Ekkert dekrað við börn Donalds Trump 9. janúar 2007 10:48 Börn milljarðamæringsins Donalds Trump, þau Donald Trump yngri og Ivanka, vörðu föður sinn í deilu hans við sjónvarpskonuna Rosie O'Donnel, í spjallþætti á dögunum. O'Donnel réðst harkalega á föður þeirra, í þætti sínum, fyrir að reka ekki fegurðardísina Töru Conner, eftir að upp komst um óhóflegt líferni hennar. Trump á stóran hlut í fyrirtækinu Miss USA, þar sem Conner var kjörin fegurst kvenna. Eftir að upp komst um pöbba-rölt hennar ákvað Trump að gefa henni annað tækifæri. Rosie O'Donnel lét sér ekki nægja að lýsa óánægju með þá ákvörðun heldur hellti sér yfir persónu Trumps. Hún sagði, meðal annars, að hann væri feitur, með ljótt hár, og hefði orðið gjaldþrota. Trump svaraði fullum hálsi og benti á að O'Donnel væri sjálf þrýstin í betra lagi. Það var eiginlega það fallegasta sem hann sagði um hana. Svo hefur þetta aukist hjá þeim, orð af orði. Í sjónvarpsspjallinu sögðu þau Donald og Ivanka að það væri ekkert athugavert við að fólk væri ósammála pabba. Hinsvegar hefði verið óþarfi að ráðast á hann persónulega. Bæði óþarfi og óráðlegt, því jafnframt því að vera besti vinur sem menn gætu eignast sé hann versti óvinur sem menn geti eignast. Athyglisvert var það sem systkinin sögðu um uppeldi sitt. Þau hefðu átt fallegustu heimili og fengið bestu menntun sem völ væri á, en þau þurftu að hafa fyrir öllu öðru. Ef þau til dæmis vildu Nintendo spil þurftu þau að leysa eitthvað verkefni sem jafnvel tók þau mánuði. Donald yngri sagði að oft hefði það sem þau báðu um verið komið úr tísku þegar loks verkinu var lokið. Trump á bæði einkaflugvélar og þyrlur. Systkinin sögðu að þau fengju að ferðast í þeim, ef þau væru að fara eitthvað með föður sínum, en aldrei annars. Þau sögðu að það væri skrýtið að upplifa svona lúxus en vera með það á hreinu að þau ættu ekkert í honum. Það hvetti þau til dáða, því þau VILDU eignast þetta. Erlent Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Börn milljarðamæringsins Donalds Trump, þau Donald Trump yngri og Ivanka, vörðu föður sinn í deilu hans við sjónvarpskonuna Rosie O'Donnel, í spjallþætti á dögunum. O'Donnel réðst harkalega á föður þeirra, í þætti sínum, fyrir að reka ekki fegurðardísina Töru Conner, eftir að upp komst um óhóflegt líferni hennar. Trump á stóran hlut í fyrirtækinu Miss USA, þar sem Conner var kjörin fegurst kvenna. Eftir að upp komst um pöbba-rölt hennar ákvað Trump að gefa henni annað tækifæri. Rosie O'Donnel lét sér ekki nægja að lýsa óánægju með þá ákvörðun heldur hellti sér yfir persónu Trumps. Hún sagði, meðal annars, að hann væri feitur, með ljótt hár, og hefði orðið gjaldþrota. Trump svaraði fullum hálsi og benti á að O'Donnel væri sjálf þrýstin í betra lagi. Það var eiginlega það fallegasta sem hann sagði um hana. Svo hefur þetta aukist hjá þeim, orð af orði. Í sjónvarpsspjallinu sögðu þau Donald og Ivanka að það væri ekkert athugavert við að fólk væri ósammála pabba. Hinsvegar hefði verið óþarfi að ráðast á hann persónulega. Bæði óþarfi og óráðlegt, því jafnframt því að vera besti vinur sem menn gætu eignast sé hann versti óvinur sem menn geti eignast. Athyglisvert var það sem systkinin sögðu um uppeldi sitt. Þau hefðu átt fallegustu heimili og fengið bestu menntun sem völ væri á, en þau þurftu að hafa fyrir öllu öðru. Ef þau til dæmis vildu Nintendo spil þurftu þau að leysa eitthvað verkefni sem jafnvel tók þau mánuði. Donald yngri sagði að oft hefði það sem þau báðu um verið komið úr tísku þegar loks verkinu var lokið. Trump á bæði einkaflugvélar og þyrlur. Systkinin sögðu að þau fengju að ferðast í þeim, ef þau væru að fara eitthvað með föður sínum, en aldrei annars. Þau sögðu að það væri skrýtið að upplifa svona lúxus en vera með það á hreinu að þau ættu ekkert í honum. Það hvetti þau til dáða, því þau VILDU eignast þetta.
Erlent Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira