Hvernig á að borga fyrir heilbrigðisþjónustuna? Ögmundur Jónasson skrifar 28. mars 2007 05:00 Á Íslandi er víðtæk sátt um að hafa góða heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálamenn greinir hins vegar á um hvernig eigi að greiða fyrir hana. Sumir vilja láta borga með almennum sköttum, aðrir vilja að notandinn borgi beint og milliliðalaust. Hvað heilbrigðisþjónustuna áhrærir myndu milliliðalausar greiðslur þýða að við greiddum læknum og heilbrigðisstofnunum þegar við verðum veik. Þetta hefur verið að færast í vöxt hér á landi. Að vísu er til millileið. Fólk gæti keypt sér tryggingu fyrir sjúkdómum og áföllum. Einnig þetta er að færast í vöxt. Sá galli er á slíku kerfi að tryggingafyrirtækin mismuna viðskiptavinum sínum á þann veg að einstaklingum sem líklegir eru til að veikjast (til dæmis vegna erfða) er seld trygging hærra verði en hinum sem eru heilsuhraustir og líklegir til að halda heilsu. Einstaklingsbundið tryggingakerfi mismunar þannig fólki. Sá sem hætt er við að þurfi á umönnun og lækningu að halda stendur lakar að vígi en hinn hrausti! Spurningin verður þá siðferðileg. Viljum við kerfi sem mismunar fólki? Þessari spurningu þurfa stjórnmálamenn að svara. Fyrir okkar leyti höfum við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði svarað henni. Við viljum samtryggingarkerfi sem ekki mismunar. Og hvað varðar greiðslumátann þá viljum við láta greiða fyrir heilbrigðiskerfið með sköttum en ekki komugjöldum og öðrum sjúklingasköttum. Með öðrum orðum, við viljum borga á meðan við erum heilbrigð og vinnufær í stað þess að bíða þangað til við erum orðin veik og ef til vill óvinnufær. Nýleg könnun á vegum Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar bendir til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. En hvað vilja aðrir stjórnmálaflokkar? Kjósendur eiga heimtingu á að þeir svari þessari spurningu skýrt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er víðtæk sátt um að hafa góða heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálamenn greinir hins vegar á um hvernig eigi að greiða fyrir hana. Sumir vilja láta borga með almennum sköttum, aðrir vilja að notandinn borgi beint og milliliðalaust. Hvað heilbrigðisþjónustuna áhrærir myndu milliliðalausar greiðslur þýða að við greiddum læknum og heilbrigðisstofnunum þegar við verðum veik. Þetta hefur verið að færast í vöxt hér á landi. Að vísu er til millileið. Fólk gæti keypt sér tryggingu fyrir sjúkdómum og áföllum. Einnig þetta er að færast í vöxt. Sá galli er á slíku kerfi að tryggingafyrirtækin mismuna viðskiptavinum sínum á þann veg að einstaklingum sem líklegir eru til að veikjast (til dæmis vegna erfða) er seld trygging hærra verði en hinum sem eru heilsuhraustir og líklegir til að halda heilsu. Einstaklingsbundið tryggingakerfi mismunar þannig fólki. Sá sem hætt er við að þurfi á umönnun og lækningu að halda stendur lakar að vígi en hinn hrausti! Spurningin verður þá siðferðileg. Viljum við kerfi sem mismunar fólki? Þessari spurningu þurfa stjórnmálamenn að svara. Fyrir okkar leyti höfum við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði svarað henni. Við viljum samtryggingarkerfi sem ekki mismunar. Og hvað varðar greiðslumátann þá viljum við láta greiða fyrir heilbrigðiskerfið með sköttum en ekki komugjöldum og öðrum sjúklingasköttum. Með öðrum orðum, við viljum borga á meðan við erum heilbrigð og vinnufær í stað þess að bíða þangað til við erum orðin veik og ef til vill óvinnufær. Nýleg könnun á vegum Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar bendir til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. En hvað vilja aðrir stjórnmálaflokkar? Kjósendur eiga heimtingu á að þeir svari þessari spurningu skýrt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun