Ásakanir í garð Frjálslynda flokksins 2. mars 2007 05:00 Frjálslyndi flokkurinn hefur setið undir ótrúlegum ásökunum síðustu vikurnar vegna málefna innflytjenda. Okkur hefur verið borið ýmislegt á brýn. Mér er til efs að nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hafi legið undir eins ósanngjörnum og ósvífnum árásum og talsmenn Frjálslynda flokksins hafa mátt þola. Stefna Frjálslyndra hefur verið sú rödd skynseminnar að vilja hafa stjórn á því hverjir koma til landsins. Kannað sé hvort um sé að ræða fólk sem hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu, og síðan að taka ekki við fleirum en íslenskt velferðarsamfélag ræður við. Sömuleiðis hefur það verið stefna Frjálslynda flokksins að taka þannig á móti gestum að þeir geti aðlagast íslensku samfélagi og að þeim sem taka þátt á vinnumarkaði bjóðist kjör í samræmi við kjarasamninga og að ekki séu ástunduð félagsleg undirboð. Hver hafa viðbrögð samfélagsins verið? Almenningur hefur tekið undir með okkur í Frjálslynda flokknum og sagt þetta nauðsynlega umræðu sem verði að fara fram og að nauðsynlegt sé að bregðast við ástandinu. Hver hafa viðbrögð pólitískra andstæðinga verið? Þau hafa verið allt önnur. Forsvarsmenn annarra flokka hafa oft látið hafa eftir sér hin ótrúlegustu ummæli. Þeir hafa haft hátt um meinta andúð Frjálslyndra í garð barna af erlendum uppruna og fleira í þeim dúr. Lengst hafa Framsóknarmenn gengið í ósvífnum ásökunum. Sjálfur varð ég fyrir því að kona í ábyrgðarstöðu í Framsóknarflokknum laug upp á mig ummælum sem ég átti að hafa látið mér um munn fara á fundi í Menntaskólanum við Sund. Í Ríkisútvarpinu fyrr í þessum mánuði flutti Sæunn Stefánsdóttir makalausan pistil, en hún er þingmaður Framsóknarflokksins og sömuleiðis formaður útlendingaráðs. Hún sakaði formann Frjálslynda flokksins um að ganga alla leið í andúð sinni gegn erlendu fólki og ala á ótta fólks í landinu við útlendinga. Nákvæmlega ekkert í ræðu Guðjóns Arnars gaf þingmanninum tilefni til að leggja út af ræðunni á þennan veg. Þegar óskað var eftir því að hún fyndi þessum meiningum einhvern stað, og ef ekki - þá biðjast afsökunar, þráaðist hún við og hélt áfram að afflytja skynsamlega ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Ekki var hún ein um það heldur tóku undir það bæði þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins. Fleiri í Framsókn hafa tekið þátt í þessum lygakór. Nefna má Marsibil Sæmundsdóttir sem er formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar. Hún leyfir sér á opinberum vettvangi á bloggsíðu sinni þann 26. þ. m., að láta þau skilaboð frá sér fara að það væru sérstaklega dapurleg tíðindi þegar spurðist út hverjir myndu leiða framboðslista flokksins í Reykjavík í vor. Útlit væri fyrir að Reykvíkingar þyrftu að hlusta á fordómafulla frambjóðendur halda á lofti stefnu fasista í innflytjendamálum! Hvernig væri að formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar væri látin rökstyðja þessar ósönnu dylgjur með einhverjum hætti? Hvar eru fjölmiðlar landsins sem eiga að veita aðhald og spyrja gagnrýninna spurninga? Sérstaklega væri það viðeigandi eins og í þessu máli þegar formaður mannréttindanefndar á í hlut. Það gerist samt alls ekki, heldur virðist sem fjölmiðlar spili frekar undir vitleysunni en hitt, - að ég tala nú ekki um dálka- og leiðarahöfunda. Nýlega tók einn blaðamaður Morgunblaðsins, Kristján Jónsson, þátt í þessu undirspili og sagði á sinni bloggsíðu að Frjálslyndi flokkurinn væri mælikvarði á grugg í þjóðarsálinni og að flokkurinn höfðaði til minnipokakenndar þar sem allt væri nothæft. Já, það gerði þessi umræddi blaðamaður erlendra frétta í Morgunblaðinu án þess að finna þessum skrifum sínum neinn stað í því sem einhver í Frjálslynda flokknum hefur sagt eða átt að hafa sagt. Þannig er nú um gagnrýna blaðamennsku á þeim bænum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn hefur setið undir ótrúlegum ásökunum síðustu vikurnar vegna málefna innflytjenda. Okkur hefur verið borið ýmislegt á brýn. Mér er til efs að nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hafi legið undir eins ósanngjörnum og ósvífnum árásum og talsmenn Frjálslynda flokksins hafa mátt þola. Stefna Frjálslyndra hefur verið sú rödd skynseminnar að vilja hafa stjórn á því hverjir koma til landsins. Kannað sé hvort um sé að ræða fólk sem hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu, og síðan að taka ekki við fleirum en íslenskt velferðarsamfélag ræður við. Sömuleiðis hefur það verið stefna Frjálslynda flokksins að taka þannig á móti gestum að þeir geti aðlagast íslensku samfélagi og að þeim sem taka þátt á vinnumarkaði bjóðist kjör í samræmi við kjarasamninga og að ekki séu ástunduð félagsleg undirboð. Hver hafa viðbrögð samfélagsins verið? Almenningur hefur tekið undir með okkur í Frjálslynda flokknum og sagt þetta nauðsynlega umræðu sem verði að fara fram og að nauðsynlegt sé að bregðast við ástandinu. Hver hafa viðbrögð pólitískra andstæðinga verið? Þau hafa verið allt önnur. Forsvarsmenn annarra flokka hafa oft látið hafa eftir sér hin ótrúlegustu ummæli. Þeir hafa haft hátt um meinta andúð Frjálslyndra í garð barna af erlendum uppruna og fleira í þeim dúr. Lengst hafa Framsóknarmenn gengið í ósvífnum ásökunum. Sjálfur varð ég fyrir því að kona í ábyrgðarstöðu í Framsóknarflokknum laug upp á mig ummælum sem ég átti að hafa látið mér um munn fara á fundi í Menntaskólanum við Sund. Í Ríkisútvarpinu fyrr í þessum mánuði flutti Sæunn Stefánsdóttir makalausan pistil, en hún er þingmaður Framsóknarflokksins og sömuleiðis formaður útlendingaráðs. Hún sakaði formann Frjálslynda flokksins um að ganga alla leið í andúð sinni gegn erlendu fólki og ala á ótta fólks í landinu við útlendinga. Nákvæmlega ekkert í ræðu Guðjóns Arnars gaf þingmanninum tilefni til að leggja út af ræðunni á þennan veg. Þegar óskað var eftir því að hún fyndi þessum meiningum einhvern stað, og ef ekki - þá biðjast afsökunar, þráaðist hún við og hélt áfram að afflytja skynsamlega ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Ekki var hún ein um það heldur tóku undir það bæði þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins. Fleiri í Framsókn hafa tekið þátt í þessum lygakór. Nefna má Marsibil Sæmundsdóttir sem er formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar. Hún leyfir sér á opinberum vettvangi á bloggsíðu sinni þann 26. þ. m., að láta þau skilaboð frá sér fara að það væru sérstaklega dapurleg tíðindi þegar spurðist út hverjir myndu leiða framboðslista flokksins í Reykjavík í vor. Útlit væri fyrir að Reykvíkingar þyrftu að hlusta á fordómafulla frambjóðendur halda á lofti stefnu fasista í innflytjendamálum! Hvernig væri að formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar væri látin rökstyðja þessar ósönnu dylgjur með einhverjum hætti? Hvar eru fjölmiðlar landsins sem eiga að veita aðhald og spyrja gagnrýninna spurninga? Sérstaklega væri það viðeigandi eins og í þessu máli þegar formaður mannréttindanefndar á í hlut. Það gerist samt alls ekki, heldur virðist sem fjölmiðlar spili frekar undir vitleysunni en hitt, - að ég tala nú ekki um dálka- og leiðarahöfunda. Nýlega tók einn blaðamaður Morgunblaðsins, Kristján Jónsson, þátt í þessu undirspili og sagði á sinni bloggsíðu að Frjálslyndi flokkurinn væri mælikvarði á grugg í þjóðarsálinni og að flokkurinn höfðaði til minnipokakenndar þar sem allt væri nothæft. Já, það gerði þessi umræddi blaðamaður erlendra frétta í Morgunblaðinu án þess að finna þessum skrifum sínum neinn stað í því sem einhver í Frjálslynda flokknum hefur sagt eða átt að hafa sagt. Þannig er nú um gagnrýna blaðamennsku á þeim bænum. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar