Flugeldaveislu hlýtur að ljúka Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. janúar 2008 00:01 Árið 2008 er gengið í garð með tilheyrandi sprengjugný og eldglæringum. Íslendingar létu ekki óveður á áramótum halda tiltakanlega aftur af sér í sprengigleði og björgunarsveitir og aðrir sem tekjur hafa af flugeldasölu geta unað glaðir við sitt. Ákveðin þversögn er þó fólgin í því að sala á sprengiefni skuli vera fjárhagsgrundvöllur slysavarna og björgunarstarfa í okkar harðbýla landi. Raunar má benda á aðrar slíkar þversagnir eins og að SÁÁ, sem eru þau samtök sem helst koma spilafíklum til hjálpar, skuli hafa tekjur af spilakössum. Flugeldar eru vissulega fallegir á að líta, spennandi og krydda tilveruna í kringum áramót. Það er líka gleðilegt fyrir þá sem hafa gaman af því að sprengja þá að geta með kaupum á flugeldum lagt góðu málefni lið. En stundum virðist gleymast að flugeldar eru hreint ekki leikföng heldur sprengiefni sem er stórvarasamt. Aldrei líða svo áramót að ekki hljótist einhver slys af völdum flugelda. Augnslys og fingurmissir eru meðal ljótustu dæma og sem betur fer hafa um þessi áramót ekki orðið alvarleg slys af því tagi. Hins vegar hafa hlotist minni líkamlegir skaðar, auk eignatjóns af völdum bruna. Björgunarsveitirnar eru gríðarlega mikilvægar og starf þeirra fórnfúst og framúrskarandi. Því hlýtur að mega spyrja þeirrar spurningar hvort ekki ætti að byggja traustari fjárhagsgrundvöll undir starfsemi þeirra en svo að hún sé að miklu leyti háð því hvernig árar bæði efnahagslega og veðurfarslega í landinu. Hugsanlegt er að kosta starfsemi sveitanna að einhverju leyti með skattfé. Einnig má velta fyrir sér hvort finna megi aðrar leiðir til að gefa almenningi kost á að styðja starfsemi björgunarsveita. Óvíða í heiminum tíðkast jafnfrjálsleg meðferð skotelda og hér á landi. Þess er áreiðanlega stutt að bíða að hér á landi verði reglur í kringum flugeldanotkun hertar til muna, meðal annars með það að markmiði að minnka notkun skotelda til þess að draga bæði úr slysum og mengun af þeirra völdum. Í ár fór svifryksmengun yfir hættumörk í Reykjavík þegar árið var nýgengið í garð þrátt fyrir talsverðan vindstrekking á nýársnótt. Börnum þykir ekki lengur spennandi að safna rakettuprikum enda eru þau ekki nema hluti draslsins sem eftir verður þegar sprengingum er lokið. Nú er svo komið, að auk prikanna sem fljóta út um allt standa heilu pappakassarnir eftir á gangstéttum útbrunnir og svo virðist sem þeim sem úr tertunum skaut detti ekki í hug að hreinsa til eftir sig. Sóðaskapurinn er því gríðarlegur dagana eftir áramót. Það er áreiðanlega tímaspursmál hvenær tíðarandinn hafnar þeirri mengun sem af flugeldunum hlýst. Það er því mikilvægt að taka höndum saman um að tryggja fjárhagslegan grundvöll björgunarsveita áður en til þess kemur. Óvíða gegna björgunarsveitir jafnþýðingarmiklu hlutverki og hér í okkar strjálbýla landi þar sem allra veðra er von. Þess vegna verður fjárhagsgrundvöllur þeirra að vera afar traustur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Árið 2008 er gengið í garð með tilheyrandi sprengjugný og eldglæringum. Íslendingar létu ekki óveður á áramótum halda tiltakanlega aftur af sér í sprengigleði og björgunarsveitir og aðrir sem tekjur hafa af flugeldasölu geta unað glaðir við sitt. Ákveðin þversögn er þó fólgin í því að sala á sprengiefni skuli vera fjárhagsgrundvöllur slysavarna og björgunarstarfa í okkar harðbýla landi. Raunar má benda á aðrar slíkar þversagnir eins og að SÁÁ, sem eru þau samtök sem helst koma spilafíklum til hjálpar, skuli hafa tekjur af spilakössum. Flugeldar eru vissulega fallegir á að líta, spennandi og krydda tilveruna í kringum áramót. Það er líka gleðilegt fyrir þá sem hafa gaman af því að sprengja þá að geta með kaupum á flugeldum lagt góðu málefni lið. En stundum virðist gleymast að flugeldar eru hreint ekki leikföng heldur sprengiefni sem er stórvarasamt. Aldrei líða svo áramót að ekki hljótist einhver slys af völdum flugelda. Augnslys og fingurmissir eru meðal ljótustu dæma og sem betur fer hafa um þessi áramót ekki orðið alvarleg slys af því tagi. Hins vegar hafa hlotist minni líkamlegir skaðar, auk eignatjóns af völdum bruna. Björgunarsveitirnar eru gríðarlega mikilvægar og starf þeirra fórnfúst og framúrskarandi. Því hlýtur að mega spyrja þeirrar spurningar hvort ekki ætti að byggja traustari fjárhagsgrundvöll undir starfsemi þeirra en svo að hún sé að miklu leyti háð því hvernig árar bæði efnahagslega og veðurfarslega í landinu. Hugsanlegt er að kosta starfsemi sveitanna að einhverju leyti með skattfé. Einnig má velta fyrir sér hvort finna megi aðrar leiðir til að gefa almenningi kost á að styðja starfsemi björgunarsveita. Óvíða í heiminum tíðkast jafnfrjálsleg meðferð skotelda og hér á landi. Þess er áreiðanlega stutt að bíða að hér á landi verði reglur í kringum flugeldanotkun hertar til muna, meðal annars með það að markmiði að minnka notkun skotelda til þess að draga bæði úr slysum og mengun af þeirra völdum. Í ár fór svifryksmengun yfir hættumörk í Reykjavík þegar árið var nýgengið í garð þrátt fyrir talsverðan vindstrekking á nýársnótt. Börnum þykir ekki lengur spennandi að safna rakettuprikum enda eru þau ekki nema hluti draslsins sem eftir verður þegar sprengingum er lokið. Nú er svo komið, að auk prikanna sem fljóta út um allt standa heilu pappakassarnir eftir á gangstéttum útbrunnir og svo virðist sem þeim sem úr tertunum skaut detti ekki í hug að hreinsa til eftir sig. Sóðaskapurinn er því gríðarlegur dagana eftir áramót. Það er áreiðanlega tímaspursmál hvenær tíðarandinn hafnar þeirri mengun sem af flugeldunum hlýst. Það er því mikilvægt að taka höndum saman um að tryggja fjárhagslegan grundvöll björgunarsveita áður en til þess kemur. Óvíða gegna björgunarsveitir jafnþýðingarmiklu hlutverki og hér í okkar strjálbýla landi þar sem allra veðra er von. Þess vegna verður fjárhagsgrundvöllur þeirra að vera afar traustur.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun