Grunnnet, gamaldags skipulag, kosningablogg, Ebbi Sig 21. mars 2007 12:16 Míla heitir fyrirtæki sem hefur verið stofnað um rekstur grunnets Símans. Hefði kannski verið nær að láta það heita Kílómeter - mílur eru okkur Íslendingum framandi. Þetta er hið sama grunnet og ómögulegt var að skilja frá Símanum þegar hann var seldur. Maður skyldi varast að trúa öllu sem sagt er í pólitíkinni. Aðskilnaðurinn er náttúrlega klassísk viðskiptabrella til að láta afkomutölur Símans - dýrasta símafyrirtækis í heimi - líta betur út. Kaupendur fyrirtækisins töldu sig hafa vilyrði fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur keypti grunnnetið - en sú von gufaði upp þegar Guðlaugur Þór Þórðarson tók við stjórnarformennsku í Orkuveitunni. Því sitja þeir uppi með þessa starfsemi sem fylgja kvaðir um að halda uppi fjarskiptaþjónustu um allt land. En einokunin er sú sama og áður - við höfum fundið fyrir því hér á Stöð 2 að taxtarnir eru núorðið svo háir svo háir að við getum varla látið okkur dreyma um að hafa mann í mynd frá Akureyri. --- --- --- Er ekki framtíðarsýn hinnar nýju borgarstjórnar frekar gamaldags? Stóraukin byggð í sérbýli - og það alla leið upp við Úlfarsfell? Man ég vitlaust eða lagði ekki Gísli Marteinn til að frekari framkvæmdir við Úlfarsfell yrðu blásnar af? Með þessu móti heldur byggðin heldur áfram að dreifast upp um fjöll og firnindi með tilheyrandi bílaumferð, mengun og óhagræði. Það er gamaldags. Og um Vatnsmýrina er engin svör að hafa. Það er kraftur í Vilhjálmi Þ. og brosið er ekki farið af honum síðan í kosningunum. Ég hef annars verið þeirrar skoðunar að það skipti litlu hver stjórnar borginni. Þetta hefur mestanpart verið sama tóbakið og verður það áfram. --- --- --- Það er áberandi núna fyrir kosningarnar hversu mikið af bloggurum er að taka þátt í einhvers konar spuna - að koma einhverju á flot eða setja fram túlkun á atburðum sem er stjórnmálaflokkunum þóknanleg. Það þyrfti einhvern veginn að flokka þá sérstaklega sem eru að blogga í þágu flokkanna. Þá er auðveldara að ignorera þá. --- --- --- Nú er talað um að reisa styttu af Guðmundi jaka í Breiðholti. En hvað þá með Ebba Sig, gamla dagsbrúnarforingjann, sem var svo mikill sósíalisti að hann bjó í síðasta torfbænum í Reykjavík - af tómri verkalýðshugsjón að ég best veit. Var það ekki Ebbi sem samdi við Bjarna Ben um byggingu Breiðholtsins eftir að borgarstjórn Sjálfstæðisflokksins hafði staðið fyrir því áratugum saman að helst enginn fengi húsnæði nema hann væri í Flokknum? Það væri kannski hægt að hafa þá saman í styttu - svona eins og Marx og Engels í sósíalistaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun
Míla heitir fyrirtæki sem hefur verið stofnað um rekstur grunnets Símans. Hefði kannski verið nær að láta það heita Kílómeter - mílur eru okkur Íslendingum framandi. Þetta er hið sama grunnet og ómögulegt var að skilja frá Símanum þegar hann var seldur. Maður skyldi varast að trúa öllu sem sagt er í pólitíkinni. Aðskilnaðurinn er náttúrlega klassísk viðskiptabrella til að láta afkomutölur Símans - dýrasta símafyrirtækis í heimi - líta betur út. Kaupendur fyrirtækisins töldu sig hafa vilyrði fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur keypti grunnnetið - en sú von gufaði upp þegar Guðlaugur Þór Þórðarson tók við stjórnarformennsku í Orkuveitunni. Því sitja þeir uppi með þessa starfsemi sem fylgja kvaðir um að halda uppi fjarskiptaþjónustu um allt land. En einokunin er sú sama og áður - við höfum fundið fyrir því hér á Stöð 2 að taxtarnir eru núorðið svo háir svo háir að við getum varla látið okkur dreyma um að hafa mann í mynd frá Akureyri. --- --- --- Er ekki framtíðarsýn hinnar nýju borgarstjórnar frekar gamaldags? Stóraukin byggð í sérbýli - og það alla leið upp við Úlfarsfell? Man ég vitlaust eða lagði ekki Gísli Marteinn til að frekari framkvæmdir við Úlfarsfell yrðu blásnar af? Með þessu móti heldur byggðin heldur áfram að dreifast upp um fjöll og firnindi með tilheyrandi bílaumferð, mengun og óhagræði. Það er gamaldags. Og um Vatnsmýrina er engin svör að hafa. Það er kraftur í Vilhjálmi Þ. og brosið er ekki farið af honum síðan í kosningunum. Ég hef annars verið þeirrar skoðunar að það skipti litlu hver stjórnar borginni. Þetta hefur mestanpart verið sama tóbakið og verður það áfram. --- --- --- Það er áberandi núna fyrir kosningarnar hversu mikið af bloggurum er að taka þátt í einhvers konar spuna - að koma einhverju á flot eða setja fram túlkun á atburðum sem er stjórnmálaflokkunum þóknanleg. Það þyrfti einhvern veginn að flokka þá sérstaklega sem eru að blogga í þágu flokkanna. Þá er auðveldara að ignorera þá. --- --- --- Nú er talað um að reisa styttu af Guðmundi jaka í Breiðholti. En hvað þá með Ebba Sig, gamla dagsbrúnarforingjann, sem var svo mikill sósíalisti að hann bjó í síðasta torfbænum í Reykjavík - af tómri verkalýðshugsjón að ég best veit. Var það ekki Ebbi sem samdi við Bjarna Ben um byggingu Breiðholtsins eftir að borgarstjórn Sjálfstæðisflokksins hafði staðið fyrir því áratugum saman að helst enginn fengi húsnæði nema hann væri í Flokknum? Það væri kannski hægt að hafa þá saman í styttu - svona eins og Marx og Engels í sósíalistaríkjunum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun