Vínverð 21. júlí 2007 06:30 Nokkur umræða hefur verið undanfarið um álagningu á léttvín og bjór. Þeir sem kaupa sér slíka vökva úr búð hér á landi eru tilnneyddir til þess að greiða til ríkisins óheyrilega hátt hlutfall af söluverði vörunnar, allt upp í 90%, og eru röksemdirnar fyrir þessu einkum sagðar þær að með því að hafa verðið nógu hátt verði komið í veg fyrir að fólk fari illa út úr viðureigninni við Bakkus. Þessi umræða er full af þversögnum. Fyrir það fyrsta blasir við að stefnan virðist ekki skila tilætluðum árangri, því þrátt fyrir hið himinháa áfengisverð hefur drykkjan beinlínis vaxið. Reyndar þætti mér vænt um að vita, í þágu vísindanna, hvort að í útreikningum um vaxandi áfengisneyslu sé gert ráð fyrir því að á síðustu árum hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega hingað til lands. Eins og menn vita eru þeir hreint ekki alltaf edrú frekar en innfæddir. Í öllu falli blasir við að eftirspurnin eftir guðaveigunum er slík að bæði Íslendingar sem og aðkomumenn virðast reiðubúnir að greiða fyrir þær uppsett verð, jafnvel þótt það sé það hæsta sem þekkist í byggðu bóli, og gildir þá einu hvort að kaupendur fussi yfir verðinu eða hristi hausinn. Aurinn er framreiddur. Sjaldan hef ég í minni hundstíð komið til kvöldfagnaðar hér á landi án þess að þar sé allt vaðandi í áfengi. Hver einasta helgi í 101 Reykjavík er reglubundinn vitnisburður um það hversu átakanlega bitlaust það er sem vopn í viðureigninni við óhóflega áfengisneyslu að hafa verðið á víninu svona hátt. Ef fólk vill vín, fær það sér vín. Það eina sem hátt áfengisverð gerir er að gera alkóhólista gjaldþrota. Mér finnst það í öllu falli ákaflega ósannfærandi, án þess að ég leggi til grundvallar neinar rannsóknir á því, að ætla sem svo að manneskja sem er háð áfengi muni hætta að drekka vegna þess að það sé svo dýrt. Ég myndi ætla að það væri beinlínis skilgreiningaratriði á sjúkdómnum að alkóhólistar setji vínið framar heimilsbókhaldinu. Þó ekki væri nema bara af þessum sökum er ríkisokrið á áfengi beinlínis ómannúðlegt. Færa má að því rök að ríkið maki krókinn á áfengisvandræðum þegnanna og auki þar með eymd þeirra. Hvernig vandi þessa fólks er leystur með því að hafa vínið dýrt er vandséð, og dæmið verður enn vandséðara í tilviki þeirra alkóhólista sem eiga skítnóg af pening, en þeir eru líka til. Staða fólks sem ekki á í vandræðum er vitaskuld ekki síður umhugsunarverð. Tvö rauðvínsglös á dag eru beinlínis holl. Á bar kostar slíkt heilbrigði 1600 krónur á dag. Það eru hvorki meira né minna en 584000 krónur á ári. Það er álíka mikið og ársafborgun á nokkuð þokkalegri bifreið. Spurningin um bíl eða vín hefur þannig fengið nýja merkingu. Ekki er bara spurt hvort menn ætli að keyra eða drekka, heldur er önnur spurning beinlínis orðin viðeigandi í ljósi verðlagsins: Hvort er betra að kaupa sér, bíl eða rauðvín? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Nokkur umræða hefur verið undanfarið um álagningu á léttvín og bjór. Þeir sem kaupa sér slíka vökva úr búð hér á landi eru tilnneyddir til þess að greiða til ríkisins óheyrilega hátt hlutfall af söluverði vörunnar, allt upp í 90%, og eru röksemdirnar fyrir þessu einkum sagðar þær að með því að hafa verðið nógu hátt verði komið í veg fyrir að fólk fari illa út úr viðureigninni við Bakkus. Þessi umræða er full af þversögnum. Fyrir það fyrsta blasir við að stefnan virðist ekki skila tilætluðum árangri, því þrátt fyrir hið himinháa áfengisverð hefur drykkjan beinlínis vaxið. Reyndar þætti mér vænt um að vita, í þágu vísindanna, hvort að í útreikningum um vaxandi áfengisneyslu sé gert ráð fyrir því að á síðustu árum hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega hingað til lands. Eins og menn vita eru þeir hreint ekki alltaf edrú frekar en innfæddir. Í öllu falli blasir við að eftirspurnin eftir guðaveigunum er slík að bæði Íslendingar sem og aðkomumenn virðast reiðubúnir að greiða fyrir þær uppsett verð, jafnvel þótt það sé það hæsta sem þekkist í byggðu bóli, og gildir þá einu hvort að kaupendur fussi yfir verðinu eða hristi hausinn. Aurinn er framreiddur. Sjaldan hef ég í minni hundstíð komið til kvöldfagnaðar hér á landi án þess að þar sé allt vaðandi í áfengi. Hver einasta helgi í 101 Reykjavík er reglubundinn vitnisburður um það hversu átakanlega bitlaust það er sem vopn í viðureigninni við óhóflega áfengisneyslu að hafa verðið á víninu svona hátt. Ef fólk vill vín, fær það sér vín. Það eina sem hátt áfengisverð gerir er að gera alkóhólista gjaldþrota. Mér finnst það í öllu falli ákaflega ósannfærandi, án þess að ég leggi til grundvallar neinar rannsóknir á því, að ætla sem svo að manneskja sem er háð áfengi muni hætta að drekka vegna þess að það sé svo dýrt. Ég myndi ætla að það væri beinlínis skilgreiningaratriði á sjúkdómnum að alkóhólistar setji vínið framar heimilsbókhaldinu. Þó ekki væri nema bara af þessum sökum er ríkisokrið á áfengi beinlínis ómannúðlegt. Færa má að því rök að ríkið maki krókinn á áfengisvandræðum þegnanna og auki þar með eymd þeirra. Hvernig vandi þessa fólks er leystur með því að hafa vínið dýrt er vandséð, og dæmið verður enn vandséðara í tilviki þeirra alkóhólista sem eiga skítnóg af pening, en þeir eru líka til. Staða fólks sem ekki á í vandræðum er vitaskuld ekki síður umhugsunarverð. Tvö rauðvínsglös á dag eru beinlínis holl. Á bar kostar slíkt heilbrigði 1600 krónur á dag. Það eru hvorki meira né minna en 584000 krónur á ári. Það er álíka mikið og ársafborgun á nokkuð þokkalegri bifreið. Spurningin um bíl eða vín hefur þannig fengið nýja merkingu. Ekki er bara spurt hvort menn ætli að keyra eða drekka, heldur er önnur spurning beinlínis orðin viðeigandi í ljósi verðlagsins: Hvort er betra að kaupa sér, bíl eða rauðvín?
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun