Það sem formennirnir létu ósagt Sigurjón Þórðarson skrifar 20. apríl 2007 05:00 Það sem var markvert við ræður formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á landsfundum flokkanna var ekki það sem var sagt heldur það sem var ósagt. Hvers konar stjórnmálaleiðtogar eru það sem hlaupa yfir helsta ágreinings- og óréttlætismál síðari tíma, þ.e. kvótakerfið í sjávarútvegi? Eru það miklir stjórnmálaleiðtogar? Í ræðu "jafnaðarmannaleiðtogans" Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur kom nákvæmlega ekkert fram um mesta óréttlætismál Íslandssögunnar, kvótakerfið sem hefur farið ránshendi um sjávarbyggðirnar. Ekkert einasta orð. Og fiskveiðar eru, vel að merkja, aðalútflutningsgrein landsmanna, meira en helmingur af vöruútflutningi kemur úr þessari atvinnugrein. Það er alls ekki trúverðugt hjá jafnaðarmanni að hlaupa yfir þetta óréttlæti. Það er greinilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki borið sitt barr síðan hún lagði leið sína inn á fund LÍÚ haustið 2005 til að friðmælast við þau samtök sem vilja með kjafti og klóm vernda glórulaust kerfi í sjávarútvegi. Geir Haarde hefur líklegast stokað út sinn öfugmælakafla um ábyrga stefnu í nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar en hann hefur verið drjúgur við að fara með öfugmæli um einhvern árangur kerfis sem hefur þrefaldað skuldir sjávarútvegsins á áratug á meðan tekjur hafa staðið í stað. Það sem hefur að öllum líkindum orðið til þess að hann stökk yfir þennan öfugmælakafla er að nýjar niðurstöður Hafró sýna að svokölluð uppbygging á þorskstofninum hefur algerlega brugðist. Nýjar niðurstöður úr vorralli Hafró gefa til kynna að íslenska þjóðarbúið verði af tugmilljarðatekjum vegna minnkandi þorsk- og ýsuveiði ef farið verður að ráðum Hafró eins og Sjálfstæðisflokkur hefur gert gagnrýnislaust um áratugaskeið. Það er auðséð að hvorki Samfylking né Sjálfstæðisflokkur treysta sér til að taka á málum og ætla að eftirláta öðrum að taka af skarið. Frjálslyndi flokkurinn kveinkar sér ekki undan ábyrgð frekar en óvinsælum ákvörðunum ef þær eru réttar og mun glaður taka til hendi í þessum málaflokki.Við erum þegar byrjuð að bretta upp ermarnar og hlökkum til að láta verkin tala ef við fáum til þess umboð. Vindum ofan af kvótakerfinu og færum byggðunum aftur atvinnuréttinn. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það sem var markvert við ræður formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á landsfundum flokkanna var ekki það sem var sagt heldur það sem var ósagt. Hvers konar stjórnmálaleiðtogar eru það sem hlaupa yfir helsta ágreinings- og óréttlætismál síðari tíma, þ.e. kvótakerfið í sjávarútvegi? Eru það miklir stjórnmálaleiðtogar? Í ræðu "jafnaðarmannaleiðtogans" Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur kom nákvæmlega ekkert fram um mesta óréttlætismál Íslandssögunnar, kvótakerfið sem hefur farið ránshendi um sjávarbyggðirnar. Ekkert einasta orð. Og fiskveiðar eru, vel að merkja, aðalútflutningsgrein landsmanna, meira en helmingur af vöruútflutningi kemur úr þessari atvinnugrein. Það er alls ekki trúverðugt hjá jafnaðarmanni að hlaupa yfir þetta óréttlæti. Það er greinilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki borið sitt barr síðan hún lagði leið sína inn á fund LÍÚ haustið 2005 til að friðmælast við þau samtök sem vilja með kjafti og klóm vernda glórulaust kerfi í sjávarútvegi. Geir Haarde hefur líklegast stokað út sinn öfugmælakafla um ábyrga stefnu í nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar en hann hefur verið drjúgur við að fara með öfugmæli um einhvern árangur kerfis sem hefur þrefaldað skuldir sjávarútvegsins á áratug á meðan tekjur hafa staðið í stað. Það sem hefur að öllum líkindum orðið til þess að hann stökk yfir þennan öfugmælakafla er að nýjar niðurstöður Hafró sýna að svokölluð uppbygging á þorskstofninum hefur algerlega brugðist. Nýjar niðurstöður úr vorralli Hafró gefa til kynna að íslenska þjóðarbúið verði af tugmilljarðatekjum vegna minnkandi þorsk- og ýsuveiði ef farið verður að ráðum Hafró eins og Sjálfstæðisflokkur hefur gert gagnrýnislaust um áratugaskeið. Það er auðséð að hvorki Samfylking né Sjálfstæðisflokkur treysta sér til að taka á málum og ætla að eftirláta öðrum að taka af skarið. Frjálslyndi flokkurinn kveinkar sér ekki undan ábyrgð frekar en óvinsælum ákvörðunum ef þær eru réttar og mun glaður taka til hendi í þessum málaflokki.Við erum þegar byrjuð að bretta upp ermarnar og hlökkum til að láta verkin tala ef við fáum til þess umboð. Vindum ofan af kvótakerfinu og færum byggðunum aftur atvinnuréttinn. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar