Skrifaðu flugvöll Steinunn Stefánsdóttir skrifar 31. október 2007 00:01 Margir þekkja söguna af þingmanninum ónefnda sem fyrir einar kosningarnar fór heim í hérað að ræða við kjósendur sína. Hann bað fólk að nefna mál sem á því brynni og hafði ungan mann sér við hlið sem skráði það sem hæst bar. Einn kjósandinn nefndi við þingmanninn að sér þætti verulega vanta flugvöll í héraðið. „Skrifaðu flugvöll," á þá þingmaðurinn að hafa sagt við aðstoðarmann sinn og sneri sér svo um leið að næsta máli eins og ekkert væri. Umræðan um flugvöll Reykvíkinga ber stundum nokkurn keim af þessum viðhorfum, þ.e. rætt er um að byggja nýjan Reykjavíkurflugvöll eins og það sé ekki svo mikið mál. Flugvöllur á Lönguskerjum, sem sagt völlur byggður á landfyllingu í sjó, hefur verið á óskalista margra og flugvöllur á Hólmsheiði austan Reykjavíkur einnig. Vissulega er gott að flugvallarmálið skuli vera komið aftur á dagskrá eftir að hafa legið algerlega í þagnargildi þá mánuði sem fyrri meirihluti hélt um stjórnvölinn í Reykjavík. Framtíðarstaðsetning vallarins skiptir gríðarlega miklu máli og nauðsynlegt er að vinna að því að taka um hana ákvörðun. Samkvæmt atkvæðagreiðslu sem fram fór í Reykjavík í stjórnartíð Reykjavíkurlistans á völlurinn að hverfa úr Vatnsmýri árið 2016 og Hólmsheiðin er nú æ oftar nefnd sem framtíðarstaður flugvallar Reykvíkinga. Í Fréttablaðinu í gær gat að líta kort af Hólmsheiði þar sem sýnd var staðsetning vallarins eins og hún er hugsuð, einnig staðsetning athafnasvæðis sem ráðgert er að þar rísi og losunarsvæðis mengunarvarna borgarinnar. Hólmsheiðin á því að geyma margháttaða starfsemi. Skólabörn í Reykjavík hafa ræktað skóg á Hólmsheiði í allmörg ár, skóg sem þyrfti að víkja ef til framkvæmda kemur. Auk þess er stór hluti heiðarinnar innan vatnsverndarsvæðis vatnsbóls Reykvíkinga. Sýnt hefur verið fram á í hagkvæmniútreikningum að ýmsir kostir eru við staðsetningu flugvallar á Hólmsheiði. Nokkrir verulegir ókostir eru þó við staðsetninguna, og vega þungt. Í fyrsta lagi ber þar að nefna veðurskilyrði en flugvöllur á Hólmsheiði lægi í fyrsta lagi hátt, auk þess sem vindar eru þar miklir. Sömuleiðis er staðsetningin miðað við stjórnsýsluna sem svo oft er nefnd í tengslum við Reykjavíkurflugvöll, ekki góð. Munurinn á þeim tíma sem tekur að ferðast úr miðbæ Reykjavíkur upp á Hólmsheiði annars vegar og til Keflavíkur hins vegar hlýtur að teljast of lítill til þess að verjandi sé að byggja upp heilan flugvöll á heiði austan Reykjavíkur. Sá kostur að reisa innanlandsflugstöð austan Keflavíkurflugvallar, og þar með í um tíu mínútna styttri akstursleið frá borginni en Leifsstöð, hlýtur að verða skoðaður áður en „skrifaður" er flugvöllur á Hólmsheiði. Vissulega er gott að flugvallarmálið skuli vera komið aftur á dagskrá eftir að hafa legið algerlega í þagnargildi þá mánuði sem fyrri meirihluti hélt um stjórnvölinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Margir þekkja söguna af þingmanninum ónefnda sem fyrir einar kosningarnar fór heim í hérað að ræða við kjósendur sína. Hann bað fólk að nefna mál sem á því brynni og hafði ungan mann sér við hlið sem skráði það sem hæst bar. Einn kjósandinn nefndi við þingmanninn að sér þætti verulega vanta flugvöll í héraðið. „Skrifaðu flugvöll," á þá þingmaðurinn að hafa sagt við aðstoðarmann sinn og sneri sér svo um leið að næsta máli eins og ekkert væri. Umræðan um flugvöll Reykvíkinga ber stundum nokkurn keim af þessum viðhorfum, þ.e. rætt er um að byggja nýjan Reykjavíkurflugvöll eins og það sé ekki svo mikið mál. Flugvöllur á Lönguskerjum, sem sagt völlur byggður á landfyllingu í sjó, hefur verið á óskalista margra og flugvöllur á Hólmsheiði austan Reykjavíkur einnig. Vissulega er gott að flugvallarmálið skuli vera komið aftur á dagskrá eftir að hafa legið algerlega í þagnargildi þá mánuði sem fyrri meirihluti hélt um stjórnvölinn í Reykjavík. Framtíðarstaðsetning vallarins skiptir gríðarlega miklu máli og nauðsynlegt er að vinna að því að taka um hana ákvörðun. Samkvæmt atkvæðagreiðslu sem fram fór í Reykjavík í stjórnartíð Reykjavíkurlistans á völlurinn að hverfa úr Vatnsmýri árið 2016 og Hólmsheiðin er nú æ oftar nefnd sem framtíðarstaður flugvallar Reykvíkinga. Í Fréttablaðinu í gær gat að líta kort af Hólmsheiði þar sem sýnd var staðsetning vallarins eins og hún er hugsuð, einnig staðsetning athafnasvæðis sem ráðgert er að þar rísi og losunarsvæðis mengunarvarna borgarinnar. Hólmsheiðin á því að geyma margháttaða starfsemi. Skólabörn í Reykjavík hafa ræktað skóg á Hólmsheiði í allmörg ár, skóg sem þyrfti að víkja ef til framkvæmda kemur. Auk þess er stór hluti heiðarinnar innan vatnsverndarsvæðis vatnsbóls Reykvíkinga. Sýnt hefur verið fram á í hagkvæmniútreikningum að ýmsir kostir eru við staðsetningu flugvallar á Hólmsheiði. Nokkrir verulegir ókostir eru þó við staðsetninguna, og vega þungt. Í fyrsta lagi ber þar að nefna veðurskilyrði en flugvöllur á Hólmsheiði lægi í fyrsta lagi hátt, auk þess sem vindar eru þar miklir. Sömuleiðis er staðsetningin miðað við stjórnsýsluna sem svo oft er nefnd í tengslum við Reykjavíkurflugvöll, ekki góð. Munurinn á þeim tíma sem tekur að ferðast úr miðbæ Reykjavíkur upp á Hólmsheiði annars vegar og til Keflavíkur hins vegar hlýtur að teljast of lítill til þess að verjandi sé að byggja upp heilan flugvöll á heiði austan Reykjavíkur. Sá kostur að reisa innanlandsflugstöð austan Keflavíkurflugvallar, og þar með í um tíu mínútna styttri akstursleið frá borginni en Leifsstöð, hlýtur að verða skoðaður áður en „skrifaður" er flugvöllur á Hólmsheiði. Vissulega er gott að flugvallarmálið skuli vera komið aftur á dagskrá eftir að hafa legið algerlega í þagnargildi þá mánuði sem fyrri meirihluti hélt um stjórnvölinn í Reykjavík.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun