Ríkar stelpur stuða 25. júní 2007 06:00 Þegar ég vann á vikublaði spurði ég eitt sinn kollega minn hvort honum þætti eðlilegt að þegar hann skrifaði um karla í nýjum samböndum segði hann að þeir væru „komnir með nýja upp á arminn" en þegar konur byrjuðu með nýjum manni fylgdi alltaf sögunni að þær væru „lausgyrtar". Nei, ekki fannst honum þetta normalt svona þegar honum var bent á þetta og ég tók aldrei aftur eftir lausgyrtum konum í skrifum hans. Nú hef ég orðið vör við annars konar kvenfyrirlitningu í fjölmiðlum en það er þegar sagt er að konur séu „frægar fyrir ekki neitt". Aldrei sé ég svona skrifað um karla. Í Spegli Tímans var fyrsti ástmaður Karólínu af Mónakó aldrei kallaður ónytjungur. Nei, hann var glaumgosi. Í síðasta málverndunarpistli hér í Fbl. tekst Nirði P. Njarðvík, sem ekki er vanur að fetta fingur út í fréttamat blaðsins, að koma því að að birst hefði málvilla í „óþarfa frétt af ríkri stelpu í Bandaríkjunum". Svona nennir hann að skrifa um Paris Hilton sem jafnan er talin í fararbroddi þeirra kvenna sem eru „frægar fyrir ekki neitt". Einnig hefur Anna Nicole Smith heitin verið nefnd í þessu samhengi. Báðar eru eða voru þessar fallegu konur erfingjar milljarða og báðar fengust þær m.a. við kvikmyndaleik og fyrirsætustörf auk þess sem gerðir voru um þær raunveruleikaþættir. Frasinn „frægar fyrir ekki neitt" á því ekki við um þær. Því brá mér í brún þegar ég sá fjallað á eftirfarandi hátt um Önnu Nicole í því annars ágæta tímariti 19. júní: „Kona þessi hafði ekkert unnið sér til frægðar annað en að vera kynlífshjálpartæki fyrir karlmenn og gert út á það allt sitt líf." Þessi fyrirlitning í garð konunnar á hvergi við og síst í ársriti Kvenréttindafélags Íslands. Og hvað er líka átt við með „allt sitt líf"? Er verið að ýja að því að Anna Nicole hafi verið að glenna sig framan í karlana sem gægðust ofan í vögguna hennar? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt ræðu á fundi Kvenréttindafélagsins 19. júní og sagði þá nokkuð sem hér á vel við: „Allt of margar konur gangast inn á orðræðu karla, þeirra skilgreiningu á því sem skiptir máli, bíða eftir þeim molum sem hrjóta af borði þeirra ef þær eru bara nógu hlýðnar." Sleppum því að gera lítið hver úr annarri. Það verða hvort sem er aðrir til þess. Nýtum síðan tímann sem sparast við það til að styðja hver aðra til dáða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Þegar ég vann á vikublaði spurði ég eitt sinn kollega minn hvort honum þætti eðlilegt að þegar hann skrifaði um karla í nýjum samböndum segði hann að þeir væru „komnir með nýja upp á arminn" en þegar konur byrjuðu með nýjum manni fylgdi alltaf sögunni að þær væru „lausgyrtar". Nei, ekki fannst honum þetta normalt svona þegar honum var bent á þetta og ég tók aldrei aftur eftir lausgyrtum konum í skrifum hans. Nú hef ég orðið vör við annars konar kvenfyrirlitningu í fjölmiðlum en það er þegar sagt er að konur séu „frægar fyrir ekki neitt". Aldrei sé ég svona skrifað um karla. Í Spegli Tímans var fyrsti ástmaður Karólínu af Mónakó aldrei kallaður ónytjungur. Nei, hann var glaumgosi. Í síðasta málverndunarpistli hér í Fbl. tekst Nirði P. Njarðvík, sem ekki er vanur að fetta fingur út í fréttamat blaðsins, að koma því að að birst hefði málvilla í „óþarfa frétt af ríkri stelpu í Bandaríkjunum". Svona nennir hann að skrifa um Paris Hilton sem jafnan er talin í fararbroddi þeirra kvenna sem eru „frægar fyrir ekki neitt". Einnig hefur Anna Nicole Smith heitin verið nefnd í þessu samhengi. Báðar eru eða voru þessar fallegu konur erfingjar milljarða og báðar fengust þær m.a. við kvikmyndaleik og fyrirsætustörf auk þess sem gerðir voru um þær raunveruleikaþættir. Frasinn „frægar fyrir ekki neitt" á því ekki við um þær. Því brá mér í brún þegar ég sá fjallað á eftirfarandi hátt um Önnu Nicole í því annars ágæta tímariti 19. júní: „Kona þessi hafði ekkert unnið sér til frægðar annað en að vera kynlífshjálpartæki fyrir karlmenn og gert út á það allt sitt líf." Þessi fyrirlitning í garð konunnar á hvergi við og síst í ársriti Kvenréttindafélags Íslands. Og hvað er líka átt við með „allt sitt líf"? Er verið að ýja að því að Anna Nicole hafi verið að glenna sig framan í karlana sem gægðust ofan í vögguna hennar? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt ræðu á fundi Kvenréttindafélagsins 19. júní og sagði þá nokkuð sem hér á vel við: „Allt of margar konur gangast inn á orðræðu karla, þeirra skilgreiningu á því sem skiptir máli, bíða eftir þeim molum sem hrjóta af borði þeirra ef þær eru bara nógu hlýðnar." Sleppum því að gera lítið hver úr annarri. Það verða hvort sem er aðrir til þess. Nýtum síðan tímann sem sparast við það til að styðja hver aðra til dáða.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun