Feðgar á fljúgandi ferð 6. febrúar 2008 00:01 Hlynur Örn Hrafnkelsson, níu ára, með fyrsta hjólið, sem hann fékk um jólin. Markaðurinn/úr einkasafni „Þetta er ómetanleg gæðastund hjá okkur feðgunum,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, sviðsstjóri hjá Intrum. Hrafnkell er áhugamaður um íþróttir af flestu tagi sem reyna bæði á kraft og þol. Þar á meðal eru snjóbrettarennsli og seglbrettasiglingar. Motocrossíþróttin er ein þeirra en hana stundar Hrafnkell með sonum sínum tveimur hvenær sem færi gefst. Hrafnkell fékk sjálfur fyrsta hjólið sextán ára gamall, fyrir 26 árum, og hefur verið með bakteríuna síðan. Síðastliðin fjögur ár hefur hann verið formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins, sem á veg og vanda að því að byggja upp akstursvæði á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, svo sem Bolaöldusvæðið á móts við Litlu Kaffistofuna. Eldri sonurinn, Helgi Már, kom í heiminn fyrir sautján árum – hann fagnar því sautjánda reyndar í dag – og eignaðist sitt fyrsta hjól ellefu ára. Fljótlega byrjaði hann að keppa í motocrossinu af fullum krafti. Undanfarin tvö ár hafa þeir keppt saman í tvímenningskeppni á Íslandsmeistaramótinu í þolakstri með ágætum árangri. „Það er ótrúlega gaman að standa í þessu og það geta ekki verið margar íþróttagreinar þar sem feðgar geta keppt saman þrátt fyrir 25 ára aldursmun.“ segir Hrafnkell brosandi. Hrafnkell segir að hann hafi vart hjólað jafn mikið ævina og eftir að frumburðurinn fékk fyrsta fákinn. Ekki minnkaði það þegar yngri sonurinn bætist í hópinn. „Þróunin er öll í þessa átt. Margir upprennandi keppnismenn í dag eru synir margra ökumanna sem eldri eru. Fjölskyldunum fjölgar jafnt og þétt sem stunda sportið saman “ segir Hrafnkell, sem í vetur hefur stýrt þrekæfingum fyrir son sinn og nokkra liðsfélaga hans. „Þetta er heilmikill félagsskapur fyrir okkur feðgana,“ segir Hrafnkell og bendir á forvarnargildið sem felist í samverustundunum sé mikið og ómetanlegt. „Þegar hann hringir í mig til að fara út á hjólið eða fara saman í ræktina þá er á hreinu að maður hefur áorkað einhverju,“ segir Hrafnkell og leggur áherslu á að sonurinn hvetji hann áfram, jafnvel bölvi honum í sót og ösku standi hann sig ekki á hjólabrautinni. „Það skiptir engu máli þótt það sé 25 ára aldursmunur á okkur feðgum en það var súrt þegar hann fór hraðar en ég!“ Yngsti sonurinn, Hlynur Örn, sem er níu ára, fékk svo sitt fyrsta hjól um síðustu jól og prófaði það í fyrsta skipti í snjóbyl á jóladag. Hann má lögum samkvæmt ekki að hjóla nema á þar til gerðum akstursbrautum. „Þetta er ekki sérlega hættulegt sport ef rétt er að hlutunum staðið og keyrt á góðum brautum,“ segir Hrafnkell. Hann hefur litlar áhyggjur af því að sá litli slasi sig á hjólinu enda er hann „dúðaður“ hlífum frá toppi til táar. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af honum á reiðhjóli í umferðinni,“ segir Hrafnkell. Markaðir Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira
„Þetta er ómetanleg gæðastund hjá okkur feðgunum,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, sviðsstjóri hjá Intrum. Hrafnkell er áhugamaður um íþróttir af flestu tagi sem reyna bæði á kraft og þol. Þar á meðal eru snjóbrettarennsli og seglbrettasiglingar. Motocrossíþróttin er ein þeirra en hana stundar Hrafnkell með sonum sínum tveimur hvenær sem færi gefst. Hrafnkell fékk sjálfur fyrsta hjólið sextán ára gamall, fyrir 26 árum, og hefur verið með bakteríuna síðan. Síðastliðin fjögur ár hefur hann verið formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins, sem á veg og vanda að því að byggja upp akstursvæði á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, svo sem Bolaöldusvæðið á móts við Litlu Kaffistofuna. Eldri sonurinn, Helgi Már, kom í heiminn fyrir sautján árum – hann fagnar því sautjánda reyndar í dag – og eignaðist sitt fyrsta hjól ellefu ára. Fljótlega byrjaði hann að keppa í motocrossinu af fullum krafti. Undanfarin tvö ár hafa þeir keppt saman í tvímenningskeppni á Íslandsmeistaramótinu í þolakstri með ágætum árangri. „Það er ótrúlega gaman að standa í þessu og það geta ekki verið margar íþróttagreinar þar sem feðgar geta keppt saman þrátt fyrir 25 ára aldursmun.“ segir Hrafnkell brosandi. Hrafnkell segir að hann hafi vart hjólað jafn mikið ævina og eftir að frumburðurinn fékk fyrsta fákinn. Ekki minnkaði það þegar yngri sonurinn bætist í hópinn. „Þróunin er öll í þessa átt. Margir upprennandi keppnismenn í dag eru synir margra ökumanna sem eldri eru. Fjölskyldunum fjölgar jafnt og þétt sem stunda sportið saman “ segir Hrafnkell, sem í vetur hefur stýrt þrekæfingum fyrir son sinn og nokkra liðsfélaga hans. „Þetta er heilmikill félagsskapur fyrir okkur feðgana,“ segir Hrafnkell og bendir á forvarnargildið sem felist í samverustundunum sé mikið og ómetanlegt. „Þegar hann hringir í mig til að fara út á hjólið eða fara saman í ræktina þá er á hreinu að maður hefur áorkað einhverju,“ segir Hrafnkell og leggur áherslu á að sonurinn hvetji hann áfram, jafnvel bölvi honum í sót og ösku standi hann sig ekki á hjólabrautinni. „Það skiptir engu máli þótt það sé 25 ára aldursmunur á okkur feðgum en það var súrt þegar hann fór hraðar en ég!“ Yngsti sonurinn, Hlynur Örn, sem er níu ára, fékk svo sitt fyrsta hjól um síðustu jól og prófaði það í fyrsta skipti í snjóbyl á jóladag. Hann má lögum samkvæmt ekki að hjóla nema á þar til gerðum akstursbrautum. „Þetta er ekki sérlega hættulegt sport ef rétt er að hlutunum staðið og keyrt á góðum brautum,“ segir Hrafnkell. Hann hefur litlar áhyggjur af því að sá litli slasi sig á hjólinu enda er hann „dúðaður“ hlífum frá toppi til táar. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af honum á reiðhjóli í umferðinni,“ segir Hrafnkell.
Markaðir Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira