ESB er NATÓ okkar tíma Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 25. mars 2008 06:00 Erfiðlega tekst að halda krónunni í því horfi að allir séu sáttir. Ýmist er hún of sterk fyrir útflutningsfyrirtækin og ferðaþjónustuna, eða of veik fyrir neytendur og þá sem skulda í erlendri mynt, jafnt fyrirtæki og einstaklinga. Áður en krónan veiktist hafði umræðan um hugsanlega Evrópusambandsaðild snúist frá því að fjalla nánast einvörðungu um yfirráð yfir auðlindum hafsins, í kosti og galla þess að ganga í Evrópska myntbandalagið og taka hér upp evru. Allir virðast hafa misst trúna á íslensku krónuna, því að þeir sem eru á móti aðild tala ekki um að halda í krónuna, heldur á að gera eitthvað annað. Pólitíska umræðan snýst í raun um aðildina sjálfa, en ekki fiskveiðistjórnun eða mynt. Þeir sem eru fylgjandi eða mótfallnir finna svo sérfræðingarökin til að styðja við mál sitt. Pólitíkin í kringum aðildarumræðuna kemur að stjórnmálaflokkunum, því eins og bent hefur verið á eru þeir í raun klofnir í afstöðu sinni. Aðeins einn flokkur hefur haft aðild á stefnuskrá sinni. Það er ekki þar með sagt að það sé eining innan hinna flokkanna. Framsóknarflokkurinn, með Alþýðuflokksheilkennið, er margklofinn í harðvítugri baráttu um framtíð flokksins. Ekki eru þar allir á eitt sáttir um stefnu núverandi formanns á vegferð hans til að bjarga flokknum frá mölinni og vinda til baka stefnu fyrrverandi formanns. Grein formanns og varaformanns Vinstri grænna um samnorræna krónu hefur vakið athygli og er hún dæmi um þá sem eru á móti Evrópusambandinu, en á sama tíma hafa gefist upp á krónunni. Það er ekki úr takti við hugmyndafræði evrópskra vinstri flokka né grænna, að líta til Evrópu, líkt og þýskir græningjar, sem er öflugasti umhverfissinnaflokkur Evrópu, hafa gert. Vinstri græn eru hins vegar í samnorrænu samstarfi, þar sem starfað er með Evrópska vinstriflokknum á Evrópuþinginu í stað Evrópskra græningja. Frjálslyndir hafa verið mótfallnir Evrópusambandsaðild vegna sjávarútvegsstefnu þeirra. En nú er kominn þingmaður í hópinn sem vill gera sig gildandi og er ekki mótfallinn aðild. Eins og margoft hefur komið fram er aðild ekki á stefnu Sjálfstæðisflokksins, og því gátu síðustu ríkisstjórnir ekki hafið þá undirbúningsvinnu sem Björn Bjarnason hefur nú talað um að sé nauðsynleg. Á meðan flokkurinn var í samstarfi við Framsóknarflokkinn var öllum ljóst að slíkur undirbúningur strandaði ekki á Halldóri Ásgrímssyni. Alveg jafn ljóst er að slíkur undirbúningur strandar ekki á Samfylkingunni í dag. Ef aðvörun ráðherra Sjálfstæðisflokks um mögulegan klofning flokka er beint gegn eigin flokki setur það ummæli annarra þingmanna flokksins, um að málið sé ekkert á dagskrá og eigi því ekkert að ræða, í nýtt samhengi. Þá snúast þau ummæli í raun ekki um Evrópusambandið, heldur hvernig best fari að því að verja hagsmuni flokksins og halda honum saman. Afstaða til erlends samstarfs hefur áður valdið klofningi í íslenskri pólitík, afstaðan til NATÓ. Hvernig bregðast ætti við NATÓ-aðild og veru bandarískra hermanna hér á landi klauf vinstri flokkana og þjóðina alla. Það skyldi þó ekki svo fara að afstaðan til ESB muni frekar valda klofningi til hægri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson Skoðun
Erfiðlega tekst að halda krónunni í því horfi að allir séu sáttir. Ýmist er hún of sterk fyrir útflutningsfyrirtækin og ferðaþjónustuna, eða of veik fyrir neytendur og þá sem skulda í erlendri mynt, jafnt fyrirtæki og einstaklinga. Áður en krónan veiktist hafði umræðan um hugsanlega Evrópusambandsaðild snúist frá því að fjalla nánast einvörðungu um yfirráð yfir auðlindum hafsins, í kosti og galla þess að ganga í Evrópska myntbandalagið og taka hér upp evru. Allir virðast hafa misst trúna á íslensku krónuna, því að þeir sem eru á móti aðild tala ekki um að halda í krónuna, heldur á að gera eitthvað annað. Pólitíska umræðan snýst í raun um aðildina sjálfa, en ekki fiskveiðistjórnun eða mynt. Þeir sem eru fylgjandi eða mótfallnir finna svo sérfræðingarökin til að styðja við mál sitt. Pólitíkin í kringum aðildarumræðuna kemur að stjórnmálaflokkunum, því eins og bent hefur verið á eru þeir í raun klofnir í afstöðu sinni. Aðeins einn flokkur hefur haft aðild á stefnuskrá sinni. Það er ekki þar með sagt að það sé eining innan hinna flokkanna. Framsóknarflokkurinn, með Alþýðuflokksheilkennið, er margklofinn í harðvítugri baráttu um framtíð flokksins. Ekki eru þar allir á eitt sáttir um stefnu núverandi formanns á vegferð hans til að bjarga flokknum frá mölinni og vinda til baka stefnu fyrrverandi formanns. Grein formanns og varaformanns Vinstri grænna um samnorræna krónu hefur vakið athygli og er hún dæmi um þá sem eru á móti Evrópusambandinu, en á sama tíma hafa gefist upp á krónunni. Það er ekki úr takti við hugmyndafræði evrópskra vinstri flokka né grænna, að líta til Evrópu, líkt og þýskir græningjar, sem er öflugasti umhverfissinnaflokkur Evrópu, hafa gert. Vinstri græn eru hins vegar í samnorrænu samstarfi, þar sem starfað er með Evrópska vinstriflokknum á Evrópuþinginu í stað Evrópskra græningja. Frjálslyndir hafa verið mótfallnir Evrópusambandsaðild vegna sjávarútvegsstefnu þeirra. En nú er kominn þingmaður í hópinn sem vill gera sig gildandi og er ekki mótfallinn aðild. Eins og margoft hefur komið fram er aðild ekki á stefnu Sjálfstæðisflokksins, og því gátu síðustu ríkisstjórnir ekki hafið þá undirbúningsvinnu sem Björn Bjarnason hefur nú talað um að sé nauðsynleg. Á meðan flokkurinn var í samstarfi við Framsóknarflokkinn var öllum ljóst að slíkur undirbúningur strandaði ekki á Halldóri Ásgrímssyni. Alveg jafn ljóst er að slíkur undirbúningur strandar ekki á Samfylkingunni í dag. Ef aðvörun ráðherra Sjálfstæðisflokks um mögulegan klofning flokka er beint gegn eigin flokki setur það ummæli annarra þingmanna flokksins, um að málið sé ekkert á dagskrá og eigi því ekkert að ræða, í nýtt samhengi. Þá snúast þau ummæli í raun ekki um Evrópusambandið, heldur hvernig best fari að því að verja hagsmuni flokksins og halda honum saman. Afstaða til erlends samstarfs hefur áður valdið klofningi í íslenskri pólitík, afstaðan til NATÓ. Hvernig bregðast ætti við NATÓ-aðild og veru bandarískra hermanna hér á landi klauf vinstri flokkana og þjóðina alla. Það skyldi þó ekki svo fara að afstaðan til ESB muni frekar valda klofningi til hægri?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun