Fréttir af Eklu Mist 15. september 2007 00:01 Á miðvikudagskvöldið sagði Sigríður Björnsdóttir Hagalín, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, frá mikilli eymd sem sumir einstæðir foreldar búa við hér á landi. Ekki það að það séu alveg nýjar fréttir því eins og fjölmiðlar benda á hvert haust er þetta líka hópurinn sem fer verst út úr dagmömmueklunni sem og þegar pláss skortir á leikskólum eða í dægradvöl. Þetta eru jú einu fyrirvinnurnar. Samt hafði ég aldrei áður heyrt að nítján ára móðir þyrfti að sofa nóttum saman úti í bíl með tveggja ára barn sitt. Ég veit ekki einu sinni hvort mig langaði nokkuð til að vita af því. Hvernig gerir maður það þolanlegt fyrir tveggja ára krakka að sofa næturlangt í bíl? Er hægt að láta það verða jafnskemmtilegt og að gista í tjaldi? Í fréttinni kom fram að húsaleiga væri orðin hærri en lágmarkslaun og tveggja ára bið væri eftir félagslegu húsnæði. Því væri ekki óalgengt að konur tækju ofbeldishneigða maka fram yfir húsnæðisleysið eða að þurfa að flýja á náðir Félags einstæðra foreldra. Félagið á átta íbúðir en þær eru ekki betur úr garði gerðar en svo að í sumum þeirra þarf að sofa með húfur og vettlinga vegna þess hve einangrunin er léleg. Eins og ég kom inn á fara einstæðir foreldrar verst út úr dagmömmu- og leikskólaeklunni en þar með er ekki allt upp talið því þeir fara líka verst út úr kynbundna launamuninum. Og um hann fjallaði næsta frétt Ríkissjónvarpsins þetta kvöld. Á síðasta landsþingi Vinstri grænna ræddi velferðarhópurinn þá hugmynd að félagsmálayfirvöld fengju meira svigrúm en þau hafa nú til að veita sérstaka aðstoð til kvenna sem þurfa að flýja heimili sín vegna ofbeldis maka. Þær gætu þá komið undir sig fótunum á nýjan leik og skapað sér og ekki síst börnum sínum betra líf. Algengt er að þessar konur séu mjög illa staddar fjárhagslega en oft er það hluti af ofbeldinu að makinn geri konuna háða sér um fé. Ég vona að þessi góða hugmynd dagi ekki uppi og jafnvel fleiri nýtilegar komi fram. Að minnsta kosti vona ég að núverandi ástand sé ekki orðið okkur svo eðlilegt að okkur finnist engin ástæða til að breyta því. Við þurfum að sjá illa stöddum löndum okkar fyrir fleiru en aðeins húfunum sem þeir verða að sofa með til að halda á sér hita um nætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Á miðvikudagskvöldið sagði Sigríður Björnsdóttir Hagalín, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, frá mikilli eymd sem sumir einstæðir foreldar búa við hér á landi. Ekki það að það séu alveg nýjar fréttir því eins og fjölmiðlar benda á hvert haust er þetta líka hópurinn sem fer verst út úr dagmömmueklunni sem og þegar pláss skortir á leikskólum eða í dægradvöl. Þetta eru jú einu fyrirvinnurnar. Samt hafði ég aldrei áður heyrt að nítján ára móðir þyrfti að sofa nóttum saman úti í bíl með tveggja ára barn sitt. Ég veit ekki einu sinni hvort mig langaði nokkuð til að vita af því. Hvernig gerir maður það þolanlegt fyrir tveggja ára krakka að sofa næturlangt í bíl? Er hægt að láta það verða jafnskemmtilegt og að gista í tjaldi? Í fréttinni kom fram að húsaleiga væri orðin hærri en lágmarkslaun og tveggja ára bið væri eftir félagslegu húsnæði. Því væri ekki óalgengt að konur tækju ofbeldishneigða maka fram yfir húsnæðisleysið eða að þurfa að flýja á náðir Félags einstæðra foreldra. Félagið á átta íbúðir en þær eru ekki betur úr garði gerðar en svo að í sumum þeirra þarf að sofa með húfur og vettlinga vegna þess hve einangrunin er léleg. Eins og ég kom inn á fara einstæðir foreldrar verst út úr dagmömmu- og leikskólaeklunni en þar með er ekki allt upp talið því þeir fara líka verst út úr kynbundna launamuninum. Og um hann fjallaði næsta frétt Ríkissjónvarpsins þetta kvöld. Á síðasta landsþingi Vinstri grænna ræddi velferðarhópurinn þá hugmynd að félagsmálayfirvöld fengju meira svigrúm en þau hafa nú til að veita sérstaka aðstoð til kvenna sem þurfa að flýja heimili sín vegna ofbeldis maka. Þær gætu þá komið undir sig fótunum á nýjan leik og skapað sér og ekki síst börnum sínum betra líf. Algengt er að þessar konur séu mjög illa staddar fjárhagslega en oft er það hluti af ofbeldinu að makinn geri konuna háða sér um fé. Ég vona að þessi góða hugmynd dagi ekki uppi og jafnvel fleiri nýtilegar komi fram. Að minnsta kosti vona ég að núverandi ástand sé ekki orðið okkur svo eðlilegt að okkur finnist engin ástæða til að breyta því. Við þurfum að sjá illa stöddum löndum okkar fyrir fleiru en aðeins húfunum sem þeir verða að sofa með til að halda á sér hita um nætur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun