Nauðsynlegt að spyrna við fæti Steinunn Stefánsdóttir skrifar 8. október 2007 00:01 Margt í íslensku samfélagi hefur breyst til bóta undanfarna áratugi. Aldrei hefur menntunarstig þjóðarinnar verið jafnhátt og nú og almenn velmegun meiri. Ytri skilyrði þeirra barna sem nú eru að vaxa úr grasi eru að ýmsu leyti betri en áður. Skólar hafa breyst og miðast starf þeirra nú í auknum mæli að því að mæta börnunum á þeirra forsendum og styrkja frumkvæði þeirra. Ýmislegt annað hefur breyst til bóta og má þar nefna að þeir sem nú eru að vaxa úr grasi eru ólíklegri til að reykja og til að hafa hafið áfengisneyslu á grunnskólaaldri en foreldrar þeirra. Því miður er það þó þannig að unga fólkið sem er að feta sín fyrstu skref í fullorðinslífinu er líklegra bæði til að beita ofbeldi og verða fyrir því en ungt fólk var fyrir nokkrum áratugum, jafnvel algerlega að tilefnislausu. Í frétt blaðsins um helgina kom fram að komum á slysadeild Landspítalans vegna ofbeldisáverka hefur fjölgað um 35 prósent á aðeins níu árum, eða síðan 1998. Oft er um alvarlega ofbeldisáverka að ræða, svo alvarlega að í um tíu prósentum tilvika eru fórnarlömb ofbeldisins lögð inn á legudeild til frekari aðhlynningar eftir komuna á slysadeild. Karlmenn á aldrinum 15 til 24 ára eru 70 prósent þessara fórnarlamba. Hvað er það sem fær ungan mann til að veitast að öðrum og beita hann alvarlegu ofbeldi, af litlu eða engu tilefni? Gerir þetta unga fólk sér ekki grein fyrir afleiðingum ofbeldisins eða ber það ekki virðingu fyrir náunga sínum? Sjálfsagt kemur hvort tveggja til en velta má fyrir sér ástæðu þess að þetta unga fólk hikar ekki við að láta hendur skipta, skerist í odda, og ekki bara það heldur virðist ekki fengist um hugsanlegar afleiðingar ofbeldisins. Getur verið að það hafi sjálft skort virðingu í æsku, að þó að ytri aðstæður hafi að mörgu leyti verið góðar hafi gæðastundir í faðmi fjölskyldu verið af skornum skammti? Getur verið að virðingarleysi fyrir náunganum í tali milli fullorðinna síist inn í undirmeðvitund þeirra sem eru ungir og óharðnaðir? Getur verið að hagsældin sé of dýru verði keypt, að uppalendur ættu að verja meiri tíma með börnum sínum en minni til að afla tekna til heimilisins? Sömuleiðis má velta fyrir sér áhrifum ofbeldis í sjónvarpi, bíói og tölvuleikjum. Barn sem trakterað er með slíku efni hlýtur að þurfa aðstoð sér þroskaðra fólks til að vinna úr því. Það verður að tala við börnin og gera þeim grein fyrir að svona er lífið ekki og á ekki undir nokkrum kringumstæðum að vera. Það er ekki nóg að lögreglan sé sýnilegri en áður í miðborg Reykjavíkur þar sem höfuðvettvangur ofbeldisins er, þótt það sé vissulega góðra gjalda vert. Á þessu verður að vinna alls staðar þar sem börn og ungt fólk er, á öllum skólastigum og í frístundastarfi með börnum og unglingum, en vitanlega fyrst og fremst á heimilunum þar sem hið eiginlega uppeldi á að fara fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun
Margt í íslensku samfélagi hefur breyst til bóta undanfarna áratugi. Aldrei hefur menntunarstig þjóðarinnar verið jafnhátt og nú og almenn velmegun meiri. Ytri skilyrði þeirra barna sem nú eru að vaxa úr grasi eru að ýmsu leyti betri en áður. Skólar hafa breyst og miðast starf þeirra nú í auknum mæli að því að mæta börnunum á þeirra forsendum og styrkja frumkvæði þeirra. Ýmislegt annað hefur breyst til bóta og má þar nefna að þeir sem nú eru að vaxa úr grasi eru ólíklegri til að reykja og til að hafa hafið áfengisneyslu á grunnskólaaldri en foreldrar þeirra. Því miður er það þó þannig að unga fólkið sem er að feta sín fyrstu skref í fullorðinslífinu er líklegra bæði til að beita ofbeldi og verða fyrir því en ungt fólk var fyrir nokkrum áratugum, jafnvel algerlega að tilefnislausu. Í frétt blaðsins um helgina kom fram að komum á slysadeild Landspítalans vegna ofbeldisáverka hefur fjölgað um 35 prósent á aðeins níu árum, eða síðan 1998. Oft er um alvarlega ofbeldisáverka að ræða, svo alvarlega að í um tíu prósentum tilvika eru fórnarlömb ofbeldisins lögð inn á legudeild til frekari aðhlynningar eftir komuna á slysadeild. Karlmenn á aldrinum 15 til 24 ára eru 70 prósent þessara fórnarlamba. Hvað er það sem fær ungan mann til að veitast að öðrum og beita hann alvarlegu ofbeldi, af litlu eða engu tilefni? Gerir þetta unga fólk sér ekki grein fyrir afleiðingum ofbeldisins eða ber það ekki virðingu fyrir náunga sínum? Sjálfsagt kemur hvort tveggja til en velta má fyrir sér ástæðu þess að þetta unga fólk hikar ekki við að láta hendur skipta, skerist í odda, og ekki bara það heldur virðist ekki fengist um hugsanlegar afleiðingar ofbeldisins. Getur verið að það hafi sjálft skort virðingu í æsku, að þó að ytri aðstæður hafi að mörgu leyti verið góðar hafi gæðastundir í faðmi fjölskyldu verið af skornum skammti? Getur verið að virðingarleysi fyrir náunganum í tali milli fullorðinna síist inn í undirmeðvitund þeirra sem eru ungir og óharðnaðir? Getur verið að hagsældin sé of dýru verði keypt, að uppalendur ættu að verja meiri tíma með börnum sínum en minni til að afla tekna til heimilisins? Sömuleiðis má velta fyrir sér áhrifum ofbeldis í sjónvarpi, bíói og tölvuleikjum. Barn sem trakterað er með slíku efni hlýtur að þurfa aðstoð sér þroskaðra fólks til að vinna úr því. Það verður að tala við börnin og gera þeim grein fyrir að svona er lífið ekki og á ekki undir nokkrum kringumstæðum að vera. Það er ekki nóg að lögreglan sé sýnilegri en áður í miðborg Reykjavíkur þar sem höfuðvettvangur ofbeldisins er, þótt það sé vissulega góðra gjalda vert. Á þessu verður að vinna alls staðar þar sem börn og ungt fólk er, á öllum skólastigum og í frístundastarfi með börnum og unglingum, en vitanlega fyrst og fremst á heimilunum þar sem hið eiginlega uppeldi á að fara fram.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun