Lagabreytingar nauðsynlegar 5. september 2007 00:01 Hildur Dungal forstjóri Útlending-astofnunar MYND/GVA Með aukinni alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja hefur gríðarleg breyting orðið á eðli viðskiptavinahópar Útlendingastofnunar. Umsóknum frá fyrirtækjum sem þurfa á erlendum sérfræðingum að halda hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Útlendingar utan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi og uppfylla tölverðar skjalakröfur. Afgreiðslutíminn hjá Útlendingastofnun er yfirleitt þrír mánuðir að lágmarki. Ferlið við að ráða erlendan sérfræðing getur því tekið fyrirtæki rúmlega fimm mánuði, að allri skjalavinnu meðtalinni. „Þegar fyrirtæki skortir sérfræðing er þolinmæðin nánast engin,“ segir Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar. „Þetta er mjög skiljanlegt enda geta fyrirtæki auðveldlega misst þann sérfræðing sem þau þurfa á meðan þau bíða eftir afgreiðslu atvinnu- og dvalarleyfis.“ Útlendingastofnun hefur reynt að koma til móts við fyrirtæki sem þarfnast erlendra sérfræðinga. Hún hefur þó takmörkuð úrræði til að bregðast við breyttum kröfum. „Til þess að geta brugðist sem best við þarf lagabreytingar. Við fáum sautján þúsund umsóknir um dvalarleyfi á ári og það er ekkert í lögunum sem segir að sérfræðingar eigi að fá forgang á aðra. Eini forgangurinn sem er í gildi er fyrir EES-borgara.“ Hildur segir að umsóknum erlendra sérfræðinga hafi fjölgað verulega frá síðasta ári. Ástandið sem nú ríkir sé því nýtt, ekki bara fyrir stjórnsýsluna heldur ekki síður fyrir atvinnulífið. Allir séu að feta sig áfram á ótroðnum slóðum. „Það er greinilegt að þarfir atvinnulífsins eru að breytast. Það er ekki svo langt síðan útlendingar voru fengnir til starfa því fleiri hendur skorti til að vinna ákveðið verk. Nú er verið að krækja í hugvit sem ekki fæst hér á landi.“ Á undanförnum árum hafa mörg Evrópulönd brugðist við samkeppninni um hugvit með því að gera breytingar á útlendingalögum. Það er stefna stjórnvalda í þessum löndum að laða hugvit til landsins. Bretar eru til að mynda búnir að taka í gegn allt ferlið í útlendingamálum. Norðurlöndin hafa sett ákveðin viðmið í launum. Ef fólk hefur laun yfir ákveðnu marki getur það nokkuð auðveldlega komið þangað til að vinna. Víða hefur líka verið komið upp kerfi þar sem sérfræðingum, sem geta sýnt fram á að þeir búi yfir sérstakri þekkingu, er gert kleift að koma til annarra landa án þess að vera komnir með atvinnuleyfi fyrir fram. Hildur segir hugsunina hér allt of lengi hafa snúist um að skapa hagkvæmt skattaumhverfi til að mæta breyttum þörfum atvinnulífsins. Hins vegar hafi sýnt sig að það sé ekki nóg. „Við megum ekki gleyma að það eru fleiri stjórntæki til í stjórnsýslunni sem geta stutt við svona stefnu.“ Hildur nefnir að aðkoma stofnana hjá stjórnsýslunni í útlendingamálum hafi verið sú sama í fjölda ára. „Núverandi skipulag dugði þegar til landsins voru að koma upp í hundrað einstaklingar á ári. En ekki lengur. Aðkoma mismunandi stjórnvalda tekur mið af veruleika sem er ekki til staðar lengur,“ segir Hildur. Hún telur að almennt séu ráðherrar opnir fyrir breytingum, enda séu þessi mál farin að snerta mun fleiri ráðuneyti en þau gerðu áður. Þetta sé ekki lengur málaflokkur eins ráðuneytis heldur hagsmunamál flestra. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Með aukinni alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja hefur gríðarleg breyting orðið á eðli viðskiptavinahópar Útlendingastofnunar. Umsóknum frá fyrirtækjum sem þurfa á erlendum sérfræðingum að halda hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Útlendingar utan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi og uppfylla tölverðar skjalakröfur. Afgreiðslutíminn hjá Útlendingastofnun er yfirleitt þrír mánuðir að lágmarki. Ferlið við að ráða erlendan sérfræðing getur því tekið fyrirtæki rúmlega fimm mánuði, að allri skjalavinnu meðtalinni. „Þegar fyrirtæki skortir sérfræðing er þolinmæðin nánast engin,“ segir Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar. „Þetta er mjög skiljanlegt enda geta fyrirtæki auðveldlega misst þann sérfræðing sem þau þurfa á meðan þau bíða eftir afgreiðslu atvinnu- og dvalarleyfis.“ Útlendingastofnun hefur reynt að koma til móts við fyrirtæki sem þarfnast erlendra sérfræðinga. Hún hefur þó takmörkuð úrræði til að bregðast við breyttum kröfum. „Til þess að geta brugðist sem best við þarf lagabreytingar. Við fáum sautján þúsund umsóknir um dvalarleyfi á ári og það er ekkert í lögunum sem segir að sérfræðingar eigi að fá forgang á aðra. Eini forgangurinn sem er í gildi er fyrir EES-borgara.“ Hildur segir að umsóknum erlendra sérfræðinga hafi fjölgað verulega frá síðasta ári. Ástandið sem nú ríkir sé því nýtt, ekki bara fyrir stjórnsýsluna heldur ekki síður fyrir atvinnulífið. Allir séu að feta sig áfram á ótroðnum slóðum. „Það er greinilegt að þarfir atvinnulífsins eru að breytast. Það er ekki svo langt síðan útlendingar voru fengnir til starfa því fleiri hendur skorti til að vinna ákveðið verk. Nú er verið að krækja í hugvit sem ekki fæst hér á landi.“ Á undanförnum árum hafa mörg Evrópulönd brugðist við samkeppninni um hugvit með því að gera breytingar á útlendingalögum. Það er stefna stjórnvalda í þessum löndum að laða hugvit til landsins. Bretar eru til að mynda búnir að taka í gegn allt ferlið í útlendingamálum. Norðurlöndin hafa sett ákveðin viðmið í launum. Ef fólk hefur laun yfir ákveðnu marki getur það nokkuð auðveldlega komið þangað til að vinna. Víða hefur líka verið komið upp kerfi þar sem sérfræðingum, sem geta sýnt fram á að þeir búi yfir sérstakri þekkingu, er gert kleift að koma til annarra landa án þess að vera komnir með atvinnuleyfi fyrir fram. Hildur segir hugsunina hér allt of lengi hafa snúist um að skapa hagkvæmt skattaumhverfi til að mæta breyttum þörfum atvinnulífsins. Hins vegar hafi sýnt sig að það sé ekki nóg. „Við megum ekki gleyma að það eru fleiri stjórntæki til í stjórnsýslunni sem geta stutt við svona stefnu.“ Hildur nefnir að aðkoma stofnana hjá stjórnsýslunni í útlendingamálum hafi verið sú sama í fjölda ára. „Núverandi skipulag dugði þegar til landsins voru að koma upp í hundrað einstaklingar á ári. En ekki lengur. Aðkoma mismunandi stjórnvalda tekur mið af veruleika sem er ekki til staðar lengur,“ segir Hildur. Hún telur að almennt séu ráðherrar opnir fyrir breytingum, enda séu þessi mál farin að snerta mun fleiri ráðuneyti en þau gerðu áður. Þetta sé ekki lengur málaflokkur eins ráðuneytis heldur hagsmunamál flestra.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira