Sælla er að gefa en að henda Gerður Kristný skrifar 19. janúar 2008 06:00 Það er gaman að fara með föt í Rauða kross-gáminn í Sorpu. Þangað hef ég gefið flíkur í gegnum tíðina í þeirri von að kátir menntaskólanemar eigi eftir hnjóta um þau í litlu Rauða kross-búðinni á Laugaveginum og finnast þau of hlægileg til að geta látið eiga sig. Um leið styrkja þeir fólk í fátækum löndum og það er nú alltaf gott. Þegar við hjónin áttum von á barni fyrir nokkrum árum þurftum við meira pláss. Það var kominn tími til að fara í gegnum bókahillurnar. Gamlar kennslubækur voru settar í kassa og sömuleiðis fannst okkur óþarfi að eiga tvö eintök af sömu skáldsögunni. Sumir höfundar voru þó undanþegnir þessari reglu. Til dæmis ef þeir hétu Thor og voru í leðurbandi. Farið var með kassana í gám Góða hirðisins í Sorpu og vonandi hafa bókasafnarar, grúskarar eða blankir námsmenn fundið þar eitthvað spennandi. Það er skemmtilegt að geta farið með eigur sínar í gáma Rauða krossins og Góða hirðisins og notalegt að vita að aðrir njóti góðs af. Þess vegna kom það mér spánskt fyrir sjónir að sjá starfsmann Góða hirðisins segjast hér í viðtali í Fréttablaðinu fyrir stuttu oft vera „gapandi hissa á því hverju fólk er að henda". Aldrei hef ég litið svo á að við sem komum dótinu okkar fyrir í umræddum gámum séum þar með að henda því. Nei, við erum að gefa. Ekki má heldur gleyma því að það getur verið býsna erfitt að skilja við eigur sínar þótt maður viti að þær eigi ekki eftir að koma manni meira að notum. Þeim tengjast oft góðar minningar. Sögnin „að henda" er því ekki viðeigandi hjá starfsmanni þessarar góðgerðarstofnunar. Í stað þess að undrast ætti hann að láta það eftir sér að gleðjast yfir gjafmildinni. Og hvað gerði fólk sem ekki vildi sjá á eftir eigum sínum á haugana og þekkti engan sem hafði not fyrir þær áður en Góði hirðirinn kom til sögunnar? Jú, það gat reynt að selja þær í smáauglýsingum blaðanna. Nú bíða þeir sem vantar hátalara eða rjúpuna hans Guðmundar í Miðdal frekar eftir því að þessar gersemar dúkki upp í Góði hirðinum en að blaða í smáauglýsingunum. Góði hirðirinn fór að einhverju leyti með smáauglýsingamarkaðinn og þar með hefur starfsmaðurinn stóreygi enn minni ástæðu til að undrast að við skulum koma þrammandi með sjónvarpstækin okkar til hans í fanginu. Það gerum við nefnilega einmitt vegna þess að okkur er svo meinilla við að henda þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Það er gaman að fara með föt í Rauða kross-gáminn í Sorpu. Þangað hef ég gefið flíkur í gegnum tíðina í þeirri von að kátir menntaskólanemar eigi eftir hnjóta um þau í litlu Rauða kross-búðinni á Laugaveginum og finnast þau of hlægileg til að geta látið eiga sig. Um leið styrkja þeir fólk í fátækum löndum og það er nú alltaf gott. Þegar við hjónin áttum von á barni fyrir nokkrum árum þurftum við meira pláss. Það var kominn tími til að fara í gegnum bókahillurnar. Gamlar kennslubækur voru settar í kassa og sömuleiðis fannst okkur óþarfi að eiga tvö eintök af sömu skáldsögunni. Sumir höfundar voru þó undanþegnir þessari reglu. Til dæmis ef þeir hétu Thor og voru í leðurbandi. Farið var með kassana í gám Góða hirðisins í Sorpu og vonandi hafa bókasafnarar, grúskarar eða blankir námsmenn fundið þar eitthvað spennandi. Það er skemmtilegt að geta farið með eigur sínar í gáma Rauða krossins og Góða hirðisins og notalegt að vita að aðrir njóti góðs af. Þess vegna kom það mér spánskt fyrir sjónir að sjá starfsmann Góða hirðisins segjast hér í viðtali í Fréttablaðinu fyrir stuttu oft vera „gapandi hissa á því hverju fólk er að henda". Aldrei hef ég litið svo á að við sem komum dótinu okkar fyrir í umræddum gámum séum þar með að henda því. Nei, við erum að gefa. Ekki má heldur gleyma því að það getur verið býsna erfitt að skilja við eigur sínar þótt maður viti að þær eigi ekki eftir að koma manni meira að notum. Þeim tengjast oft góðar minningar. Sögnin „að henda" er því ekki viðeigandi hjá starfsmanni þessarar góðgerðarstofnunar. Í stað þess að undrast ætti hann að láta það eftir sér að gleðjast yfir gjafmildinni. Og hvað gerði fólk sem ekki vildi sjá á eftir eigum sínum á haugana og þekkti engan sem hafði not fyrir þær áður en Góði hirðirinn kom til sögunnar? Jú, það gat reynt að selja þær í smáauglýsingum blaðanna. Nú bíða þeir sem vantar hátalara eða rjúpuna hans Guðmundar í Miðdal frekar eftir því að þessar gersemar dúkki upp í Góði hirðinum en að blaða í smáauglýsingunum. Góði hirðirinn fór að einhverju leyti með smáauglýsingamarkaðinn og þar með hefur starfsmaðurinn stóreygi enn minni ástæðu til að undrast að við skulum koma þrammandi með sjónvarpstækin okkar til hans í fanginu. Það gerum við nefnilega einmitt vegna þess að okkur er svo meinilla við að henda þeim.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun