God of War í smækkaðri útgáfu 7. apríl 2008 00:01 Tölvuleikir God of War: Chains of Olympus PSP PEGI: 18+ HHHH Skyldukaup fyrir alla aðdáendur God of War. God of War-serían byrjaði sem Playstation 2 titill árið 2005 og gat af sér framhald árið 2007. Leikirnir urðu gríðarlega vinsælir og var God of War 1 kosinn einn af 25 bestu leikjum allra tíma á PS2 af vefnum IGN.com. Sögusvið leiksins er úr grískri goðafræði og segir frá Kratos, hermanni sem býður stríðsguðinum Ares þjónustu sína í stað bjargar. Þetta er upphaf Kratosar sem þjóns Ólympusfjalls. Leikurinn gerist nokkrum árum fyrir atburði fyrri leikja og fyllir upp í bakgrunn Kratosar. Í byrjun sögunnar er Kratos sendur af guðunum til að stöðva her Persa í borginni Attica. Eftir að hafa stöðvað framsókn hersins sér Kratos ljós falla niður af himnum, Kratos fer til að kanna hvað kom fyrir og er það upphafið á miklu ævintýri við að bjarga heiminum. Fyrst þegar maður hugsar til þess að spila God of War á lófaleikjatölvu er erfitt að ímynda sér að leikurinn gangi hreinlega upp. Eftir að hafa spilað leikinn er ekki annað hægt að segja en að leikurinn fari fram úr vonum. Grafík og útlit leiksins er í sama gæðaflokki og raddsetningin er til fyrirmyndar. Það sem er hægt að finna að leiknum er að stjórnunin er ekki fullkomin og er háð takkafjölda PSP-vélarinnar, en það eru fá augnablik þar sem stjórnunin verður eitthvert vandamál. Annað sem er hægt að nefna er að leikurinn er hreinlega of auðveldur og stuttur og minna um þrautir en í fyrri leikjum. Það tekur líklega venjulegan spilara um 6-8 tíma að klára leikinn í venjulegri erfiðleikastillingu. Þegar það er búið er hægt að spila leikinn aftur í erfiðari stillingum og leysa ýmsar nýjar þrautir. Það er ekki alveg sanngjarnt að bera þennan leik saman við fyrri leikina á PS2, þar sem leikurinn er á lófatölvu og því minni um sig, en sem PSP-leikur er staðan önnur. God of War: Chains of Olympus er einn af betri PSP-leikjum sem hafa komið út og er gott dæmi um hvernig á að standa að leikjum á þeirri vél.Sveinn A. Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
God of War-serían byrjaði sem Playstation 2 titill árið 2005 og gat af sér framhald árið 2007. Leikirnir urðu gríðarlega vinsælir og var God of War 1 kosinn einn af 25 bestu leikjum allra tíma á PS2 af vefnum IGN.com. Sögusvið leiksins er úr grískri goðafræði og segir frá Kratos, hermanni sem býður stríðsguðinum Ares þjónustu sína í stað bjargar. Þetta er upphaf Kratosar sem þjóns Ólympusfjalls. Leikurinn gerist nokkrum árum fyrir atburði fyrri leikja og fyllir upp í bakgrunn Kratosar. Í byrjun sögunnar er Kratos sendur af guðunum til að stöðva her Persa í borginni Attica. Eftir að hafa stöðvað framsókn hersins sér Kratos ljós falla niður af himnum, Kratos fer til að kanna hvað kom fyrir og er það upphafið á miklu ævintýri við að bjarga heiminum. Fyrst þegar maður hugsar til þess að spila God of War á lófaleikjatölvu er erfitt að ímynda sér að leikurinn gangi hreinlega upp. Eftir að hafa spilað leikinn er ekki annað hægt að segja en að leikurinn fari fram úr vonum. Grafík og útlit leiksins er í sama gæðaflokki og raddsetningin er til fyrirmyndar. Það sem er hægt að finna að leiknum er að stjórnunin er ekki fullkomin og er háð takkafjölda PSP-vélarinnar, en það eru fá augnablik þar sem stjórnunin verður eitthvert vandamál. Annað sem er hægt að nefna er að leikurinn er hreinlega of auðveldur og stuttur og minna um þrautir en í fyrri leikjum. Það tekur líklega venjulegan spilara um 6-8 tíma að klára leikinn í venjulegri erfiðleikastillingu. Þegar það er búið er hægt að spila leikinn aftur í erfiðari stillingum og leysa ýmsar nýjar þrautir. Það er ekki alveg sanngjarnt að bera þennan leik saman við fyrri leikina á PS2, þar sem leikurinn er á lófatölvu og því minni um sig, en sem PSP-leikur er staðan önnur. God of War: Chains of Olympus er einn af betri PSP-leikjum sem hafa komið út og er gott dæmi um hvernig á að standa að leikjum á þeirri vél.Sveinn A. Gunnarsson
Leikjavísir Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira