Mills missir sig Guðjón Helgason skrifar 3. nóvember 2007 13:16 Fyrirsætan fyrrverandi Heather Mills óttast um líf sitt og segist fá verri umfjöllun í fjölmiðlum en barnaníðingar. Mills stendur í ljótum skilnaði við Bítilinn Paul McCartney og hefur hafið sjarmasókn í sjónvarpi beggja vegna Atlantshafsins. Skilnaðarmál Mills og McCartney er nú fyrir breskum dómstólum. Þau eiga eitt barn, dótturina Beatrice sem er þriggja ára. Mills vill fá helming af eigum McCartneys og gætu það orðið hæstu skilnaðarbætur í sögu Bretlands. Mills hefur fengið það óþvegið í umfjöllunum um málið og taldi sig því þurfa að rétta sinn hlut og skýra sitt mál - en hún hefur ekki viljað tjá sig opinberlega hingað til. Mills hóf baráttuna í bresku sjónvarpi á miðvikudaginn þegar hún kom fram í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinna ITV. Þar sagðist hún óttast um líf sitt - hún hefði verið rægð rækilega í bresku pressunni og ætlaði að leita réttar síns vegna þess. Hún sagðist hafa fengið verri umfjöllun en barnaníðingar og morðingjar og það þrátt fyrir að hún hefði unnið að góðgerðarmálum í tvo áratugi. Hún líkti raunum sínum við þá umfjöllun sem þær Díana Prinessa og Kate McCann - móðir Madelein litlu sem hvarf í Portúgal fyrr á árinu - hefðu fengið. Breska pressan brást hart við og spurði hvernig hún dirfðist að líkja sér við móður Madeleine. Fyrsta sjarmasókn Mills því misheppnuð. Þá var komið að viðtölum í bandarísku sjónvarpi. Í viðtali við sjónvarpsstöðina Extra réðs hún á Stellu - dóttur Pauls og sagði hana hafa komið afar illa fram við sig - sagt hana gullgrafara af verstu sort sem vildi aðeins næla sér í peninga pabba. Hún hafi leitað stuðning eiginmannsins en ekki fengið hann. Mills segist hafa safnað saman öllum upplýsingum um McCartney fjölskylduna og þær geymi hún í öryggishólfi. Þangað skuli leita ef hún verði fyrir óhappi eða týni lífi. Madeleine McCann Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira
Fyrirsætan fyrrverandi Heather Mills óttast um líf sitt og segist fá verri umfjöllun í fjölmiðlum en barnaníðingar. Mills stendur í ljótum skilnaði við Bítilinn Paul McCartney og hefur hafið sjarmasókn í sjónvarpi beggja vegna Atlantshafsins. Skilnaðarmál Mills og McCartney er nú fyrir breskum dómstólum. Þau eiga eitt barn, dótturina Beatrice sem er þriggja ára. Mills vill fá helming af eigum McCartneys og gætu það orðið hæstu skilnaðarbætur í sögu Bretlands. Mills hefur fengið það óþvegið í umfjöllunum um málið og taldi sig því þurfa að rétta sinn hlut og skýra sitt mál - en hún hefur ekki viljað tjá sig opinberlega hingað til. Mills hóf baráttuna í bresku sjónvarpi á miðvikudaginn þegar hún kom fram í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinna ITV. Þar sagðist hún óttast um líf sitt - hún hefði verið rægð rækilega í bresku pressunni og ætlaði að leita réttar síns vegna þess. Hún sagðist hafa fengið verri umfjöllun en barnaníðingar og morðingjar og það þrátt fyrir að hún hefði unnið að góðgerðarmálum í tvo áratugi. Hún líkti raunum sínum við þá umfjöllun sem þær Díana Prinessa og Kate McCann - móðir Madelein litlu sem hvarf í Portúgal fyrr á árinu - hefðu fengið. Breska pressan brást hart við og spurði hvernig hún dirfðist að líkja sér við móður Madeleine. Fyrsta sjarmasókn Mills því misheppnuð. Þá var komið að viðtölum í bandarísku sjónvarpi. Í viðtali við sjónvarpsstöðina Extra réðs hún á Stellu - dóttur Pauls og sagði hana hafa komið afar illa fram við sig - sagt hana gullgrafara af verstu sort sem vildi aðeins næla sér í peninga pabba. Hún hafi leitað stuðning eiginmannsins en ekki fengið hann. Mills segist hafa safnað saman öllum upplýsingum um McCartney fjölskylduna og þær geymi hún í öryggishólfi. Þangað skuli leita ef hún verði fyrir óhappi eða týni lífi.
Madeleine McCann Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira