Fílar í postulínsbúð Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. janúar 2008 06:00 Mörgum kann í fljótu bragði að virðast sem tvö hús við Laugaveg geti ekki skipt sköpum til eða frá um þróun miðborgar Reykjavíkur. Sú umræða sem orðið hefur fyrst um niðurrif og nú síðast um flutning húsanna við Laugaveg 4 og 6 er þó liður í miklu stærra máli. Laugavegurinn er lífæð miðborgar Reykjavíkur. Það er grundvallaratriði að varðveita eins og kostur er ásýnd þessarar götu sem kennd er við gönguleið reykvískra húsmæðra inn í Þvottalaugar, röð lágreistra timburhúsa sem reist voru af mismiklum vanefnum, mörg af fólki sem flust hafði utan af landi til að setjast að í höfuðstaðnum. Þarna er veigamikill hluti af sögu þjóðarinnar, sögu sem er mikilvægt að halda á lofti. Eins og bæði borgarminjavörður og Torfusamtökin hafa bent á felst gildi þessara húsa fyrst og fremst í því að varðveita þau á þeim stað sem þau eru, sem hluta af þessari gömlu götumynd. Borgarstjóri getur því ekki bjargað sér fyrir horn með því að láta flytja húsin í stað þess að rífa þau. Þetta skilur Svandís Svavarsdóttir, formaður skipulagsráðs, sem betur fer og hefur vonandi erindi sem erfiði við að tjónka við samstarfsflokkunum í málinu. Einnig má minna á snöfurmannlega framgöngu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra varðandi svipað mál sem upp kom í miðbæ Akureyrar á árinu sem leið. Binda verður vonir við að þessum konum takist að koma í veg fyrir niðurrif eða brottflutning húsanna við Laugaveg 4 og 6. Sú hugmynd að flytja gömul hús í Hljómskálagarðinn er út af fyrir sig ágæt en dúkkuhúsabyggð í þeim garði má ekki blanda saman við verndun götumyndar við Laugaveg. Í þann leik verður að nota önnur hús, annaðhvort gömul hús sem orðin eru samhengislaus vegna breytinga í umhverfi sem þegar eru orðnar ellegar hreinlega að byggja ný og sæt hús í gömlum stíl, jafnvel eftirmyndir gamalla húsa sem annaðhvort eru enn til eða fallin fyrir byggingarkrönum. Húsið númer 2 er eitt af fegurstu húsunum við Laugaveg. Það er kannski aðalástæða þess hversu mikilvægt er að varðveita húsaröðina þar fyrir ofan. Byggingalysin við Laugaveg eru þegar allt of mörg. Þau voru börn síns tíma og urðu flest áður en farið var að ræða af alvöru um varðveislugildi húsa og götumynda hér á landi. Það er afsökun þeirra sem báru ábyrgðina. Þeir sem bera ábyrgð á því að ryðjast yfir menningararfinn eins og fílar í postulínsbúð á árinu 2008 og reisa í stað lágreistu séríslensku húsanna alþjóðlegar 21. aldar byggingar eiga ekkert slíkt sér til málsbóta. Vonandi verðum við laus við að þurfa að horfa upp á minnismerki um skömm þeirra í líki fimm hæða glerhýsis við hlið hins fínlega og sérkennaríka húss við Laugaveg 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Mörgum kann í fljótu bragði að virðast sem tvö hús við Laugaveg geti ekki skipt sköpum til eða frá um þróun miðborgar Reykjavíkur. Sú umræða sem orðið hefur fyrst um niðurrif og nú síðast um flutning húsanna við Laugaveg 4 og 6 er þó liður í miklu stærra máli. Laugavegurinn er lífæð miðborgar Reykjavíkur. Það er grundvallaratriði að varðveita eins og kostur er ásýnd þessarar götu sem kennd er við gönguleið reykvískra húsmæðra inn í Þvottalaugar, röð lágreistra timburhúsa sem reist voru af mismiklum vanefnum, mörg af fólki sem flust hafði utan af landi til að setjast að í höfuðstaðnum. Þarna er veigamikill hluti af sögu þjóðarinnar, sögu sem er mikilvægt að halda á lofti. Eins og bæði borgarminjavörður og Torfusamtökin hafa bent á felst gildi þessara húsa fyrst og fremst í því að varðveita þau á þeim stað sem þau eru, sem hluta af þessari gömlu götumynd. Borgarstjóri getur því ekki bjargað sér fyrir horn með því að láta flytja húsin í stað þess að rífa þau. Þetta skilur Svandís Svavarsdóttir, formaður skipulagsráðs, sem betur fer og hefur vonandi erindi sem erfiði við að tjónka við samstarfsflokkunum í málinu. Einnig má minna á snöfurmannlega framgöngu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra varðandi svipað mál sem upp kom í miðbæ Akureyrar á árinu sem leið. Binda verður vonir við að þessum konum takist að koma í veg fyrir niðurrif eða brottflutning húsanna við Laugaveg 4 og 6. Sú hugmynd að flytja gömul hús í Hljómskálagarðinn er út af fyrir sig ágæt en dúkkuhúsabyggð í þeim garði má ekki blanda saman við verndun götumyndar við Laugaveg. Í þann leik verður að nota önnur hús, annaðhvort gömul hús sem orðin eru samhengislaus vegna breytinga í umhverfi sem þegar eru orðnar ellegar hreinlega að byggja ný og sæt hús í gömlum stíl, jafnvel eftirmyndir gamalla húsa sem annaðhvort eru enn til eða fallin fyrir byggingarkrönum. Húsið númer 2 er eitt af fegurstu húsunum við Laugaveg. Það er kannski aðalástæða þess hversu mikilvægt er að varðveita húsaröðina þar fyrir ofan. Byggingalysin við Laugaveg eru þegar allt of mörg. Þau voru börn síns tíma og urðu flest áður en farið var að ræða af alvöru um varðveislugildi húsa og götumynda hér á landi. Það er afsökun þeirra sem báru ábyrgðina. Þeir sem bera ábyrgð á því að ryðjast yfir menningararfinn eins og fílar í postulínsbúð á árinu 2008 og reisa í stað lágreistu séríslensku húsanna alþjóðlegar 21. aldar byggingar eiga ekkert slíkt sér til málsbóta. Vonandi verðum við laus við að þurfa að horfa upp á minnismerki um skömm þeirra í líki fimm hæða glerhýsis við hlið hins fínlega og sérkennaríka húss við Laugaveg 2.