Stundum hófsamar veiðar Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 2. nóvember 2007 00:01 Umræðan Rjúpnaveiðar Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í haust verða veiðar á rjúpu eingöngu leyfðar í nóvembermánuði, fjóra daga vikunnar. Þetta er gert í ljósi niðurstöðu rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sýndi að fækkað hefur í varpstofni rjúpunnar um 70.000 fugla frá því í fyrra. Við aðstæður sem þessar ber stjórnvöldum að gæta ítrustu varfærni við ákvörðun um veiðistjórnun og við því hefur verið brugðist með því að fækka veiðidögum úr 26 í 18. Auk þess verður griðlandi rjúpu á Suðvesturlandi viðhaldið og sölubanni á rjúpu og rjúpnaafurðum framlengt. Fækkun veiðidaga á ekki að koma niður á þorra skotveiðimanna. Breytingin mun hins vegar verst koma við þá fáu magnveiðimenn sem eftir eru. Veiðikortakerfi það sem notað er við veiðistjórnun hér á landi hefur að mörgu leyti reynst vel. Engu síður hefur borið á því að skil veiðimanna á veiðiskýrslum dreifist nokkuð yfir árið. Það er hins vegar nauðsynlegt að skýrslurnar skili sér fyrr, það er að þær hafi allar borist að vori, svo að stjórnvöld geti unnið úr upplýsingunum og haft hliðsjón af þeim við ákvörðunartöku um rjúpnaveiði. Ég mun á næstunni beita mér fyrir breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum til að svo megi verða. Undanfarin ár hafa skotveiðimenn brugðist vel við óskum umhverfisráðuneytisins um hófsamar og ábyrgar veiðar. Rjúpnaskyttur bera mikla ábyrgð á því að vel takist til við veiðarnar í haust og eiga jafnframt mikilla hagsmuna að gæta að vel takist til. Ég vil þess vegna hvetja veiðimenn til þess að leggja sitt af mörkum og skjóta ekki fleiri rjúpur en þeir þurfa fyrir sig og sína. Þannig stuðla þeir að því að áfram verði gengið til rjúpna á Íslandi um ókomna framtíð. Að lokum óska ég veiðimönnum ánægjulegrar útivistar í íslenskri náttúru.Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Umræðan Rjúpnaveiðar Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í haust verða veiðar á rjúpu eingöngu leyfðar í nóvembermánuði, fjóra daga vikunnar. Þetta er gert í ljósi niðurstöðu rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sýndi að fækkað hefur í varpstofni rjúpunnar um 70.000 fugla frá því í fyrra. Við aðstæður sem þessar ber stjórnvöldum að gæta ítrustu varfærni við ákvörðun um veiðistjórnun og við því hefur verið brugðist með því að fækka veiðidögum úr 26 í 18. Auk þess verður griðlandi rjúpu á Suðvesturlandi viðhaldið og sölubanni á rjúpu og rjúpnaafurðum framlengt. Fækkun veiðidaga á ekki að koma niður á þorra skotveiðimanna. Breytingin mun hins vegar verst koma við þá fáu magnveiðimenn sem eftir eru. Veiðikortakerfi það sem notað er við veiðistjórnun hér á landi hefur að mörgu leyti reynst vel. Engu síður hefur borið á því að skil veiðimanna á veiðiskýrslum dreifist nokkuð yfir árið. Það er hins vegar nauðsynlegt að skýrslurnar skili sér fyrr, það er að þær hafi allar borist að vori, svo að stjórnvöld geti unnið úr upplýsingunum og haft hliðsjón af þeim við ákvörðunartöku um rjúpnaveiði. Ég mun á næstunni beita mér fyrir breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum til að svo megi verða. Undanfarin ár hafa skotveiðimenn brugðist vel við óskum umhverfisráðuneytisins um hófsamar og ábyrgar veiðar. Rjúpnaskyttur bera mikla ábyrgð á því að vel takist til við veiðarnar í haust og eiga jafnframt mikilla hagsmuna að gæta að vel takist til. Ég vil þess vegna hvetja veiðimenn til þess að leggja sitt af mörkum og skjóta ekki fleiri rjúpur en þeir þurfa fyrir sig og sína. Þannig stuðla þeir að því að áfram verði gengið til rjúpna á Íslandi um ókomna framtíð. Að lokum óska ég veiðimönnum ánægjulegrar útivistar í íslenskri náttúru.Höfundur er umhverfisráðherra.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun