Annað Ísland í útlöndum 10. október 2007 00:01 Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, segir íslensk fyrirtæki hafa verið ósmeyk við að vaxa utan landsteinanna. Erlendir starfsmenn íslenskra fyrirtækja sem eru með starfsemi í útlöndum eru jafn margir öllu starfandi fólki hér á landi í fyrra, sem var 170 þúsund manns. Þróunin hefur verið hröð og átt sér stað á stuttum tíma. Hér er þá einungis átt við fyrirtæki sem skráð eru hér á landi en ekki alla þá Íslendinga og fyrirtæki, sem hafa rekstur í öðru landi. Íslenskt fyrirtækjaumhverfi hefur gjörbreyst frá því sem áður var. Í kringum 1990 eða svo voru íslensk fyrirtæki umsvifamest innan landsteinanna og heyrði næstum til undantekninga ef fyrirtæki voru með starfsemi erlendis. Sjávarútvegsfyrirtækin, SÍF og SH, voru þar næsta einráð, með um það bil tvö þúsund starfsmenn á erlendri grund. Íslenska útrásarsprengjan, sem hófst eftir aldamótin, hefur valdið því að hlutfall erlendra starfsmanna íslenskra fyrirtækja hefur margfaldast enda halda sum fyrirtækja langstærstum hluta, ef ekki öllum, af starfsemi sinni utan landsteina.Stökk eftir ees-samninginnLandslag íslenskra fyrirtækja tók að breytast strax árið 1991 eftir að Sovétríkin sálugu liðuðust í sundur og gömul hjáríki fengu sjálfstæði. Nokkur fyrirtæki höfðu átt í viðskiptum þarna austur frá og urðu að leita nýrra tækifæra til að halda stöðunni. Önnur fyrirtæki og einstaklingar komu hins vegar auga á fjölda tækifæra í nýfrjálsu ríkjunum, ekki síst við Eystrasalt. Íslenskt atvinnulíf tók svo gjörbreytingum í kjölfar gildistöku EES-fríverslunarsamningsins árið 1994. Við það opnuðust fyrirtækjum og athafnafólki dyr að 28 aðildarríkjum ESB og frjálst flæði fólks, fjármagns, vöru og þjónustu varð einfaldara í vöfum héðan og til meginlands Evrópu. Jón Ásbergssson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, segir þróunina hafa gerst með ótrúlegum hraða og sé næsta ómögulegt að gera sér grein fyrir því hversu margir erlendir starfsmenn heyri undir íslensk fyrirtæki á erlendri grund. Jón segir það koma sér einna helsta á óvart hversu stóru hlutfalli af þjóðartekjum íslensk fyrirtæki verji í fjárfestingar erlendis: „Fjárfestingar innlendra fyrirtækja erlendis námu 42 prósentum af þjóðartekjum í fyrra, en það er langhæsta hlutfallið í samanburði við aðrar þjóðir," segir Jón og bendir á að Hollendingar hafi varið næstmestu fjármagni, eða fjórtán prósentum af þjóðartekjum. Jón bendir sömuleiðis á að rúmlega eitt prósent af heildarfjárfestingum erlendis í heiminum í fyrra hafi átt rætur að rekja til íslenskra fyrirtækja en það sýni hversu öflug íslenska útrásin sé í raun. „Við erum jú bara þjóð sem telur þrjú hundruð þúsund manns," segir hann. Baugur umsvifamesturLangstærstur hluti erlendra starfsmanna vinnur við verslunar- og framleiðslustörf í Bretlandi, á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum en sérhæfðara starfsfólk, svo sem í fjármála- og hugbúnaðargeiranum, er í miklum minnihluta. Flestir eru starfsmennirnir á Bretlandseyjum, eða um áttatíu þúsund. Á eftir fylgja Bandaríkin og Kanada en þar eru um tíu þúsund starfsmenn Eimskips, Össurar, Promens, Marels og Icelandic Group, auk fleiri fyrirtækja. Þetta er álíka starfsmannafjöldi og hjá íslenskum fyrirtækjum á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Margir starfa sömuleiðis hjá íslenskum fyrirtækjum í Frakklandi á vegum Alfesca og Icelandic Group auk þess sem Promens, Össur og fleiri íslensk fyrirtæki eru þar með um fjögur þúsund starfsmenn. Mun færri starfsmenn eru í öðrum löndum á meginlandi Evrópu að Búlgaríu undanskilinni; þar starfa þúsundir manna undir merkjum Actavis. Fyrirtækin eru sum hver með starfsemi allt suður í norðanverða Afríku, í Suður-Afríku, í Víetnam og Ástralíu og yrði vafalaust einfaldara að telja upp, hvar í heiminum íslensk fyrirtæki eru ekki með starfsemi. Baugur er langumsvifamesta fyrirtækið erlendis með 67 þúsund starfsmenn á launaskrá, ýmist í gegnum eigin fjárfestingar eða með öðrum, svo sem FL Group og fjárfestingarfélaginu Unity. Flestir starfsmannanna vinna við verslun í Bretlandi, Danmörku og á hinum Norðurlöndunum. Bakkavör er annar umsvifamesti íslenski atvinnurekandinn á erlendri grund en tuttugu þúsund erlendir starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, flestir í Bretlandi og í sex öðrum löndum, svo sem í Kína. Kína kemur sömuleiðis við sögu hjá þriðja umsvifamesta fyrirtækinu, Eimskipi, en fyrirtækið festi sér stærstu frystivörugeymsluna þar í landi fyrr á árinu og innsiglaði viðskiptin um síðustu helgi. Flestir erlendir starfsmenn Eimskips, eða 8.500 talsins, eru hins vegar komnir undir fyrirtækjahattinn með kaupum á kæli- og frystivörugeymslufyrirtækjunum Atlas Cold Storage og Versacold í Bandaríkjunum og Kanada fyrr á árinu. Actavis rekur svo lestina yfir íslensku risana fjóra á erlendum vettvangi, með tæplega ellefu þúsund starfsmenn í þrjátíu löndum. Flestir eru þeir í Búlgaríu, eða þrjú þúsund. Athygli vekur að starfsmennirnir eru allir tilkomnir í gegnum kaup á fyrirtækjum sem voru í rekstri áður en fyrirtækin komu að þeim. Rekstur þeirra var traustur í flestum tilvikum en í nokkrum þeirra var skurkur gerður í stjórnendamálum og unnið að því að koma rekstrinum á réttan kjöl. Fyrirtækjakaupin hafa svo gert íslensku fyrirtækjunum kleift að vaxa hraðar á erlendum vettvangi en ella. Starfsmönnum íslensku fyrirtækjanna erlendis fækkar talsvert eftir því sem störfin verða sérhæfðari. Starfsmenn stærstu ferðaskrifstofanna eru þar undantekning en 2.200 manns starfa undir merkjum Northern Travel Holding hjá Sterling Airlines og Hekla Travel á Norðurlöndunum. Félagið á auk þess helmingshlut í breska flugfélaginu Astreus. Fjöldi erlendra starfsmanna bankanna er merki um fækkun í kjölfar sérhæfingar enda eru þeir langtum færri en vinna við verslun og framleiðslu. Kaupþing trónir á toppi bankanna með 2.500 erlenda starfsmenn á launaskrá í útlöndum. Þar af eru alls sjö hundruð sem bættust við með kaupunum á hollenska bankanum NIBC fyrir um tveimur mánuðum. Landsbankinn og Glitnir hafa svo rétt rúmlega helmingi færri starfsmenn á launaskrá erlendis hjá starfsstöðvum bankanna í Bretlandi og í Noregi. Líkt og vöxtur Kaupþings sýnir þá fjölgar erlendu starfsfólki íslensku fyrirtækjanna hratt, eða svo til í viku hverri, líkt og sannaðist í síðustu viku þegar bæði Bakkavör og Promens tilkynntu um fyrirtækjakaup í Bretlandi og á Spáni. Við það fjölgaði starfsfólki fyrirtækjanna um 148. nauðsynlegt að vaxa erlendisEn hvað skýrir þennan hraða vöxt íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi? Jón Ásbergsson telur eðlilegustu skýringuna á útrásarþörf íslenskra fyrirtækja felast í smæð íslenska markaðarins: „Þegar fyrirtæki ná árangri hér heima verða þau fljót að tæma möguleikana. Þau geta ekki flutt sig yfir í næstu borg eins og menn gera í stærri löndum og verða að leita út fyrir landamærin," segir hann og bætir við að íslensku fyrirtækin hafi bókstaflega orðið að leita út fyrir landsteinana til að viðhalda vexti sínum. Það hafi þau gert óhikað og oftar en ekki uppskorið vel fyrir vikið. „Það hafði enginn sagt þeim [fyrirtækjunum] að þetta væri ekki hægt," segir Jón Ásbergsson. Markaðir Tengdar fréttir Handan járntjaldsins Nokkur íslensk fyrirtæki námu land í Eystrasaltsríkjunum í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Rússlandi árið 1991 og hafa komið sér þar ágætlega fyrir. 10. október 2007 00:01 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Erlendir starfsmenn íslenskra fyrirtækja sem eru með starfsemi í útlöndum eru jafn margir öllu starfandi fólki hér á landi í fyrra, sem var 170 þúsund manns. Þróunin hefur verið hröð og átt sér stað á stuttum tíma. Hér er þá einungis átt við fyrirtæki sem skráð eru hér á landi en ekki alla þá Íslendinga og fyrirtæki, sem hafa rekstur í öðru landi. Íslenskt fyrirtækjaumhverfi hefur gjörbreyst frá því sem áður var. Í kringum 1990 eða svo voru íslensk fyrirtæki umsvifamest innan landsteinanna og heyrði næstum til undantekninga ef fyrirtæki voru með starfsemi erlendis. Sjávarútvegsfyrirtækin, SÍF og SH, voru þar næsta einráð, með um það bil tvö þúsund starfsmenn á erlendri grund. Íslenska útrásarsprengjan, sem hófst eftir aldamótin, hefur valdið því að hlutfall erlendra starfsmanna íslenskra fyrirtækja hefur margfaldast enda halda sum fyrirtækja langstærstum hluta, ef ekki öllum, af starfsemi sinni utan landsteina.Stökk eftir ees-samninginnLandslag íslenskra fyrirtækja tók að breytast strax árið 1991 eftir að Sovétríkin sálugu liðuðust í sundur og gömul hjáríki fengu sjálfstæði. Nokkur fyrirtæki höfðu átt í viðskiptum þarna austur frá og urðu að leita nýrra tækifæra til að halda stöðunni. Önnur fyrirtæki og einstaklingar komu hins vegar auga á fjölda tækifæra í nýfrjálsu ríkjunum, ekki síst við Eystrasalt. Íslenskt atvinnulíf tók svo gjörbreytingum í kjölfar gildistöku EES-fríverslunarsamningsins árið 1994. Við það opnuðust fyrirtækjum og athafnafólki dyr að 28 aðildarríkjum ESB og frjálst flæði fólks, fjármagns, vöru og þjónustu varð einfaldara í vöfum héðan og til meginlands Evrópu. Jón Ásbergssson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, segir þróunina hafa gerst með ótrúlegum hraða og sé næsta ómögulegt að gera sér grein fyrir því hversu margir erlendir starfsmenn heyri undir íslensk fyrirtæki á erlendri grund. Jón segir það koma sér einna helsta á óvart hversu stóru hlutfalli af þjóðartekjum íslensk fyrirtæki verji í fjárfestingar erlendis: „Fjárfestingar innlendra fyrirtækja erlendis námu 42 prósentum af þjóðartekjum í fyrra, en það er langhæsta hlutfallið í samanburði við aðrar þjóðir," segir Jón og bendir á að Hollendingar hafi varið næstmestu fjármagni, eða fjórtán prósentum af þjóðartekjum. Jón bendir sömuleiðis á að rúmlega eitt prósent af heildarfjárfestingum erlendis í heiminum í fyrra hafi átt rætur að rekja til íslenskra fyrirtækja en það sýni hversu öflug íslenska útrásin sé í raun. „Við erum jú bara þjóð sem telur þrjú hundruð þúsund manns," segir hann. Baugur umsvifamesturLangstærstur hluti erlendra starfsmanna vinnur við verslunar- og framleiðslustörf í Bretlandi, á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum en sérhæfðara starfsfólk, svo sem í fjármála- og hugbúnaðargeiranum, er í miklum minnihluta. Flestir eru starfsmennirnir á Bretlandseyjum, eða um áttatíu þúsund. Á eftir fylgja Bandaríkin og Kanada en þar eru um tíu þúsund starfsmenn Eimskips, Össurar, Promens, Marels og Icelandic Group, auk fleiri fyrirtækja. Þetta er álíka starfsmannafjöldi og hjá íslenskum fyrirtækjum á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Margir starfa sömuleiðis hjá íslenskum fyrirtækjum í Frakklandi á vegum Alfesca og Icelandic Group auk þess sem Promens, Össur og fleiri íslensk fyrirtæki eru þar með um fjögur þúsund starfsmenn. Mun færri starfsmenn eru í öðrum löndum á meginlandi Evrópu að Búlgaríu undanskilinni; þar starfa þúsundir manna undir merkjum Actavis. Fyrirtækin eru sum hver með starfsemi allt suður í norðanverða Afríku, í Suður-Afríku, í Víetnam og Ástralíu og yrði vafalaust einfaldara að telja upp, hvar í heiminum íslensk fyrirtæki eru ekki með starfsemi. Baugur er langumsvifamesta fyrirtækið erlendis með 67 þúsund starfsmenn á launaskrá, ýmist í gegnum eigin fjárfestingar eða með öðrum, svo sem FL Group og fjárfestingarfélaginu Unity. Flestir starfsmannanna vinna við verslun í Bretlandi, Danmörku og á hinum Norðurlöndunum. Bakkavör er annar umsvifamesti íslenski atvinnurekandinn á erlendri grund en tuttugu þúsund erlendir starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, flestir í Bretlandi og í sex öðrum löndum, svo sem í Kína. Kína kemur sömuleiðis við sögu hjá þriðja umsvifamesta fyrirtækinu, Eimskipi, en fyrirtækið festi sér stærstu frystivörugeymsluna þar í landi fyrr á árinu og innsiglaði viðskiptin um síðustu helgi. Flestir erlendir starfsmenn Eimskips, eða 8.500 talsins, eru hins vegar komnir undir fyrirtækjahattinn með kaupum á kæli- og frystivörugeymslufyrirtækjunum Atlas Cold Storage og Versacold í Bandaríkjunum og Kanada fyrr á árinu. Actavis rekur svo lestina yfir íslensku risana fjóra á erlendum vettvangi, með tæplega ellefu þúsund starfsmenn í þrjátíu löndum. Flestir eru þeir í Búlgaríu, eða þrjú þúsund. Athygli vekur að starfsmennirnir eru allir tilkomnir í gegnum kaup á fyrirtækjum sem voru í rekstri áður en fyrirtækin komu að þeim. Rekstur þeirra var traustur í flestum tilvikum en í nokkrum þeirra var skurkur gerður í stjórnendamálum og unnið að því að koma rekstrinum á réttan kjöl. Fyrirtækjakaupin hafa svo gert íslensku fyrirtækjunum kleift að vaxa hraðar á erlendum vettvangi en ella. Starfsmönnum íslensku fyrirtækjanna erlendis fækkar talsvert eftir því sem störfin verða sérhæfðari. Starfsmenn stærstu ferðaskrifstofanna eru þar undantekning en 2.200 manns starfa undir merkjum Northern Travel Holding hjá Sterling Airlines og Hekla Travel á Norðurlöndunum. Félagið á auk þess helmingshlut í breska flugfélaginu Astreus. Fjöldi erlendra starfsmanna bankanna er merki um fækkun í kjölfar sérhæfingar enda eru þeir langtum færri en vinna við verslun og framleiðslu. Kaupþing trónir á toppi bankanna með 2.500 erlenda starfsmenn á launaskrá í útlöndum. Þar af eru alls sjö hundruð sem bættust við með kaupunum á hollenska bankanum NIBC fyrir um tveimur mánuðum. Landsbankinn og Glitnir hafa svo rétt rúmlega helmingi færri starfsmenn á launaskrá erlendis hjá starfsstöðvum bankanna í Bretlandi og í Noregi. Líkt og vöxtur Kaupþings sýnir þá fjölgar erlendu starfsfólki íslensku fyrirtækjanna hratt, eða svo til í viku hverri, líkt og sannaðist í síðustu viku þegar bæði Bakkavör og Promens tilkynntu um fyrirtækjakaup í Bretlandi og á Spáni. Við það fjölgaði starfsfólki fyrirtækjanna um 148. nauðsynlegt að vaxa erlendisEn hvað skýrir þennan hraða vöxt íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi? Jón Ásbergsson telur eðlilegustu skýringuna á útrásarþörf íslenskra fyrirtækja felast í smæð íslenska markaðarins: „Þegar fyrirtæki ná árangri hér heima verða þau fljót að tæma möguleikana. Þau geta ekki flutt sig yfir í næstu borg eins og menn gera í stærri löndum og verða að leita út fyrir landamærin," segir hann og bætir við að íslensku fyrirtækin hafi bókstaflega orðið að leita út fyrir landsteinana til að viðhalda vexti sínum. Það hafi þau gert óhikað og oftar en ekki uppskorið vel fyrir vikið. „Það hafði enginn sagt þeim [fyrirtækjunum] að þetta væri ekki hægt," segir Jón Ásbergsson.
Markaðir Tengdar fréttir Handan járntjaldsins Nokkur íslensk fyrirtæki námu land í Eystrasaltsríkjunum í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Rússlandi árið 1991 og hafa komið sér þar ágætlega fyrir. 10. október 2007 00:01 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Handan járntjaldsins Nokkur íslensk fyrirtæki námu land í Eystrasaltsríkjunum í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Rússlandi árið 1991 og hafa komið sér þar ágætlega fyrir. 10. október 2007 00:01