var fjárhagsstaða veik, sem og baklandið, en þeim óx það ekki í augum. Þeir voru báðir menn nýrra tíma. Kraftmiklir, bjartsýnir og með skapandi og landmæralausa hugsun. Þeir höfðu djarfa framtíðarsýn og unnu markvisst og skipulega að uppbyggingu fyrirtækisins. Í þeirra höndum varð Hafskip ævintýri. Að vísu ekki eitt af þeim ævintýrum sem enda vel, en spennandi, skemmtilegt og ögrandi ævintýri meðan á því stóð. Innan fyrirtækisins var óvenjulega góður starfsandi. Einhver undirliggjandi tilhlökkunareftirvænting. Keppnisandi og starfsgleði sem allir skynjuðu, bæði á kajanum og kontórnum. Einnig þeir sem áttu erindi í fyrirtækið. En róðurinn var auðvitað ekki léttur. Samkeppnisaðilarnir höfðu sterkt bakland. Skipadeild SÍS með Sambandið sem jafnan sá um sína og Eimskipafélag Íslands, óskabarn þjóðarinnar, sem átti örugga höfn í hjarta hvers Íslendings. Það var stofnað 1914 og hóf reglulegar siglingar milli Íslands og annarra landa árið eftir. Skömmu áður, eða 1912, stofnaði A.P Möller Mærsk skipafélagið í Danmörku. Það sigldi ekki eingöngu með farm milli Danmerkur og annarra landa, heldur einnig milli hafna víða um heim. Eimskip varð farsælt og vel rekið fyrirtæki en Mærsk varð stórveldi og er það enn í dag. Stjórnendur Hafskipa komu sér upp hagkvæmari flutningaskipum en hér höfðu sést, settu upp umboðsskrifstofur í löndum sem Hafskip sigldi til og lögðu grunn að Atlantshafssiglingum, flutningum varnings milli Evrópu og Norður-Ameríku án viðkomu á Íslandi. Sama hugsun og hjá Mærsk, en þótti glannaleg á Íslandi. Velta má fyrir sér hver saga Hafskipa hefði orðið ef fjárhagur fyrirtækisins hefði verið traustari í upphafi. Mánaðarverkfall BSRB, gengisfelling og tap á flutningssamningi við varnarliðið gengu nærri fyrirtækinu og umræður fóru fram við Eimskip um yfirtöku á Hafskipum. Úr því varð ekki, en uppgjörið var á næsta leiti. Aðdragandi og framkvæmd gjaldþrotsins verður ekki rakin hér. Hins vegar vil ég minna á smán réttarkerfisins. GlæpurinnÞegar maður les um borgara fjarlægra ríkja sem án saka eru teknir höndum á götum úti eða heima hjá sér og hverfa um tíma, fyllist maður óbeit á stjórnarháttum sem leyfa þetta. Ekki er auðvelt að horfast í augu við að slíkt viðgangist hér á landi, án athugasemda.Þegar þrír menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins birtast á heimili Ragnars Kjartanssonar 20. maí 1986 kl.7 að morgni með heimild til húsleitar og handtöku, veit hann ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Símhringing færir honum þær fréttir að fimm félagar hans hafi fengið sams konar heimsókn. Þegar Ragnar kveður eiginkonu sína og besta vin, Helgu Thomsen, segist hann gera ráð fyrir að koma heim síðdegis. Þetta hljóti að vera einhver misskilningur. Hann hafi ekkert að fela.Teknar eru skýrslur af honum, síðan haldið í Síðumúlafangelsið og honum er vísað í klefa númer 17. „Hér er bjalla sem þú hringir ef þú þarft að ná sambandi við okkur og hér eru reglur fangelsisins," segir vörðurinn um leið og hann lokar rammgerðri hurðinni, rennir slagbrandi fyrir og læsir með lykli.Klefinn er 2x3 metrar og lítil gluggaræma uppi við loft með þykku ógagnsæju gleri. Í þessari vistarveru er Ragnar Kjartansson frá 20. maí til 18. júní og fær ekki að tala við aðra en lögfræðing sinn og starfsmenn fangelsisins. Sama gildir um félaga hans. Hann veltir endalaust fyrir sér hvað geti hafa gerst og bíður eftir að vera kallaður til yfirheyrslu. Líkast til hefur átt að draga úr honum kjark því það líða tvær vikur án þess að talað sé við hann. Eftir það er náð í hann með nokkurra daga millibili, aðallega til að gefa skýringar á reikningum og bókhaldsþáttum sem engu máli skipta. Dagarnir eru langir. Næturnar lengri. Þegar hann fær frelsi er hann engu nær um hvaða glæpur það er sem réttlætir meðferðina á honum og félögum hans. Var það kannski aldrei annað en hugarburður embættismanns?Enginn verður samur eftir svona reynslu. Höfundar Hafskipsævintýrisins koma sárir frá henni en uppréttir og með fullri reisn. Hvorki hið opinbera né viljugir fréttahaukar sem gera stórmál úr engu, hafa staldrað við og spurt hver hafi borið ábyrgð á þessu ofbeldi.Fjórir bankastjórar Útvegsbankans, vammlausir menn, voru sviptir starfi sínu og æru vegna Hafskipsmálsins. Þeir voru sýknaðir sex árum síðar. Hver ber ábyrgð á áfalli og vanlíðan fjögurra fjölskyldna í sex ár? Það er engin ástæða til að gleyma þessari sögu. En um leið er líka full ástæða til að halda upp á og muna Hafskipsævintýrið. Smitandi framkvæmdagleðina, hugmyndaauðgina, dirfskuna, samheldnina og gleðibraginn á vinnustaðnum. Meðan það var og hét var Hafskip nefnilega í raun og veru ævintýri! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Þegar farsælt hjónaband missir flugið og hjónin skilja er oft eins og allar minningar um samvistir þeirra byrji og endi í síðasta kaflanum. Eins og ekkert hafi gerst árin á undan. Þetta á ekki bara við um hjónabönd. Í síðustu viku fór fram útför Ragnars Kjartanssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra og síðar stjórnarformanns Hafskipa. Ragnar naut virðingar sem snjall og mikilhæfur stjórnandi. Hann var heilsteyptur maður, framsýnn og næmur á umhverfi sitt og strauma samfélagsins. Nafn hans er í vitund almennings tengt fyrirtækinu Hafskipum hf. sem var stofnað árið 1958 og lagt niður árið 1985. Þegar Ragnar og Björgólfur Guðmundsson tóku við framkvæmdastjórn Hafskipa í upphafi árs 1978 var fjárhagsstaða veik, sem og baklandið, en þeim óx það ekki í augum. Þeir voru báðir menn nýrra tíma. Kraftmiklir, bjartsýnir og með skapandi og landmæralausa hugsun. Þeir höfðu djarfa framtíðarsýn og unnu markvisst og skipulega að uppbyggingu fyrirtækisins. Í þeirra höndum varð Hafskip ævintýri. Að vísu ekki eitt af þeim ævintýrum sem enda vel, en spennandi, skemmtilegt og ögrandi ævintýri meðan á því stóð. Innan fyrirtækisins var óvenjulega góður starfsandi. Einhver undirliggjandi tilhlökkunareftirvænting. Keppnisandi og starfsgleði sem allir skynjuðu, bæði á kajanum og kontórnum. Einnig þeir sem áttu erindi í fyrirtækið. En róðurinn var auðvitað ekki léttur. Samkeppnisaðilarnir höfðu sterkt bakland. Skipadeild SÍS með Sambandið sem jafnan sá um sína og Eimskipafélag Íslands, óskabarn þjóðarinnar, sem átti örugga höfn í hjarta hvers Íslendings. Það var stofnað 1914 og hóf reglulegar siglingar milli Íslands og annarra landa árið eftir. Skömmu áður, eða 1912, stofnaði A.P Möller Mærsk skipafélagið í Danmörku. Það sigldi ekki eingöngu með farm milli Danmerkur og annarra landa, heldur einnig milli hafna víða um heim. Eimskip varð farsælt og vel rekið fyrirtæki en Mærsk varð stórveldi og er það enn í dag. Stjórnendur Hafskipa komu sér upp hagkvæmari flutningaskipum en hér höfðu sést, settu upp umboðsskrifstofur í löndum sem Hafskip sigldi til og lögðu grunn að Atlantshafssiglingum, flutningum varnings milli Evrópu og Norður-Ameríku án viðkomu á Íslandi. Sama hugsun og hjá Mærsk, en þótti glannaleg á Íslandi. Velta má fyrir sér hver saga Hafskipa hefði orðið ef fjárhagur fyrirtækisins hefði verið traustari í upphafi. Mánaðarverkfall BSRB, gengisfelling og tap á flutningssamningi við varnarliðið gengu nærri fyrirtækinu og umræður fóru fram við Eimskip um yfirtöku á Hafskipum. Úr því varð ekki, en uppgjörið var á næsta leiti. Aðdragandi og framkvæmd gjaldþrotsins verður ekki rakin hér. Hins vegar vil ég minna á smán réttarkerfisins. GlæpurinnÞegar maður les um borgara fjarlægra ríkja sem án saka eru teknir höndum á götum úti eða heima hjá sér og hverfa um tíma, fyllist maður óbeit á stjórnarháttum sem leyfa þetta. Ekki er auðvelt að horfast í augu við að slíkt viðgangist hér á landi, án athugasemda.Þegar þrír menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins birtast á heimili Ragnars Kjartanssonar 20. maí 1986 kl.7 að morgni með heimild til húsleitar og handtöku, veit hann ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Símhringing færir honum þær fréttir að fimm félagar hans hafi fengið sams konar heimsókn. Þegar Ragnar kveður eiginkonu sína og besta vin, Helgu Thomsen, segist hann gera ráð fyrir að koma heim síðdegis. Þetta hljóti að vera einhver misskilningur. Hann hafi ekkert að fela.Teknar eru skýrslur af honum, síðan haldið í Síðumúlafangelsið og honum er vísað í klefa númer 17. „Hér er bjalla sem þú hringir ef þú þarft að ná sambandi við okkur og hér eru reglur fangelsisins," segir vörðurinn um leið og hann lokar rammgerðri hurðinni, rennir slagbrandi fyrir og læsir með lykli.Klefinn er 2x3 metrar og lítil gluggaræma uppi við loft með þykku ógagnsæju gleri. Í þessari vistarveru er Ragnar Kjartansson frá 20. maí til 18. júní og fær ekki að tala við aðra en lögfræðing sinn og starfsmenn fangelsisins. Sama gildir um félaga hans. Hann veltir endalaust fyrir sér hvað geti hafa gerst og bíður eftir að vera kallaður til yfirheyrslu. Líkast til hefur átt að draga úr honum kjark því það líða tvær vikur án þess að talað sé við hann. Eftir það er náð í hann með nokkurra daga millibili, aðallega til að gefa skýringar á reikningum og bókhaldsþáttum sem engu máli skipta. Dagarnir eru langir. Næturnar lengri. Þegar hann fær frelsi er hann engu nær um hvaða glæpur það er sem réttlætir meðferðina á honum og félögum hans. Var það kannski aldrei annað en hugarburður embættismanns?Enginn verður samur eftir svona reynslu. Höfundar Hafskipsævintýrisins koma sárir frá henni en uppréttir og með fullri reisn. Hvorki hið opinbera né viljugir fréttahaukar sem gera stórmál úr engu, hafa staldrað við og spurt hver hafi borið ábyrgð á þessu ofbeldi.Fjórir bankastjórar Útvegsbankans, vammlausir menn, voru sviptir starfi sínu og æru vegna Hafskipsmálsins. Þeir voru sýknaðir sex árum síðar. Hver ber ábyrgð á áfalli og vanlíðan fjögurra fjölskyldna í sex ár? Það er engin ástæða til að gleyma þessari sögu. En um leið er líka full ástæða til að halda upp á og muna Hafskipsævintýrið. Smitandi framkvæmdagleðina, hugmyndaauðgina, dirfskuna, samheldnina og gleðibraginn á vinnustaðnum. Meðan það var og hét var Hafskip nefnilega í raun og veru ævintýri!
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun