Actavis stefnir beint á ystu sjónarrönd 31. janúar 2007 00:01 Róbert Wessman, forstjóri Actavis, kynnir framtíðarsýn félagsins fyrir fjárfestum og greiningaraðilum Á næstu þremur árum er markmið stjórnenda Actavis að fyrirtækið verði meðal fimm stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims á öllum lykilmörkuðum í geiranum. Yfirtökur og samrunar verða því áfram hluti af daglegu brauði fyrirtækisins. Í síðustu viku kynntu stjórnendur Actavis metnaðarfullar áætlanir næstu þriggja ára fyrir innlendum sem erlendum fjárfestum og greiningaraðilum. Stefnt er að því að velta félagsins í ár aukist frá fyrra ári um fimmtán prósent. Hún nái 1,6 milljörðum evra í ár og verði komin í 1,9 milljarða evra fyrir árslok 2009. Þá er gert ráð fyrir að hagnaður á hlut muni aukast um 20 prósent á ári til loka árs 2009. Áætlað EBITDA-framlegðarhlutfall fyrir árið 2006 er á bilinu 20 til 21 prósent og er markmið félagsins að ná því upp í 25 prósent fyrir lok árs 2009. Þessu hyggjast stjórnendur félagsins meðal annars ná með því að ná kostnaðarverði seldra vara niður um þrjú prósentustig fyrir árslok 2009, úr tæplega sextíu prósentum af tekjum í 57 prósent. Á kynningunni kom fram að Actavis mun leggja inn 40 til 45 lyfjaumsóknir til bandaríska lyfjaeftirlitsins í ár sem er aukning úr 38 á síðasta ári. Það eru fleiri umsóknir en jafnvel stærstu lyfjafyrirtæki heims hafa. Teva, stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims, hefur til að mynda fjörutíu lyfjaumsóknir í gangi og Sandoz, það næststærsta, hefur tuttugu og átta. Þá ætlar félagið að markaðssetja allt að fimm hundruð ný lyf á mörkuðum samstæðunnar á árinu til samanburðar við 370 í fyrra. Undirbúningur hafinn að næsta slag Á næstu þremur árum er markmið stjórnenda Actavis að festa sig í sessi meðal fimm stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims á öllum lykilmörkuðum í geiranum. Á síðustu sjö árum hefur Actavis vaxið úr því að vera lítið íslenskt fyrirtæki með 150 starfsmenn í það að verða alþjóðlegt fyrirtæki með ellefu þúsund starfsmenn. Sá vöxtur hefur að miklu leyti komið til af yfirtökum og samrunum. Ekkert lát verður á þessu og félagið í stöðugri leit að fýsilegum kostum. Í síðustu viku staðfesti Róbert Wessman, forstjóri Actavis, að félagið myndi blanda sér í baráttuna um samheitalyfjahluta lyfjafyrirtækisins Merck KGaA sem nýlega var tilkynnt að sé til sölu. Söluverð á hlutanum hefur ekki verið gefið upp en í erlendum fjölmiðlum hefur upphæðin fjórir til fimm milljarðar evra verið nefnd. Það samsvarar 360 til 450 milljörðum króna. Fjármögnun hefur þegar verið tryggð með aðkomu þriggja leiðandi alþjóðlegra banka sem ekki hefur komið fram hverjir eru. Gangi kaupin eftir verður Actavis þriðja stærsta fyrirtæki heims á sviði samheitalyfja með fimm prósenta markaðshlutdeild. Sameiginleg velta fyrir árið 2006 er um 3,2 milljarðar evra, um 290 milljarðar króna. Til samanburðar var velta Actavis á síðasta ári 1,4 milljarðar evra, um 126 milljarðar króna. Nái yfirtakan fram að ganga er gert ráð fyrir að talsverð samlegðaráhrif náist. Merck er, eins og Actavis, með starfsemi í Evrópu og Bandaríkjunum en ekki er talin að mikil skörun verði milli starfsemi félaganna. Þá fengi Actavis aðgang að nýjum mörkuðum eins og Japan, Ástralíu, Kanada og Brasilíu, auk þess sem Merck hefur styrka stöðu í Suður-Evrópu, markaði sem Actavis hefur haft augastað á. Baráttan um Merck verður að öllum líkindum hörð og háð milli fárra öflugra félaga. Í nýrri greiningu fjárfestingarbankans Merrill Lynch, sem kom út í kjölfar kynningarfundarins, eru félögin talin „eiga fullkomlega saman“. Þar kemur fram að Merck myndi njóta góðs af ódýrari framleiðslu, ágengum stjórnunarháttum og markaðssetningu Actavis.Hlutafé skráð í evrur á árinuTil þess að ná fram þeim vexti sem Actavis stefnir að er aðkoma erlendra fjárfesta að félaginu mikilvæg. Stjórn Actavis mun á næstu vikum leggja fyrir hluthafafund tillögu um að henni verði heimilað að hefja undirbúning að því að skrá hlutafé félagsins í evrum. Segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis, að stjórnendum félagsins þyki það eðlilegt í ljósi þess að 99 prósent af tekjum félagsins séu í erlendum gjaldmiðlum. Óheppilegt sé að stöðugar sveiflur séu á heildarverðmæti félagsins út af sveiflum í krónunni.Stjórnendur Actavis telja ekki að félagið þurfi að sækja formlega um leyfi fyrir breytingunum til annarra en hluthafa sinna. Málið snúist fyrst og fremst um tæknilega útfærslu. Það sem helst tefji fyrir ferlinu sé að Verðbréfaskráning þurfi að taka nýtt greiðslumiðlunarkerfi í gagnið sem getur tekið nokkra mánuði.Róbert segir tvennt hafa fælt erlenda fjárfesta frá því að eiga viðskipti á íslenska markaðnum. Annars vegar smæð markaðarins og hins vegar sveiflur á gengi krónunnar. Hann telur að með því að skrá hlutabréfin í evrum muni fleiri erlendir fjárfestar hafa áhuga á að fjárfesta í Actavis.Sérstaklega í ljósi þess að um mitt árið muni allir kauphallaraðilar OMX geta átt viðskipti með þau félög sem skráð eru hér. Þegar sé áhugi þeirra mikill. Þrír erlendir bankar greini félagið og von sé á einum til tveimur til viðbótar á næstu mánuðum. Greining Merrill Lynch ýtir undir þessa skoðun. Þar kemur fram að áætlanir Actavis séu vel í takt við spár greiningardeildar bankans um framtíðarvöxt félagsins. Miðað við fyrir-sjáanlega hagnaðaraukningu næstu árin og það að félagið sé tiltölulega lágt verðlagt á markaði ættu kaup í félaginu að vera hagstæð. Hins vegar halda þeir mati sínu á félaginu hlutlausu vegna hárrar skuldsetningar félagsins, áhættu vegna samþættingar en fyrst og fremst vegna lágrar veltu á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Í síðustu viku kynntu stjórnendur Actavis metnaðarfullar áætlanir næstu þriggja ára fyrir innlendum sem erlendum fjárfestum og greiningaraðilum. Stefnt er að því að velta félagsins í ár aukist frá fyrra ári um fimmtán prósent. Hún nái 1,6 milljörðum evra í ár og verði komin í 1,9 milljarða evra fyrir árslok 2009. Þá er gert ráð fyrir að hagnaður á hlut muni aukast um 20 prósent á ári til loka árs 2009. Áætlað EBITDA-framlegðarhlutfall fyrir árið 2006 er á bilinu 20 til 21 prósent og er markmið félagsins að ná því upp í 25 prósent fyrir lok árs 2009. Þessu hyggjast stjórnendur félagsins meðal annars ná með því að ná kostnaðarverði seldra vara niður um þrjú prósentustig fyrir árslok 2009, úr tæplega sextíu prósentum af tekjum í 57 prósent. Á kynningunni kom fram að Actavis mun leggja inn 40 til 45 lyfjaumsóknir til bandaríska lyfjaeftirlitsins í ár sem er aukning úr 38 á síðasta ári. Það eru fleiri umsóknir en jafnvel stærstu lyfjafyrirtæki heims hafa. Teva, stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims, hefur til að mynda fjörutíu lyfjaumsóknir í gangi og Sandoz, það næststærsta, hefur tuttugu og átta. Þá ætlar félagið að markaðssetja allt að fimm hundruð ný lyf á mörkuðum samstæðunnar á árinu til samanburðar við 370 í fyrra. Undirbúningur hafinn að næsta slag Á næstu þremur árum er markmið stjórnenda Actavis að festa sig í sessi meðal fimm stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims á öllum lykilmörkuðum í geiranum. Á síðustu sjö árum hefur Actavis vaxið úr því að vera lítið íslenskt fyrirtæki með 150 starfsmenn í það að verða alþjóðlegt fyrirtæki með ellefu þúsund starfsmenn. Sá vöxtur hefur að miklu leyti komið til af yfirtökum og samrunum. Ekkert lát verður á þessu og félagið í stöðugri leit að fýsilegum kostum. Í síðustu viku staðfesti Róbert Wessman, forstjóri Actavis, að félagið myndi blanda sér í baráttuna um samheitalyfjahluta lyfjafyrirtækisins Merck KGaA sem nýlega var tilkynnt að sé til sölu. Söluverð á hlutanum hefur ekki verið gefið upp en í erlendum fjölmiðlum hefur upphæðin fjórir til fimm milljarðar evra verið nefnd. Það samsvarar 360 til 450 milljörðum króna. Fjármögnun hefur þegar verið tryggð með aðkomu þriggja leiðandi alþjóðlegra banka sem ekki hefur komið fram hverjir eru. Gangi kaupin eftir verður Actavis þriðja stærsta fyrirtæki heims á sviði samheitalyfja með fimm prósenta markaðshlutdeild. Sameiginleg velta fyrir árið 2006 er um 3,2 milljarðar evra, um 290 milljarðar króna. Til samanburðar var velta Actavis á síðasta ári 1,4 milljarðar evra, um 126 milljarðar króna. Nái yfirtakan fram að ganga er gert ráð fyrir að talsverð samlegðaráhrif náist. Merck er, eins og Actavis, með starfsemi í Evrópu og Bandaríkjunum en ekki er talin að mikil skörun verði milli starfsemi félaganna. Þá fengi Actavis aðgang að nýjum mörkuðum eins og Japan, Ástralíu, Kanada og Brasilíu, auk þess sem Merck hefur styrka stöðu í Suður-Evrópu, markaði sem Actavis hefur haft augastað á. Baráttan um Merck verður að öllum líkindum hörð og háð milli fárra öflugra félaga. Í nýrri greiningu fjárfestingarbankans Merrill Lynch, sem kom út í kjölfar kynningarfundarins, eru félögin talin „eiga fullkomlega saman“. Þar kemur fram að Merck myndi njóta góðs af ódýrari framleiðslu, ágengum stjórnunarháttum og markaðssetningu Actavis.Hlutafé skráð í evrur á árinuTil þess að ná fram þeim vexti sem Actavis stefnir að er aðkoma erlendra fjárfesta að félaginu mikilvæg. Stjórn Actavis mun á næstu vikum leggja fyrir hluthafafund tillögu um að henni verði heimilað að hefja undirbúning að því að skrá hlutafé félagsins í evrum. Segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis, að stjórnendum félagsins þyki það eðlilegt í ljósi þess að 99 prósent af tekjum félagsins séu í erlendum gjaldmiðlum. Óheppilegt sé að stöðugar sveiflur séu á heildarverðmæti félagsins út af sveiflum í krónunni.Stjórnendur Actavis telja ekki að félagið þurfi að sækja formlega um leyfi fyrir breytingunum til annarra en hluthafa sinna. Málið snúist fyrst og fremst um tæknilega útfærslu. Það sem helst tefji fyrir ferlinu sé að Verðbréfaskráning þurfi að taka nýtt greiðslumiðlunarkerfi í gagnið sem getur tekið nokkra mánuði.Róbert segir tvennt hafa fælt erlenda fjárfesta frá því að eiga viðskipti á íslenska markaðnum. Annars vegar smæð markaðarins og hins vegar sveiflur á gengi krónunnar. Hann telur að með því að skrá hlutabréfin í evrum muni fleiri erlendir fjárfestar hafa áhuga á að fjárfesta í Actavis.Sérstaklega í ljósi þess að um mitt árið muni allir kauphallaraðilar OMX geta átt viðskipti með þau félög sem skráð eru hér. Þegar sé áhugi þeirra mikill. Þrír erlendir bankar greini félagið og von sé á einum til tveimur til viðbótar á næstu mánuðum. Greining Merrill Lynch ýtir undir þessa skoðun. Þar kemur fram að áætlanir Actavis séu vel í takt við spár greiningardeildar bankans um framtíðarvöxt félagsins. Miðað við fyrir-sjáanlega hagnaðaraukningu næstu árin og það að félagið sé tiltölulega lágt verðlagt á markaði ættu kaup í félaginu að vera hagstæð. Hins vegar halda þeir mati sínu á félaginu hlutlausu vegna hárrar skuldsetningar félagsins, áhættu vegna samþættingar en fyrst og fremst vegna lágrar veltu á íslenska hlutabréfamarkaðnum.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira