Réttlæti, raunsæi og jöfnuður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 31. desember 2007 00:01 Umræðan Áramótaávarp IÞau tímamót urðu í íslenskum stjórnmálum á árinu að mynduð var ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar. Sú frjálslynda umbótastjórn hefur einsett sér að vinna að kraftmiklu efnahagslífi, öflugri velferðarþjónustu, bættum hag heimilanna og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. IIVið ríkisstjórninni blasti þegar erfitt verkefni: Að bregðast við minnkandi fiskistofnum með þriðjungs niðurskurði þorskkvótans á næsta fiskveiðiári. Þetta var sársaukafull ákvörðun, en það er til marks um styrk íslensks efnahagslífs að þessi ótíðindi kölluðu ekki fram kreppu í þjóðarbúskapnum eins og gerst hefði á árum áður. Áhrif samdráttarins á einstök byggðalög eru engu að síður umtalsverð. Því ákvað ríkisstjórnin að bregðast við af festu með mótvægisaðgerðum sem geta treyst undirstöður byggðar í landinu þegar til framtíðar er litið. Ríkisstjórnin hefur nú þegar hrint í framkvæmd áætlunum um viðamiklar samgöngubætur, markvissa sókn í menntamálum og uppbyggingu fjarskiptaþjónustu. Þetta er grunnþjónusta sem landsbyggðinni er nauðsynleg til að takast á við framtíðina. IIIFramundan eru fleiri krefjandi verkefni, ekki síst að tryggja jafnvægi í efnahagsmálum. Almenn samstaða er í þjóðfélaginu um markmiðið um jafnvægi og áframhaldandi hagsæld. Atvinnulífið og verkalýðshreyfingin gera sér grein fyrir að verðbólga og viðvarandi spenna í efnahags- og atvinnulífi eru engum til góðs. Málflutningur forystumanna samningsaðila við gerð komandi kjarasamninga gefur fyrirheit um að þar verði þessi sjónarmið höfð að leiðarljósi, en einnig leitað leiða til að leiðrétta kjör þeirra sem minnst hafa borið úr býtum á undanförnum árum. Ríkisstjórnin hefur sýnt vilja sinn í verki með ábyrgum fjárlögum og aðrir hafa sýnt vilja til samstarfs á sömu braut. Það er sameiginlegt viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar að hér skapist aðstæður til þess að fara megi saman efnahagslegt jafnvægi, velmegun og aukinn jöfnuður. IVÞess sjást glögg merki víða í samfélaginu að Samfylkingin er orðin burðarstoð í íslenskum stjórnmálum, sem svo margir Íslendingar líta til um framsýna forystu á komandi árum. Flokkurinn situr í ríkisstjórn og er í meirihluta, einn eða með öðrum, í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins. Samfylkingin gerir sér grein fyrir ábyrgðinni sem þessu fylgir og mun fylgja orðum eftir með verkum. En flokkurinn tekur ekki við völdum til að viðhalda óbreyttu óstandi. Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa ekki setið auðum höndum. Í utanríkisráðuneytinu er unnið að gagngerri stefnumörkun sem breytt heimsmynd kallar á. Þar verður áfram byggt á traustu samstarfi við lýðræðisþjóðir í nágrenni okkar, en stóraukin áhersla lögð á mannréttindi og þróunarsamvinnu enda löngu kominn tími til að Íslendingar verði ábyrgir gerendur fremur en óvirkir þiggjendur í alþjóðasamstarfi. Samfylkingin hefur lagt megináherslu á velferðarmálin og þá einkum umtalsverðar kjarabætur fyrir lífeyrisþega og öryrkja, aðgerðir í þágu barna og sókn í jafnréttismálum. Þá er hafin löngu tímabær vinna við heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Á næstum mánuðum verður einnig gripið til aðgerða til að tryggja félagsleg úrræði í húsnæðismálum, þar sem staðan er algerlega óviðunandi fyrir ungt fólk og lágtekjuhópa. Í viðskiptaráðuneytinu eru neytenda- og samkeppnismál nú í forgangi og má vænta tillagna frá viðskiptaráðherra um aðgerðir til að auka neytendavernd, samkeppni, gegnsæi og réttlátar leikreglur á markaði. Ábyrgð Íslendinga í umhverfismálum er mikil, bæði innan lands og utan, sem vörslumanna ómetanlegrar náttúru og ábyrgra þátttakenda í alþjóðsamstarfi. Loftslagsmál og vernd verðmætra náttúrusvæða eru mikilvæg verkefni ríkisstjórnarinnar og er afar brýnt að standa þar vörð um hagsmuni komandi kynslóða. Unnið er að stefnumörkun í orkumálum sem byggist á þeirri meginreglu að auðlindir þjóðarinnar skuli vera í almannaeigu og nýtingarréttur einungis framseljanlegur eftir skýrum reglum. Það fellur í hlut samgönguráðherra að hrinda í framkvæmd forgangsverkefnum í samgöngubótum og fjarskiptavæðingu. Þessa mun sjá stað víða um land á næstu misserum enda um að ræða einhver brýnustu viðfangsefni okkar sem einnar þjóðar í einu landi. VMikill meirihluti þeirra verkefna sem getið er um í stjórnarsáttmálanum er þegar kominn á góðan rekspöl. Framundan eru kjarasamningar og verkefni eins og skilgreining á eignarhaldi náttúruauðlinda, mótun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, endurskoðun landbúnaðarkerfis, úttekt á kvótakerfinu - allt mikilvæg viðfangsefni sem munu hafa afgerandi þýðingu fyrir Ísland framtíðarinnar. En þessi ríkisstjórn var mynduð til að takast á við stór verkefni og ætlar sér að leiða þau til farsællar niðurstöðu. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt styrk sinn í verki og mun ekki víkja sér undan vandasömum verkum. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakka samfylgd og stuðning á árinu sem nú er á enda.Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Rangfærslur um Ísrael og Arabaríkin Hannes H. Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Umræðan Áramótaávarp IÞau tímamót urðu í íslenskum stjórnmálum á árinu að mynduð var ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar. Sú frjálslynda umbótastjórn hefur einsett sér að vinna að kraftmiklu efnahagslífi, öflugri velferðarþjónustu, bættum hag heimilanna og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. IIVið ríkisstjórninni blasti þegar erfitt verkefni: Að bregðast við minnkandi fiskistofnum með þriðjungs niðurskurði þorskkvótans á næsta fiskveiðiári. Þetta var sársaukafull ákvörðun, en það er til marks um styrk íslensks efnahagslífs að þessi ótíðindi kölluðu ekki fram kreppu í þjóðarbúskapnum eins og gerst hefði á árum áður. Áhrif samdráttarins á einstök byggðalög eru engu að síður umtalsverð. Því ákvað ríkisstjórnin að bregðast við af festu með mótvægisaðgerðum sem geta treyst undirstöður byggðar í landinu þegar til framtíðar er litið. Ríkisstjórnin hefur nú þegar hrint í framkvæmd áætlunum um viðamiklar samgöngubætur, markvissa sókn í menntamálum og uppbyggingu fjarskiptaþjónustu. Þetta er grunnþjónusta sem landsbyggðinni er nauðsynleg til að takast á við framtíðina. IIIFramundan eru fleiri krefjandi verkefni, ekki síst að tryggja jafnvægi í efnahagsmálum. Almenn samstaða er í þjóðfélaginu um markmiðið um jafnvægi og áframhaldandi hagsæld. Atvinnulífið og verkalýðshreyfingin gera sér grein fyrir að verðbólga og viðvarandi spenna í efnahags- og atvinnulífi eru engum til góðs. Málflutningur forystumanna samningsaðila við gerð komandi kjarasamninga gefur fyrirheit um að þar verði þessi sjónarmið höfð að leiðarljósi, en einnig leitað leiða til að leiðrétta kjör þeirra sem minnst hafa borið úr býtum á undanförnum árum. Ríkisstjórnin hefur sýnt vilja sinn í verki með ábyrgum fjárlögum og aðrir hafa sýnt vilja til samstarfs á sömu braut. Það er sameiginlegt viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar að hér skapist aðstæður til þess að fara megi saman efnahagslegt jafnvægi, velmegun og aukinn jöfnuður. IVÞess sjást glögg merki víða í samfélaginu að Samfylkingin er orðin burðarstoð í íslenskum stjórnmálum, sem svo margir Íslendingar líta til um framsýna forystu á komandi árum. Flokkurinn situr í ríkisstjórn og er í meirihluta, einn eða með öðrum, í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins. Samfylkingin gerir sér grein fyrir ábyrgðinni sem þessu fylgir og mun fylgja orðum eftir með verkum. En flokkurinn tekur ekki við völdum til að viðhalda óbreyttu óstandi. Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa ekki setið auðum höndum. Í utanríkisráðuneytinu er unnið að gagngerri stefnumörkun sem breytt heimsmynd kallar á. Þar verður áfram byggt á traustu samstarfi við lýðræðisþjóðir í nágrenni okkar, en stóraukin áhersla lögð á mannréttindi og þróunarsamvinnu enda löngu kominn tími til að Íslendingar verði ábyrgir gerendur fremur en óvirkir þiggjendur í alþjóðasamstarfi. Samfylkingin hefur lagt megináherslu á velferðarmálin og þá einkum umtalsverðar kjarabætur fyrir lífeyrisþega og öryrkja, aðgerðir í þágu barna og sókn í jafnréttismálum. Þá er hafin löngu tímabær vinna við heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Á næstum mánuðum verður einnig gripið til aðgerða til að tryggja félagsleg úrræði í húsnæðismálum, þar sem staðan er algerlega óviðunandi fyrir ungt fólk og lágtekjuhópa. Í viðskiptaráðuneytinu eru neytenda- og samkeppnismál nú í forgangi og má vænta tillagna frá viðskiptaráðherra um aðgerðir til að auka neytendavernd, samkeppni, gegnsæi og réttlátar leikreglur á markaði. Ábyrgð Íslendinga í umhverfismálum er mikil, bæði innan lands og utan, sem vörslumanna ómetanlegrar náttúru og ábyrgra þátttakenda í alþjóðsamstarfi. Loftslagsmál og vernd verðmætra náttúrusvæða eru mikilvæg verkefni ríkisstjórnarinnar og er afar brýnt að standa þar vörð um hagsmuni komandi kynslóða. Unnið er að stefnumörkun í orkumálum sem byggist á þeirri meginreglu að auðlindir þjóðarinnar skuli vera í almannaeigu og nýtingarréttur einungis framseljanlegur eftir skýrum reglum. Það fellur í hlut samgönguráðherra að hrinda í framkvæmd forgangsverkefnum í samgöngubótum og fjarskiptavæðingu. Þessa mun sjá stað víða um land á næstu misserum enda um að ræða einhver brýnustu viðfangsefni okkar sem einnar þjóðar í einu landi. VMikill meirihluti þeirra verkefna sem getið er um í stjórnarsáttmálanum er þegar kominn á góðan rekspöl. Framundan eru kjarasamningar og verkefni eins og skilgreining á eignarhaldi náttúruauðlinda, mótun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, endurskoðun landbúnaðarkerfis, úttekt á kvótakerfinu - allt mikilvæg viðfangsefni sem munu hafa afgerandi þýðingu fyrir Ísland framtíðarinnar. En þessi ríkisstjórn var mynduð til að takast á við stór verkefni og ætlar sér að leiða þau til farsællar niðurstöðu. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt styrk sinn í verki og mun ekki víkja sér undan vandasömum verkum. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakka samfylgd og stuðning á árinu sem nú er á enda.Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar